Innlent

Stöðvuðu öku­mann sem reyndist vera eftir­lýstur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglu. Þar kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af þó nokkrum fjölda ökumanna sem óku undir áhrifum ýmist áfengis eða fíkniefna.

Þannig hafði lögregla til að mynda afskipti af manni sem hafði brotist inn í bíl í Hlíðahverfi. Þá leitar lögregla þess sem kveikti í bíl í Hólahverfi í Breiðholti í nótt.

Lögregla aðstoðaði jafnframt mann sem lá ofurölvi í strætóskýli í Árbænum í Reykjavík. Sökum ástands var ekki með nokkru móti hægt að fá hann til að segja lögreglu hvar hann ætti heima og varð niðurstaðan sú að hann gistir fangaklefa þar til ástand hans lagast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×