Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innanlandsflugi á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2023 11:49 Áætlanir Icelandair og Play á morgun munu væntanlega riðlast mikið komi til aðgerða flugumferðarstjóra. vísir Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi. Félagið hefur nú þegar boðað tvennar vinnustöðvanir. Hin fyrri er eins og áður segir frá klukkan fjögur næstu nótt til klukkan tíu í fyrramálið og sams konar aðgerðir aftur næst komandi fimmtudag. Arnar Hjálmarsson formaður félagsins segir að flugumferðarstjórar á aðflugssvæði Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar muni að óbreyttu leggja niður störf. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra er ekki bjartsýnn á að samningar takist í dag.aðsend „Og það mun væntanlega riðla allri áætlun flugfélaga sem er inn á þessu tímabili.“ Þannig að það verður ekki hægt að lenda og taka á loft frá Keflavík- og Reykjavíkurflugvelli á þessum tíma? „Nei. Ekki eins og staðan er núna.“ En hvað um yfirflug sem þið stjórnið líka? „Því er áfram sinnt. Þessar vinnustöðvanir hafa engin áhrif á það,“ segir Arnar. Starfsemin í Alþjóðaflugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli raskt því ekki. Hins vegar eru áætlaðar 24 brottfarir flugfélaga frá Keflavíkurflugvelli og 20 komur flugvéla á þeim tíma sem vinnustöðvunin nær til. Það mun væntanlega setja allar áætlanir flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflugsins frá Reykjavík á morgun úr skorðum komi aðgerðirnar til framkvæmda. Félagið veitir hins vegar undanþágur fyrir allt sjúkraflug og flug Lanshelgisgæslunnar. Ferðaáætlanir þúsunda manna gætu raskast á morgun vegna tímabundinna aðgerða flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Ísavia koma til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag en síðasti fundur var á föstudag. Arnar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið síðan þá. „Við höfum ekkert fundað um helgina, ekki á sameiginlegum vettvangi. Ég geri ráð fyrir að þau hafi eitthvað ráðið ráðum sínum og við höfum gert það sama. En ekkert á sameiginlegum vettvangi þannig að ég met hana bara svipaða og á föstudaginn,“ segir Arnar Hjálmarsson. Atkvæði hafi verið greidd um enn frekari aðgerðir og verði niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu ljósar í dag. Flugumferðarstjórar væru tæpu ári á eftir almenna vinnumarkaðnum með sína samninga og því væri verið að semja um hluti sem samið var um á almenna markaðnum í desember í fyrra. Síðasti samningur þeirra hafi verið gerður um mánaðamóti ágúst-september 2021 og runnið út 30. september síðast liðinn. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Icelandair Play Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. 9. desember 2023 11:01 Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. 7. desember 2023 13:40 Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. 7. desember 2023 12:18 Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Félagið hefur nú þegar boðað tvennar vinnustöðvanir. Hin fyrri er eins og áður segir frá klukkan fjögur næstu nótt til klukkan tíu í fyrramálið og sams konar aðgerðir aftur næst komandi fimmtudag. Arnar Hjálmarsson formaður félagsins segir að flugumferðarstjórar á aðflugssvæði Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar muni að óbreyttu leggja niður störf. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra er ekki bjartsýnn á að samningar takist í dag.aðsend „Og það mun væntanlega riðla allri áætlun flugfélaga sem er inn á þessu tímabili.“ Þannig að það verður ekki hægt að lenda og taka á loft frá Keflavík- og Reykjavíkurflugvelli á þessum tíma? „Nei. Ekki eins og staðan er núna.“ En hvað um yfirflug sem þið stjórnið líka? „Því er áfram sinnt. Þessar vinnustöðvanir hafa engin áhrif á það,“ segir Arnar. Starfsemin í Alþjóðaflugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli raskt því ekki. Hins vegar eru áætlaðar 24 brottfarir flugfélaga frá Keflavíkurflugvelli og 20 komur flugvéla á þeim tíma sem vinnustöðvunin nær til. Það mun væntanlega setja allar áætlanir flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflugsins frá Reykjavík á morgun úr skorðum komi aðgerðirnar til framkvæmda. Félagið veitir hins vegar undanþágur fyrir allt sjúkraflug og flug Lanshelgisgæslunnar. Ferðaáætlanir þúsunda manna gætu raskast á morgun vegna tímabundinna aðgerða flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Ísavia koma til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag en síðasti fundur var á föstudag. Arnar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið síðan þá. „Við höfum ekkert fundað um helgina, ekki á sameiginlegum vettvangi. Ég geri ráð fyrir að þau hafi eitthvað ráðið ráðum sínum og við höfum gert það sama. En ekkert á sameiginlegum vettvangi þannig að ég met hana bara svipaða og á föstudaginn,“ segir Arnar Hjálmarsson. Atkvæði hafi verið greidd um enn frekari aðgerðir og verði niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu ljósar í dag. Flugumferðarstjórar væru tæpu ári á eftir almenna vinnumarkaðnum með sína samninga og því væri verið að semja um hluti sem samið var um á almenna markaðnum í desember í fyrra. Síðasti samningur þeirra hafi verið gerður um mánaðamóti ágúst-september 2021 og runnið út 30. september síðast liðinn.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Icelandair Play Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. 9. desember 2023 11:01 Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. 7. desember 2023 13:40 Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. 7. desember 2023 12:18 Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. 9. desember 2023 11:01
Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. 7. desember 2023 13:40
Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. 7. desember 2023 12:18
Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47