Losunarsvið 3 Sigurpáll Ingibergsson skrifar 13. desember 2023 07:32 COP 28 ráðstefnan í Dubai lýkur formlega í dag, það er því tilefni að skoða losunarsvið 3 í loftslagsbókhaldi fyrirtækja. Losunarsvið 3 (e. scope3) sýnir losun í virðiskeðju fyrirtækja. Bæði ílag og frálag. Losunarmælingar í virðiskeðjunni eru nauðsynlegar til að fyrirtæki skilji rekstur sinn og ábyrgð og lykilatriði til að ná kolefnishlutleysi (Net Zero emissions). Í GHG staðlinum eru skilgreindir upp 15 losunarþættir. Þeir hafa verið valkvæðir en mun verða skylda á komandi árum með auknum kröfum alþjóðasamfélagsins. En ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna er mikil og þau verða að axla hana með því að kortleggja losunarsvið 3 vandlega. Í rannsókn sem gerð á sjálfbærniskýrslum 3.200 fyrirtækja sem eru í MSCI World vísitölunni þá var niðurstaðan: 88% losunar er í losunarsviði 3. GHG Protocol hefur gefið út að 79% af losun sé í umfangi 3 og Carbon Trust research áætlar að losunin sé 65-95% í umfangi 3. Mikilvægi losunarsviðs 3 felst í því að þar er stærsti hluti í heildar kolefnisfótspori fyrirtækis. Þó að losun sé mismunandi eftir atvinnugreinum. Með því að kortleggja losunarsvið 3 geta fyrirtæki haft yfirgripsmeiri og heildstæðari nálgun til að draga úr heildar umhverfisáhrifum sínum. Helstu kostir aðrir en að ná markmiði um kolefnishlutleysi eru: Alhliða áhrif, draga úr áhættu, þátttaka hagsmunaaðila og nýsköpunartækifæri. Skoðum stöðuna í losunarsviðum hjá íslenskum fyrirtækjum sem losa meira en 20 þúsund tonn CO2. Rauður litur í losunarsviðum segir að losunarbókhald er óviðunandi. Grænt þýðir að losunartala er rétt. Gulur litur er nálægt markmiði. Blár litur hjá Samherja er áætlun en fyrirtækið hefur ekki birt loftslagsbókhald sitt opinberlega. Niðurstaðan er að aðeins rúm 100 þúsund tonn CO2 eða 2% losunar er í losunarsviði 3, virðiskeðjunni og það er mjög slök útkoma. Þegar öll fyrirtæki á Íslandi eru skoðuð, þá hækkar talan í 9%. Litlu fyrirtæki eru að standa sig miklu betur. Flugfélagið Play er með nokkuð gott loftslagsbókhald og eina sem uppfyllir alþjóðlega kröfur. Orkufyrirtækin geta gert betur en á góðri leið. Landsvirkjun er með vottun frá CDP en skv. gögnum frá CDP þá lítur út að eitthvað sé enn vantalið. Sjávarútvegsfyrirtækin sýna framfarir á hverju ári. Álfyrirtækin þrjú skila núll í losunarsviðið 3, það sýnir algert áhuga- og metnaðarleysi. Þó má hrósa ÍSAL fyrir að gera vel í losunarsviði 2, orkunotkun. Hellnasker, hugveita í sjálfbærni, hefur reiknað út líklega niðurstöðu úr losunarsviðunum þrem og telur að svona eigi loftslagsbókhald fyrirtækjanna að vera. Heimildir: CDP, sjálfbærniskýrslur og lífsferilsgreiningar. Losun í virðiskeðjunni er áætluð tæplega 9 milljón tonn CO2 eða 66% hlutfall af losunarsviði 3. Álfyrirtækin skulda að gefa upp rúmlega 5 milljón tonn. Kísiliðjurnar tvær, Elkem og PCC Bakki Silicon skulda 2,2 milljón tonn CO2 en mest óvissa er með þessa tölu. Það er krafa um að lönd og stórfyrirtæki fylgi markmiðum Parísarsamkomulagsins og dragi úr losun um 50% fyrir 2030. Hefðu þessi fyrirtæki kortlagt losun í losunarsviði 3, þá væru þau að vinna að því að draga úr losun um tæplega 4,5 milljón tonn en þegar ekkert er gefið upp, þá þurfa menn ekki að greiða skatt. Vissulega er megnið af losuninni erlendis en allt tengist og neikvæðu áhrifin koma niður á okkur öllum. Eins og sjá má þá getur hlutfall losunar verið breytilegt á milli atvinnugeira. Í flugi eru 80% losunar í losunarsviði 1 en 77% í losunarsviði 3 hjá álframleiðendum. Stóru losunarfyrirtækin á Íslandi eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð, stjórnvöld þurfa að taka frumkvæðið með réttlátum umskiptum í loftslagsmálum, setja þarf neyðarlög (herlög) og skylda fyrirtækin til að gera metnaðarfulla aðgerðaráætlun sem stjórnvöld fylgja eftir. Ljóst er að Íslendingar þurfa að taka sig verulega á ef Parísarsamkomulagið 2030 og markmiði kolefnishlutleysi 2040 á að nást. Það er allt of ódýrt að menga! Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
