Körfubolti

Höttur og Tinda­stóll á­fram í bikarnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Callum Lawson faðmar þjálfara sinn, Pavel Ermolinskij.
Callum Lawson faðmar þjálfara sinn, Pavel Ermolinskij. Vísir/Hulda Margrét

Alls fóru þrír leikir fram í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í dag.Höttur og Tindastóll eru komin áfram eftir efstu deildarslagi gegn Hamri og Breiðabliki. Stjarnan vann einnig öruggan sigur á Ármanni.

Höttur mætti Hamri í Hveragerði og vann tveggja stiga sigur, lokatölur 82-84. Obadiah Trotter og Deontaye Buskey stigahæstir hjá Hetti með 17 stig hvor. Hjá Hamri var Jalen Moore stigahæstur með 25 stig á meðan Franck Kamgain skoraði 20 stig.

Íslandsmeistarar Tindastóls unnu átta stiga sigur í Smáranum, lokatölur 81-89. Callum Lawson var stigahæstur hjá Stólunum með 29 stig. Davis Geks kom þar á eftir með 20 stig hjá gestunum. Keith Jordan skoraði 28 stig í liði Breiðabliks.

Stjarnan gekk frá Ármanni, lokatölur 102-74. Kristján Fannar Ingólfsson og James Ellisor voru stigahæstir hjá Stjörnunni með 15 stig hvor en alls skoruðu sex leikmenn liðsins yfir 10 stig.

Á morgun fara svo fjórir leikir fram. Selfoss mætir Keflavík, KR mætir Þrótt Vogum, Álftanes mætir Fjölni og Grindavík mætir Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×