Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar 9. október 2025 19:01 Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í byggingu íbúða á Íslandi, einkum í þéttbýli. Þétting byggðar hefur leitt til þess að fjölmargar íbúðir rísa nú á svæðum sem þegar voru mótuð af byggð. Þar er rými milli bygginga oft takmarkað og ásýnd hverfa mótast af fjölbreyttum byggingarstílum og hæðum. Þessi þróun getur stuðlað að betri landnotkun og nýtingu innviða ef farið er rétt að hlutunum en felur jafnframt í sér nýjar áskoranir fyrir hönnuði og skipulagsyfirvöld. Ein af þeim áskorunum er dagsbirtan en það sem skiptir máli fyrir íbúana er hvernig megi tryggja góða dagsbirtu inni í húsunum. Nýlega var gefin út skýrsla með niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem nefnist „Dagsbirta í íbúðarbyggð við íslenskar aðstæður“.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að dagsbirtan gerir okkur kleift að skynja form, liti og hreyfingu sem dregur úr streitu og slysum. Einnig stjórnar sólarljósið dægursveiflum eða innri „klukku“ líkamans sem samhæfir svefn, vöku, hormóna, efnaskipti og tilfinningalegt jafnvægi. Þannig bætir morgunbirtan árvekni og svefn en kvöldbirtan undirbýr líkamann fyrir hvíld. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga markvisst að dagsbirtuhönnun strax á skipulags- og hönnunarstigum húsa. Hvernig tryggjum við að svo sé gert? Í núgildandi byggingarreglugerð er umfjöllun um dagsbirtu af skornum skammti. Grein 6.7.2. segir að „samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skuli ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1m2.“ Auk þess segir að íbúðir skuli njóta „fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta“ og að „í djúpum byggingum beri að huga sérstaklega að aukinni lofthæð svo að dagsbirtu gæti innan íbúðar.“ Sérfræðingar hafa gagnrýnt þessar kröfur og segja þær mjög takmarkaðar og ófullnægjandi. Vinna við endurskoðun hefur þó verið hafin en í dag er ár síðan tillagan var birt í samráðsgátt. Þar er lagt til að bæta við nýjum kafla í byggingarreglugerð þar sem skýrar kröfur eru gerðar til dagsbirtu í íverurýmum. Í einhverjum tilfellum hefur skortur á kröfum um dagsbirtu haft sýnileg áhrif á gæði nýrra íbúða og byggðar. Umhverfisvottanir, eins og Svanurinn, BREEAM og fleiri, ganga almennt lengra en reglugerðir. Þegar kemur að byggingum er það bæði til að tryggja góða innivist og stuðla að heilsusamlegu og sjálfbæru umhverfi. Í Svansvottuðum byggingum er krafa gerð um að birta eða svokallað dagsbirtugildi sé reiknað fyrir helstu íverurými bygginga. Það segir til um hversu mikið náttúrulegt ljós frá himni nær inn í herbergi miðað við dagsbirtuna úti. Gildið þarf að vera innan ákveðinna marka: Ekki of lágt því það segir okkur að rýmið njóti ekki nægilegrar dagsbirtu Ekki of hátt af því að það getur orðið til þess að rými séu of björt og að þau geti ofhitnað Til að tryggja að gildin séu innan marka þarf að huga að þessu í hönnunarferlinu. Það getur orðið til þess að hönnuðir þurfi að aðlaga lögun, dýpt íbúða, gluggastærð og fleira til að ná settum markmiðum. Í vottunarferlinu þarf svo að sýna fram á útreikninga sem staðfesta gildin. Allar Svansvottaðar nýbyggingar þurfa að standast kröfur um dagsbirtu, sem tryggir að hönnun taki mið af líðan og heilsu fólks. Með því að gera dagsbirtu að mælanlegri og ófrávíkjanlegri kröfu stuðlar Svansvottunin að bættri innivist, minni þörf á raflýsingu og heilnæmari byggingum þar sem fólk upplifir jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Nú þegar hefur töluverður fjöldi Svansvottaðra íbúða komið á markað hér á landi, sem sýnir að byggingargeirinn er smám saman að tileinka sér þessar áherslur - sem skilar sér í betri byggingum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í byggingu íbúða á Íslandi, einkum í þéttbýli. Þétting byggðar hefur leitt til þess að fjölmargar íbúðir rísa nú á svæðum sem þegar voru mótuð af byggð. Þar er rými milli bygginga oft takmarkað og ásýnd hverfa mótast af fjölbreyttum byggingarstílum og hæðum. Þessi þróun getur stuðlað að betri landnotkun og nýtingu innviða ef farið er rétt að hlutunum en felur jafnframt í sér nýjar áskoranir fyrir hönnuði og skipulagsyfirvöld. Ein af þeim áskorunum er dagsbirtan en það sem skiptir máli fyrir íbúana er hvernig megi tryggja góða dagsbirtu inni í húsunum. Nýlega var gefin út skýrsla með niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem nefnist „Dagsbirta í íbúðarbyggð við íslenskar aðstæður“.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að dagsbirtan gerir okkur kleift að skynja form, liti og hreyfingu sem dregur úr streitu og slysum. Einnig stjórnar sólarljósið dægursveiflum eða innri „klukku“ líkamans sem samhæfir svefn, vöku, hormóna, efnaskipti og tilfinningalegt jafnvægi. Þannig bætir morgunbirtan árvekni og svefn en kvöldbirtan undirbýr líkamann fyrir hvíld. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga markvisst að dagsbirtuhönnun strax á skipulags- og hönnunarstigum húsa. Hvernig tryggjum við að svo sé gert? Í núgildandi byggingarreglugerð er umfjöllun um dagsbirtu af skornum skammti. Grein 6.7.2. segir að „samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skuli ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1m2.“ Auk þess segir að íbúðir skuli njóta „fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta“ og að „í djúpum byggingum beri að huga sérstaklega að aukinni lofthæð svo að dagsbirtu gæti innan íbúðar.“ Sérfræðingar hafa gagnrýnt þessar kröfur og segja þær mjög takmarkaðar og ófullnægjandi. Vinna við endurskoðun hefur þó verið hafin en í dag er ár síðan tillagan var birt í samráðsgátt. Þar er lagt til að bæta við nýjum kafla í byggingarreglugerð þar sem skýrar kröfur eru gerðar til dagsbirtu í íverurýmum. Í einhverjum tilfellum hefur skortur á kröfum um dagsbirtu haft sýnileg áhrif á gæði nýrra íbúða og byggðar. Umhverfisvottanir, eins og Svanurinn, BREEAM og fleiri, ganga almennt lengra en reglugerðir. Þegar kemur að byggingum er það bæði til að tryggja góða innivist og stuðla að heilsusamlegu og sjálfbæru umhverfi. Í Svansvottuðum byggingum er krafa gerð um að birta eða svokallað dagsbirtugildi sé reiknað fyrir helstu íverurými bygginga. Það segir til um hversu mikið náttúrulegt ljós frá himni nær inn í herbergi miðað við dagsbirtuna úti. Gildið þarf að vera innan ákveðinna marka: Ekki of lágt því það segir okkur að rýmið njóti ekki nægilegrar dagsbirtu Ekki of hátt af því að það getur orðið til þess að rými séu of björt og að þau geti ofhitnað Til að tryggja að gildin séu innan marka þarf að huga að þessu í hönnunarferlinu. Það getur orðið til þess að hönnuðir þurfi að aðlaga lögun, dýpt íbúða, gluggastærð og fleira til að ná settum markmiðum. Í vottunarferlinu þarf svo að sýna fram á útreikninga sem staðfesta gildin. Allar Svansvottaðar nýbyggingar þurfa að standast kröfur um dagsbirtu, sem tryggir að hönnun taki mið af líðan og heilsu fólks. Með því að gera dagsbirtu að mælanlegri og ófrávíkjanlegri kröfu stuðlar Svansvottunin að bættri innivist, minni þörf á raflýsingu og heilnæmari byggingum þar sem fólk upplifir jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Nú þegar hefur töluverður fjöldi Svansvottaðra íbúða komið á markað hér á landi, sem sýnir að byggingargeirinn er smám saman að tileinka sér þessar áherslur - sem skilar sér í betri byggingum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar