Draumur Antons rættist: „Ótrúlega hrærður og meyr“ Aron Guðmundsson skrifar 12. desember 2023 07:30 Anton Sveinn með móður sinni Helgu Margréti Sveinsdóttur og með silfurverðlaunin frá Evrópumeistaramótinu um hálsinn. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjölfar þess að hafa unnið til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðarstolti er hann stóð á verðlaunapallinum og sá íslenska fánann birtast. Um er að ræða fyrstu verðlaun Antons Sveins, sem hefur verið einn af okkar allra fremstu sundmönnum undanfarin ár, á stórmóti og því um ansi stóra stund að ræða. „Þetta er allt að setjast að hjá manni,“ segir Anton Sveinn. „Þetta hefur verið draumurinn í mörg ár, oft á tíðum hafði maður ekki trú á því að maður kæmist á þennan stað sem maður er á í dag. Maður er að melta þetta, taka þetta allt inn. Ég er bara ótrúlega hrærður og meir yfir þessu öllu.“ Vegferðin að þessum stað hefur verið löng og fyrir afreksíþróttamann eins og þig áttar maður sig á því að á bak við þennan árangur eru blóð, sviti og tár. Þegar takmarkinu er náð og þú stendur á verðlaunapalli á stórmóti. Hvaða tilfinningar bárust þá innra með þér? „Fyrst og fremst stolt. Það var ótrúlega gaman að stíga upp á verðlaunapallinn og sjá íslenska fánann birtast. Það snerti hjarta mitt og ég fann fyrir þjóðarstoltinu. Maður er búinn að leggja inn alla þessa vinnu, hefur lifað sem meistari í öll þessi ár og nær loksins að uppskera núna.“ Hún leyndi sér ekki, ánægjan hjá Antoni Sveini McKee, með silfurverðlaunin frá EM. Enda getur hann verið virkilega stoltur af sinni frammistöðu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn hefur oft stungið sér til sunds á sínum atvinnumannaferli en hvernig er það, finnur hann um leið í fyrstu sundtökum að hann eigi von á góðu sundi líkt og varð raunin í úrslitum 200 metra bringusundsins á dögunum? „Ég átti alveg hræðilegt sund í 100 metra bringusundinu fyrir 200 metrana og fór í gegnum smá rússíbana andlega áður en ég hóf keppni í 200 metrunum. En á degi úrslitasundsins leið mér vel. Ég fann að ég var að ná að nýta mína styrkleika. Ég náði að setja sundið upp rétt til þess að geta náð einhverju góðu takmarki. Ég var ekki að eyða orku í ekki neitt, var ekki að reyna spretta til þess að reyna vera fyrstur í byrjun og svo gjörsamlega springa á því og verða lang síðastur. Það small allt saman.“ Viðtalið við Anton Svein í heild sinni, þar sem að hann sýnir meðal annars silfurmedalíu sína og fer yfir það hvað tekur við næstu mánuðina hjá sér, má sjá hér fyrir neðan. Sund Rúmenía ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Um er að ræða fyrstu verðlaun Antons Sveins, sem hefur verið einn af okkar allra fremstu sundmönnum undanfarin ár, á stórmóti og því um ansi stóra stund að ræða. „Þetta er allt að setjast að hjá manni,“ segir Anton Sveinn. „Þetta hefur verið draumurinn í mörg ár, oft á tíðum hafði maður ekki trú á því að maður kæmist á þennan stað sem maður er á í dag. Maður er að melta þetta, taka þetta allt inn. Ég er bara ótrúlega hrærður og meir yfir þessu öllu.“ Vegferðin að þessum stað hefur verið löng og fyrir afreksíþróttamann eins og þig áttar maður sig á því að á bak við þennan árangur eru blóð, sviti og tár. Þegar takmarkinu er náð og þú stendur á verðlaunapalli á stórmóti. Hvaða tilfinningar bárust þá innra með þér? „Fyrst og fremst stolt. Það var ótrúlega gaman að stíga upp á verðlaunapallinn og sjá íslenska fánann birtast. Það snerti hjarta mitt og ég fann fyrir þjóðarstoltinu. Maður er búinn að leggja inn alla þessa vinnu, hefur lifað sem meistari í öll þessi ár og nær loksins að uppskera núna.“ Hún leyndi sér ekki, ánægjan hjá Antoni Sveini McKee, með silfurverðlaunin frá EM. Enda getur hann verið virkilega stoltur af sinni frammistöðu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn hefur oft stungið sér til sunds á sínum atvinnumannaferli en hvernig er það, finnur hann um leið í fyrstu sundtökum að hann eigi von á góðu sundi líkt og varð raunin í úrslitum 200 metra bringusundsins á dögunum? „Ég átti alveg hræðilegt sund í 100 metra bringusundinu fyrir 200 metrana og fór í gegnum smá rússíbana andlega áður en ég hóf keppni í 200 metrunum. En á degi úrslitasundsins leið mér vel. Ég fann að ég var að ná að nýta mína styrkleika. Ég náði að setja sundið upp rétt til þess að geta náð einhverju góðu takmarki. Ég var ekki að eyða orku í ekki neitt, var ekki að reyna spretta til þess að reyna vera fyrstur í byrjun og svo gjörsamlega springa á því og verða lang síðastur. Það small allt saman.“ Viðtalið við Anton Svein í heild sinni, þar sem að hann sýnir meðal annars silfurmedalíu sína og fer yfir það hvað tekur við næstu mánuðina hjá sér, má sjá hér fyrir neðan.
Sund Rúmenía ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira