Viðskipti innlent

Bóka­sam­lagið og Jun­kyard sam­einast í Val­kyrjuna

Lovísa Arnardóttir skrifar
Formleg opnun á nýjum stað er í janúar.
Formleg opnun á nýjum stað er í janúar. Samsett

Vegan kaffihúsið, Bókasamlagið, og vegan veitingastaðurinn, Junkyard, sameinast og verða Valkyrjan, Bistró & bar. Nýr veitingastaður verður rekinn í húsnæði Bókasamlagsins í Skipholti og opnar formlega þann 2. janúar.

Frá þessu er greint í tilkynningu á Facebook-síðum staðanna. Eigandi Bókasamlagsins er Kikka M. Sigurðardóttir og eigandi Junkyard er Daniel Ivanovici. Hann er einnig eigandi Vegan búðarinnar. Henni var nýlega lokað en tilkynnt að hún yrði síðar aðgengileg sem vefverslun.

„Það er mér mikil ánægja að tilkynna að Bókasamlagið og Junkyard eru að sameinast undir einu þaki í Skipholti 19. Við erum búin að liggja undir feldi í nokkra mánuði og ræða sameininguna og niðurstaðan var að opna „nýjan“ stað sem er byggður á grunni Junkyard og Bóksamlagsins,“ segir í tilkynningunni.

Matseðilinn mun samanstanda af matseðlinum frá Junkyard og Bókasamlaginu, með nokkrum nýjungum.

„Við munum t.d. vera með dögurð/bröns hlaðborð allar helgar þar sem borð munu svigna undan kræsingum og er fyrsta hlaðaborðið á sjálfan 13dann (6. janúar) þar sem áskrifendum Valkyrjunnar/Junkyard verður boðið að koma og smakka á kræsingunum,“ segir í tilkynningunni.

Sem dæmi um það sem verður á boði í dögurðinum er Mungbauna hræru, pylsur, brauð, reykt löx, jógúrt, vöfflur og fleira og fleira.


Tengdar fréttir

Vegan búðinni lokað en eigandinn trúir á kraftaverk

Vegan búðinni í Skeifunni í Reykjavík verður lokað á næstunni. Eigandi matvöruverslunarinnar segir ástæðuna vera hátt leiguverð og krefjandi aðstæður til innflutnings. Hann trúi þó á kraftaverk.

Vegan búðin í hendur Jun­kyard

Vegan Junk ehf., sem rekur skyndibitastaðinn Junkyard og framleiðir matvöru frá sama merki, festi á dögunum kaup á Vegan búðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×