COP 28 ráðstefnan í Dubai lýkur formlega í dag, það er því tilefni að skoða losunarsvið 3 í loftslagsbókhaldi fyrirtækja. Losunarsvið 3 (e. scope3) sýnir losun í virðiskeðju fyrirtækja. Bæði ílag og frálag. Losunarmælingar í virðiskeðjunni eru nauðsynlegar til að fyrirtæki skilji rekstur sinn og ábyrgð og lykilatriði til að ná kolefnishlutleysi (Net Zero emissions). Í GHG staðlinum eru skilgreindir upp 15 losunarþættir. Þeir hafa verið valkvæðir en mun verða skylda á komandi árum með auknum kröfum alþjóðasamfélagsins. En ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna er mikil og þau verða að axla hana með því að kortleggja losunarsvið 3 vandlega. Í rannsókn sem gerð á sjálfbærniskýrslum 3.200 fyrirtækja sem eru í MSCI World vísitölunni þá var niðurstaðan: 88% losunar er í losunarsviði 3. GHG Protocol hefur gefið út að 79% af losun sé í umfangi 3 og Carbon Trust research áætlar að losunin sé 65-95% í umfangi 3. Mikilvægi losunarsviðs 3 felst í því að þar er stærsti hluti í heildar kolefnisfótspori fyrirtækis. Þó að losun sé mismunandi eftir atvinnugreinum. Með því að kortleggja losunarsvið 3 geta fyrirtæki haft yfirgripsmeiri og heildstæðari nálgun til að draga úr heildar umhverfisáhrifum sínum. Helstu kostir aðrir en að ná markmiði um kolefnishlutleysi eru: Alhliða áhrif, draga úr áhættu, þátttaka hagsmunaaðila og nýsköpunartækifæri. Skoðum stöðuna í losunarsviðum hjá íslenskum fyrirtækjum sem losa meira en 20 þúsund tonn CO2. Rauður litur í losunarsviðum segir að losunarbókhald er óviðunandi. Grænt þýðir að losunartala er rétt. Gulur litur er nálægt markmiði. Blár litur hjá Samherja er áætlun en fyrirtækið hefur ekki birt loftslagsbókhald sitt opinberlega. Niðurstaðan er að aðeins rúm 100 þúsund tonn CO2 eða 2% losunar er í losunarsviði 3, virðiskeðjunni og það er mjög slök útkoma. Þegar öll fyrirtæki á Íslandi eru skoðuð, þá hækkar talan í 9%. Litlu fyrirtæki eru að standa sig miklu betur. Flugfélagið Play er með nokkuð gott loftslagsbókhald og eina sem uppfyllir alþjóðlega kröfur. Orkufyrirtækin geta gert betur en á góðri leið. Landsvirkjun er með vottun frá CDP en skv. gögnum frá CDP þá lítur út að eitthvað sé enn vantalið. Sjávarútvegsfyrirtækin sýna framfarir á hverju ári. Álfyrirtækin þrjú skila núll í losunarsviðið 3, það sýnir algert áhuga- og metnaðarleysi. Þó má hrósa ÍSAL fyrir að gera vel í losunarsviði 2, orkunotkun. Hellnasker, hugveita í sjálfbærni, hefur reiknað út líklega niðurstöðu úr losunarsviðunum þrem og telur að svona eigi loftslagsbókhald fyrirtækjanna að vera. Heimildir: CDP, sjálfbærniskýrslur og lífsferilsgreiningar. Losun í virðiskeðjunni er áætluð tæplega 9 milljón tonn CO2 eða 66% hlutfall af losunarsviði 3. Álfyrirtækin skulda að gefa upp rúmlega 5 milljón tonn. Kísiliðjurnar tvær, Elkem og PCC Bakki Silicon skulda 2,2 milljón tonn CO2 en mest óvissa er með þessa tölu. Það er krafa um að lönd og stórfyrirtæki fylgi markmiðum Parísarsamkomulagsins og dragi úr losun um 50% fyrir 2030. Hefðu þessi fyrirtæki kortlagt losun í losunarsviði 3, þá væru þau að vinna að því að draga úr losun um tæplega 4,5 milljón tonn en þegar ekkert er gefið upp, þá þurfa menn ekki að greiða skatt. Vissulega er megnið af losuninni erlendis en allt tengist og neikvæðu áhrifin koma niður á okkur öllum. Eins og sjá má þá getur hlutfall losunar verið breytilegt á milli atvinnugeira. Í flugi eru 80% losunar í losunarsviði 1 en 77% í losunarsviði 3 hjá álframleiðendum. Stóru losunarfyrirtækin á Íslandi eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð, stjórnvöld þurfa að taka frumkvæðið með réttlátum umskiptum í loftslagsmálum, setja þarf neyðarlög (herlög) og skylda fyrirtækin til að gera metnaðarfulla aðgerðaráætlun sem stjórnvöld fylgja eftir. Ljóst er að Íslendingar þurfa að taka sig verulega á ef Parísarsamkomulagið 2030 og markmiði kolefnishlutleysi 2040 á að nást. Það er allt of ódýrt að menga! Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun