Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 16:18 Verðirnir unnu sinn fyrsta dag á endurvinnslustöð Sorpu í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi/Vilhelm Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu segir fyrirtækið hafa gripið til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina við Ánanaust úti á Granda vegna þess að óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina, bæði flöskur og dósir og raftæki. „Þeir hafa brugðist þannig við afskiptum starfsfólks okkar að við töldum ástæðu til þess að kalla eftir auknu öryggi á þessari tilteknu stöð,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Það hafi slegið í brýnu milli starfsfólks og óprúttnu aðilanna. „Og það er ekki eitthvað sem við bjóðum okkar starfsfólki upp á,“ segir Gunnar. Hann segir tvo öryggisverði standa vaktina vegna þess að Öryggismiðstöðin sendi ekki einn vörð inn í ókunnugar aðstæður. Heimildin greindi frá því í morgun að framkvæmdastjóri Grænna skáta hafi rökstuddan grun fyrir því að skipulagðir glæpahópar erlendis hafi um tveggja ára skeið herjað á söfnunargáma og stolið úr þeim dósum. Mál Sorpu er því ekki einsdæmi. Gunnar segir stöðuna sem upp er komin ekki hafa komið upp áður. Þá segir hann viðbragðstíma lögreglu ekki hafa verið slíkur að hægt hefði verið að reiða sig á það. „Þannig að þetta er okkar viðbragð við þessum aðstæðum,“ segir Gunnar. Hann segir öryggisverði koma líklega til með að vakta svæðið á meðan ástandið batnar. Að sögn hans virðist öryggisgæslan bera tilætlaðan árangur. Hann viti ekki til þess að upp hafi komið atvik síðan henni var komið fyrir. Sorpa Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu segir fyrirtækið hafa gripið til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina við Ánanaust úti á Granda vegna þess að óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina, bæði flöskur og dósir og raftæki. „Þeir hafa brugðist þannig við afskiptum starfsfólks okkar að við töldum ástæðu til þess að kalla eftir auknu öryggi á þessari tilteknu stöð,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Það hafi slegið í brýnu milli starfsfólks og óprúttnu aðilanna. „Og það er ekki eitthvað sem við bjóðum okkar starfsfólki upp á,“ segir Gunnar. Hann segir tvo öryggisverði standa vaktina vegna þess að Öryggismiðstöðin sendi ekki einn vörð inn í ókunnugar aðstæður. Heimildin greindi frá því í morgun að framkvæmdastjóri Grænna skáta hafi rökstuddan grun fyrir því að skipulagðir glæpahópar erlendis hafi um tveggja ára skeið herjað á söfnunargáma og stolið úr þeim dósum. Mál Sorpu er því ekki einsdæmi. Gunnar segir stöðuna sem upp er komin ekki hafa komið upp áður. Þá segir hann viðbragðstíma lögreglu ekki hafa verið slíkur að hægt hefði verið að reiða sig á það. „Þannig að þetta er okkar viðbragð við þessum aðstæðum,“ segir Gunnar. Hann segir öryggisverði koma líklega til með að vakta svæðið á meðan ástandið batnar. Að sögn hans virðist öryggisgæslan bera tilætlaðan árangur. Hann viti ekki til þess að upp hafi komið atvik síðan henni var komið fyrir.
Sorpa Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira