Mannréttindi allra kvenna Stella Samúelsdóttir skrifar 10. desember 2023 08:01 Á alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag 10. desember fögnum við 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er enn í dag undirstaða alþjóðlegs mannréttindakerfis okkar og grundvöllur alþjóðlegra mannréttindasamninga sem ríki heims hafa skuldbundið sig til að byggja á. UN Women á Íslandi vill árétta að UN Women stendur með mannréttindum allra kvenna og stúlkna, alltaf og alls staðar. UN Women er alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarstofnun og eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu jafnréttis. Sundrungin sem við sjáum svo víða hefur aukist og ógnar bæði lýðræði og alþjóðasamstarfi. Gildi UN Women eru enn sem fyrr gagnsæi, hlutleysi, ábyrgð og virðing fyrir sáttmálum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Starf UN Women hefur líklega aldrei verið jafnmikilvægt og á tímum sem þessum þegar við verðum ítrekað vitni að því að konur missa áunnin réttindi sín á einu augabragði, þar sem upplýsingaóreiðu og falsfréttum, sem við höfum svo sannarlega ekki farið varhluta af um okkar eigin störf, er beitt í áróðursskyni gegn mannréttindum og vopnuð átök færast í vöxt. Fleiri en 108 milljónir voru á flótta í heiminum í lok árs 2022. Þessi tala er nú orðin enn hærri vegna átakanna í Súdan og Gaza og mun halda áfram að hækka á næstu árum m.a. vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þverrandi auðlinda. UN Women á Íslandi ítrekar að allar konur og stúlkur, þar með taldar konur og stúlkur í Ísrael og Palestínu, eiga rétt á lífi án ofbeldis. Kynbundið ofbeldi er gróft brot á mannréttindum kvenna og stúlkna sem verður að uppræta. Við vitum að kynbundnu ofbeldi og nauðgunum er alltof oft beitt sem vopni í stríðsátökum. UN Women tekur undir ákall framkvæmdastjóra SÞ um að rannsaka þurfi allar fregnir um að kynbundnu ofbeldi hafi verið beitt í átökum og gerendur í slíkum málum sóttir til saka. Þá er mikilvægt að þolendur hljóti viðeigandi aðstoð og að réttindi þeirra séu tryggð. UN Women hefur hvað eftir annað kallað eftir vopnahléi og friði í Palestínu og Ísrael og að alþjóðalög séu virt í hvívetna. UN Women hefur einnig krafist þess ítrekað að öllum gíslum verði sleppt og að neyðaraðstoð fái að berast óhindrað til Gaza. UN Women styður við störf óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur til rannsóknar mannréttindabrot og brot á alþjóðalögum, þar með talið tilkynningar um kynbundna ofbeldisglæpi. Þessi nefnd hóf störf skömmu eftir árásir Hamas í Ísrael 7. október sl. Með þessi gildi að leiðarljósi og með ykkar stuðningi munum við saman halda áfram að vinna í þágu mannúðar og jafnréttis um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Á alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag 10. desember fögnum við 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er enn í dag undirstaða alþjóðlegs mannréttindakerfis okkar og grundvöllur alþjóðlegra mannréttindasamninga sem ríki heims hafa skuldbundið sig til að byggja á. UN Women á Íslandi vill árétta að UN Women stendur með mannréttindum allra kvenna og stúlkna, alltaf og alls staðar. UN Women er alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarstofnun og eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu jafnréttis. Sundrungin sem við sjáum svo víða hefur aukist og ógnar bæði lýðræði og alþjóðasamstarfi. Gildi UN Women eru enn sem fyrr gagnsæi, hlutleysi, ábyrgð og virðing fyrir sáttmálum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Starf UN Women hefur líklega aldrei verið jafnmikilvægt og á tímum sem þessum þegar við verðum ítrekað vitni að því að konur missa áunnin réttindi sín á einu augabragði, þar sem upplýsingaóreiðu og falsfréttum, sem við höfum svo sannarlega ekki farið varhluta af um okkar eigin störf, er beitt í áróðursskyni gegn mannréttindum og vopnuð átök færast í vöxt. Fleiri en 108 milljónir voru á flótta í heiminum í lok árs 2022. Þessi tala er nú orðin enn hærri vegna átakanna í Súdan og Gaza og mun halda áfram að hækka á næstu árum m.a. vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þverrandi auðlinda. UN Women á Íslandi ítrekar að allar konur og stúlkur, þar með taldar konur og stúlkur í Ísrael og Palestínu, eiga rétt á lífi án ofbeldis. Kynbundið ofbeldi er gróft brot á mannréttindum kvenna og stúlkna sem verður að uppræta. Við vitum að kynbundnu ofbeldi og nauðgunum er alltof oft beitt sem vopni í stríðsátökum. UN Women tekur undir ákall framkvæmdastjóra SÞ um að rannsaka þurfi allar fregnir um að kynbundnu ofbeldi hafi verið beitt í átökum og gerendur í slíkum málum sóttir til saka. Þá er mikilvægt að þolendur hljóti viðeigandi aðstoð og að réttindi þeirra séu tryggð. UN Women hefur hvað eftir annað kallað eftir vopnahléi og friði í Palestínu og Ísrael og að alþjóðalög séu virt í hvívetna. UN Women hefur einnig krafist þess ítrekað að öllum gíslum verði sleppt og að neyðaraðstoð fái að berast óhindrað til Gaza. UN Women styður við störf óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur til rannsóknar mannréttindabrot og brot á alþjóðalögum, þar með talið tilkynningar um kynbundna ofbeldisglæpi. Þessi nefnd hóf störf skömmu eftir árásir Hamas í Ísrael 7. október sl. Með þessi gildi að leiðarljósi og með ykkar stuðningi munum við saman halda áfram að vinna í þágu mannúðar og jafnréttis um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun