Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innanlandsflugi á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2023 11:49 Áætlanir Icelandair og Play á morgun munu væntanlega riðlast mikið komi til aðgerða flugumferðarstjóra. vísir Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi. Félagið hefur nú þegar boðað tvennar vinnustöðvanir. Hin fyrri er eins og áður segir frá klukkan fjögur næstu nótt til klukkan tíu í fyrramálið og sams konar aðgerðir aftur næst komandi fimmtudag. Arnar Hjálmarsson formaður félagsins segir að flugumferðarstjórar á aðflugssvæði Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar muni að óbreyttu leggja niður störf. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra er ekki bjartsýnn á að samningar takist í dag.aðsend „Og það mun væntanlega riðla allri áætlun flugfélaga sem er inn á þessu tímabili.“ Þannig að það verður ekki hægt að lenda og taka á loft frá Keflavík- og Reykjavíkurflugvelli á þessum tíma? „Nei. Ekki eins og staðan er núna.“ En hvað um yfirflug sem þið stjórnið líka? „Því er áfram sinnt. Þessar vinnustöðvanir hafa engin áhrif á það,“ segir Arnar. Starfsemin í Alþjóðaflugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli raskt því ekki. Hins vegar eru áætlaðar 24 brottfarir flugfélaga frá Keflavíkurflugvelli og 20 komur flugvéla á þeim tíma sem vinnustöðvunin nær til. Það mun væntanlega setja allar áætlanir flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflugsins frá Reykjavík á morgun úr skorðum komi aðgerðirnar til framkvæmda. Félagið veitir hins vegar undanþágur fyrir allt sjúkraflug og flug Lanshelgisgæslunnar. Ferðaáætlanir þúsunda manna gætu raskast á morgun vegna tímabundinna aðgerða flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Ísavia koma til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag en síðasti fundur var á föstudag. Arnar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið síðan þá. „Við höfum ekkert fundað um helgina, ekki á sameiginlegum vettvangi. Ég geri ráð fyrir að þau hafi eitthvað ráðið ráðum sínum og við höfum gert það sama. En ekkert á sameiginlegum vettvangi þannig að ég met hana bara svipaða og á föstudaginn,“ segir Arnar Hjálmarsson. Atkvæði hafi verið greidd um enn frekari aðgerðir og verði niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu ljósar í dag. Flugumferðarstjórar væru tæpu ári á eftir almenna vinnumarkaðnum með sína samninga og því væri verið að semja um hluti sem samið var um á almenna markaðnum í desember í fyrra. Síðasti samningur þeirra hafi verið gerður um mánaðamóti ágúst-september 2021 og runnið út 30. september síðast liðinn. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Icelandair Play Tengdar fréttir Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. 9. desember 2023 11:01 Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. 7. desember 2023 13:40 Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. 7. desember 2023 12:18 Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Félagið hefur nú þegar boðað tvennar vinnustöðvanir. Hin fyrri er eins og áður segir frá klukkan fjögur næstu nótt til klukkan tíu í fyrramálið og sams konar aðgerðir aftur næst komandi fimmtudag. Arnar Hjálmarsson formaður félagsins segir að flugumferðarstjórar á aðflugssvæði Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar muni að óbreyttu leggja niður störf. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra er ekki bjartsýnn á að samningar takist í dag.aðsend „Og það mun væntanlega riðla allri áætlun flugfélaga sem er inn á þessu tímabili.“ Þannig að það verður ekki hægt að lenda og taka á loft frá Keflavík- og Reykjavíkurflugvelli á þessum tíma? „Nei. Ekki eins og staðan er núna.“ En hvað um yfirflug sem þið stjórnið líka? „Því er áfram sinnt. Þessar vinnustöðvanir hafa engin áhrif á það,“ segir Arnar. Starfsemin í Alþjóðaflugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli raskt því ekki. Hins vegar eru áætlaðar 24 brottfarir flugfélaga frá Keflavíkurflugvelli og 20 komur flugvéla á þeim tíma sem vinnustöðvunin nær til. Það mun væntanlega setja allar áætlanir flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflugsins frá Reykjavík á morgun úr skorðum komi aðgerðirnar til framkvæmda. Félagið veitir hins vegar undanþágur fyrir allt sjúkraflug og flug Lanshelgisgæslunnar. Ferðaáætlanir þúsunda manna gætu raskast á morgun vegna tímabundinna aðgerða flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Ísavia koma til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag en síðasti fundur var á föstudag. Arnar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið síðan þá. „Við höfum ekkert fundað um helgina, ekki á sameiginlegum vettvangi. Ég geri ráð fyrir að þau hafi eitthvað ráðið ráðum sínum og við höfum gert það sama. En ekkert á sameiginlegum vettvangi þannig að ég met hana bara svipaða og á föstudaginn,“ segir Arnar Hjálmarsson. Atkvæði hafi verið greidd um enn frekari aðgerðir og verði niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu ljósar í dag. Flugumferðarstjórar væru tæpu ári á eftir almenna vinnumarkaðnum með sína samninga og því væri verið að semja um hluti sem samið var um á almenna markaðnum í desember í fyrra. Síðasti samningur þeirra hafi verið gerður um mánaðamóti ágúst-september 2021 og runnið út 30. september síðast liðinn.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Icelandair Play Tengdar fréttir Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. 9. desember 2023 11:01 Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. 7. desember 2023 13:40 Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. 7. desember 2023 12:18 Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Enn reynt að ná utan um lausa þræði Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni. 9. desember 2023 11:01
Ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilu flugumferðarstjóra Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt í Karphúsinu á morgun. 7. desember 2023 13:40
Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. 7. desember 2023 12:18
Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47