Gleymda fólkið Anita da Silva Bjarnadóttir. skrifar 11. desember 2023 16:01 Heill og sæll hæstvirtur landlæknir. Nú er komin upp sú staða að gigtarlæknirinn minn og margra, maður sem sór eið til að lækna og bjargar lífi og geðheilsu okkar verkjasjúklinga sem annars mæta engum skilning og engu nema fordómum í þessu skelfilega heilbrigðiskerfi þínu, hefur verið sviptur lyfjaréttindum. Árni Tómas Ragnarsson. Yndislegur maður og einn af örfáum læknum með hjartað a réttum stað og allur af vilja gerður til að hlusta, trúa og lækna. Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk- fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf. En þar vandast málin því hann sinnir einnig fólki eins og mér. Alvarlegum verkjasjúkling sem eins og fíklarnir, mæti fordómum, neitun og skilningsleysi vegna sjúkdóms sem ég ber ekki utan á mér. Ég er alltaf vel til höfð, sæist aldrei á mér að ég ligg í rúminu að kveljast ef ég fer út á meðal fólks. Ég þarf að velja og hafna hvað ég geri af því ég þarf alltaf að borga líkamlega fyrir allt næsta dag. Sjúklingur sem hefur aldrei misnotað lyfin sín, en er nú í lausu lofti með aðstoð eða hvert á að leita til þess að fá sín lyf og getað verið partur af samfélaginu- unnið, séð um barnið mitt og hreyft mig. Og við erum mörg sem stöndum nú frammi fyrir að vera með í maganum yfir því að þurfa annað hvort að vera á löngum biðlista eftir nýjum gigtarlækni sem líklegast sýnir heldur engan skilning þar sem vefjagigt er meira taugasjúkdómur en gigt og því ekki nóg að taka eina íbúfen og fara í heitt bað eða göngutúr. Eða, að þurfa að stífla heilsugæslurnar í leit að heimilislækni sem er til í að hlusta og halda sömu meðferð áfram- þetta er ekki boðlegt. Það er ekki boðlegt og hreint út sagt ógeðslegt að við sem ekki erum fíklar þurfum að leita og bíða og vona að fá hjálp, vegna örfárra sem misnota lyf. Þar sem jú það er bara mjög lítil prósenta fólks. Hvað með okkur hin? Fyrir utan að nú munið þið hafa það blóð á ykkar höndum að þeir fíklar sem fengu meðferð fara út á götu og kaupa sér fentanyl og deyja. En ykkur er sama um þennan hóp að sjálfsögðu. Ég skora á þig að veita honum aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum. Þetta er skammarlegt og vanhæf ákvörðun þar sem hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í, og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er. Það mun kosta ríkið ansi háar fjárhæðir að gera það ekki og mun stífla allt kerfið að þurfa leita til fagaðila sem þekkja þennan sjúkdóm ekki neitt. Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þið kannski viljið að verkjasjúklingar liggi heima og séu ekki fyrir, á bótum og jafnvel leita á svartan markað fyrir verkjastillingu. Við bökkum ekki með þetta og gerum veður yfir þessu í fjölmiðlum ef þetta verður svona. Það verða mótmæli á morgun þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM. Árni Tómas Ragnarsson er einn örfárra lækna sem þið ættuð að vera ánægð með, hann sór Hippókratesareið þess efnis að sinna sjúkum og hefur gert með skilning, mannúð og samúð í fyrirrúmi. Eitthvað sem hæstvirt embætti mætti taka til sín. Mbk Anita da Silva Bjarnadóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Sjá meira
Heill og sæll hæstvirtur landlæknir. Nú er komin upp sú staða að gigtarlæknirinn minn og margra, maður sem sór eið til að lækna og bjargar lífi og geðheilsu okkar verkjasjúklinga sem annars mæta engum skilning og engu nema fordómum í þessu skelfilega heilbrigðiskerfi þínu, hefur verið sviptur lyfjaréttindum. Árni Tómas Ragnarsson. Yndislegur maður og einn af örfáum læknum með hjartað a réttum stað og allur af vilja gerður til að hlusta, trúa og lækna. Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk- fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf. En þar vandast málin því hann sinnir einnig fólki eins og mér. Alvarlegum verkjasjúkling sem eins og fíklarnir, mæti fordómum, neitun og skilningsleysi vegna sjúkdóms sem ég ber ekki utan á mér. Ég er alltaf vel til höfð, sæist aldrei á mér að ég ligg í rúminu að kveljast ef ég fer út á meðal fólks. Ég þarf að velja og hafna hvað ég geri af því ég þarf alltaf að borga líkamlega fyrir allt næsta dag. Sjúklingur sem hefur aldrei misnotað lyfin sín, en er nú í lausu lofti með aðstoð eða hvert á að leita til þess að fá sín lyf og getað verið partur af samfélaginu- unnið, séð um barnið mitt og hreyft mig. Og við erum mörg sem stöndum nú frammi fyrir að vera með í maganum yfir því að þurfa annað hvort að vera á löngum biðlista eftir nýjum gigtarlækni sem líklegast sýnir heldur engan skilning þar sem vefjagigt er meira taugasjúkdómur en gigt og því ekki nóg að taka eina íbúfen og fara í heitt bað eða göngutúr. Eða, að þurfa að stífla heilsugæslurnar í leit að heimilislækni sem er til í að hlusta og halda sömu meðferð áfram- þetta er ekki boðlegt. Það er ekki boðlegt og hreint út sagt ógeðslegt að við sem ekki erum fíklar þurfum að leita og bíða og vona að fá hjálp, vegna örfárra sem misnota lyf. Þar sem jú það er bara mjög lítil prósenta fólks. Hvað með okkur hin? Fyrir utan að nú munið þið hafa það blóð á ykkar höndum að þeir fíklar sem fengu meðferð fara út á götu og kaupa sér fentanyl og deyja. En ykkur er sama um þennan hóp að sjálfsögðu. Ég skora á þig að veita honum aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum. Þetta er skammarlegt og vanhæf ákvörðun þar sem hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í, og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er. Það mun kosta ríkið ansi háar fjárhæðir að gera það ekki og mun stífla allt kerfið að þurfa leita til fagaðila sem þekkja þennan sjúkdóm ekki neitt. Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þið kannski viljið að verkjasjúklingar liggi heima og séu ekki fyrir, á bótum og jafnvel leita á svartan markað fyrir verkjastillingu. Við bökkum ekki með þetta og gerum veður yfir þessu í fjölmiðlum ef þetta verður svona. Það verða mótmæli á morgun þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM. Árni Tómas Ragnarsson er einn örfárra lækna sem þið ættuð að vera ánægð með, hann sór Hippókratesareið þess efnis að sinna sjúkum og hefur gert með skilning, mannúð og samúð í fyrirrúmi. Eitthvað sem hæstvirt embætti mætti taka til sín. Mbk Anita da Silva Bjarnadóttir.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun