Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi tilkynningu í morgun til gangandi, hjólandi og akandi.
„Gangandi, hjólandi og akandi. Það er víða glerhált á höfuðborgarsvæðinu. Förum öll varlega!“ sagði í tilkynningunni.
Fréttastofu er kunnugt um að minnsta kosti eitt dæmi þess að íbúi miðsvæðis í Reykjavík hafi flogið á hausinn í fljúgandi hálkunni. Hann var fluttur á bráðamóttöku Landspítala.
Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafa fimm leitað á bráðamóttöku í morgun vegna hálkuslysa.