Draumur Antons rættist: „Ótrúlega hrærður og meyr“ Aron Guðmundsson skrifar 12. desember 2023 07:30 Anton Sveinn með móður sinni Helgu Margréti Sveinsdóttur og með silfurverðlaunin frá Evrópumeistaramótinu um hálsinn. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjölfar þess að hafa unnið til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðarstolti er hann stóð á verðlaunapallinum og sá íslenska fánann birtast. Um er að ræða fyrstu verðlaun Antons Sveins, sem hefur verið einn af okkar allra fremstu sundmönnum undanfarin ár, á stórmóti og því um ansi stóra stund að ræða. „Þetta er allt að setjast að hjá manni,“ segir Anton Sveinn. „Þetta hefur verið draumurinn í mörg ár, oft á tíðum hafði maður ekki trú á því að maður kæmist á þennan stað sem maður er á í dag. Maður er að melta þetta, taka þetta allt inn. Ég er bara ótrúlega hrærður og meir yfir þessu öllu.“ Vegferðin að þessum stað hefur verið löng og fyrir afreksíþróttamann eins og þig áttar maður sig á því að á bak við þennan árangur eru blóð, sviti og tár. Þegar takmarkinu er náð og þú stendur á verðlaunapalli á stórmóti. Hvaða tilfinningar bárust þá innra með þér? „Fyrst og fremst stolt. Það var ótrúlega gaman að stíga upp á verðlaunapallinn og sjá íslenska fánann birtast. Það snerti hjarta mitt og ég fann fyrir þjóðarstoltinu. Maður er búinn að leggja inn alla þessa vinnu, hefur lifað sem meistari í öll þessi ár og nær loksins að uppskera núna.“ Hún leyndi sér ekki, ánægjan hjá Antoni Sveini McKee, með silfurverðlaunin frá EM. Enda getur hann verið virkilega stoltur af sinni frammistöðu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn hefur oft stungið sér til sunds á sínum atvinnumannaferli en hvernig er það, finnur hann um leið í fyrstu sundtökum að hann eigi von á góðu sundi líkt og varð raunin í úrslitum 200 metra bringusundsins á dögunum? „Ég átti alveg hræðilegt sund í 100 metra bringusundinu fyrir 200 metrana og fór í gegnum smá rússíbana andlega áður en ég hóf keppni í 200 metrunum. En á degi úrslitasundsins leið mér vel. Ég fann að ég var að ná að nýta mína styrkleika. Ég náði að setja sundið upp rétt til þess að geta náð einhverju góðu takmarki. Ég var ekki að eyða orku í ekki neitt, var ekki að reyna spretta til þess að reyna vera fyrstur í byrjun og svo gjörsamlega springa á því og verða lang síðastur. Það small allt saman.“ Viðtalið við Anton Svein í heild sinni, þar sem að hann sýnir meðal annars silfurmedalíu sína og fer yfir það hvað tekur við næstu mánuðina hjá sér, má sjá hér fyrir neðan. Sund Rúmenía ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Um er að ræða fyrstu verðlaun Antons Sveins, sem hefur verið einn af okkar allra fremstu sundmönnum undanfarin ár, á stórmóti og því um ansi stóra stund að ræða. „Þetta er allt að setjast að hjá manni,“ segir Anton Sveinn. „Þetta hefur verið draumurinn í mörg ár, oft á tíðum hafði maður ekki trú á því að maður kæmist á þennan stað sem maður er á í dag. Maður er að melta þetta, taka þetta allt inn. Ég er bara ótrúlega hrærður og meir yfir þessu öllu.“ Vegferðin að þessum stað hefur verið löng og fyrir afreksíþróttamann eins og þig áttar maður sig á því að á bak við þennan árangur eru blóð, sviti og tár. Þegar takmarkinu er náð og þú stendur á verðlaunapalli á stórmóti. Hvaða tilfinningar bárust þá innra með þér? „Fyrst og fremst stolt. Það var ótrúlega gaman að stíga upp á verðlaunapallinn og sjá íslenska fánann birtast. Það snerti hjarta mitt og ég fann fyrir þjóðarstoltinu. Maður er búinn að leggja inn alla þessa vinnu, hefur lifað sem meistari í öll þessi ár og nær loksins að uppskera núna.“ Hún leyndi sér ekki, ánægjan hjá Antoni Sveini McKee, með silfurverðlaunin frá EM. Enda getur hann verið virkilega stoltur af sinni frammistöðu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn hefur oft stungið sér til sunds á sínum atvinnumannaferli en hvernig er það, finnur hann um leið í fyrstu sundtökum að hann eigi von á góðu sundi líkt og varð raunin í úrslitum 200 metra bringusundsins á dögunum? „Ég átti alveg hræðilegt sund í 100 metra bringusundinu fyrir 200 metrana og fór í gegnum smá rússíbana andlega áður en ég hóf keppni í 200 metrunum. En á degi úrslitasundsins leið mér vel. Ég fann að ég var að ná að nýta mína styrkleika. Ég náði að setja sundið upp rétt til þess að geta náð einhverju góðu takmarki. Ég var ekki að eyða orku í ekki neitt, var ekki að reyna spretta til þess að reyna vera fyrstur í byrjun og svo gjörsamlega springa á því og verða lang síðastur. Það small allt saman.“ Viðtalið við Anton Svein í heild sinni, þar sem að hann sýnir meðal annars silfurmedalíu sína og fer yfir það hvað tekur við næstu mánuðina hjá sér, má sjá hér fyrir neðan.
Sund Rúmenía ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira