NEI, NEI og aftur NEI Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 8. desember 2023 12:00 Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum. Ár eftir ár, hefur Flokkur fólksins lagt til að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með frumvarpi um að fjárhæðir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu. En þá segja ríkistjórnaflokkanir NEI. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing grænt framboð hafa margoft kosið gegn frumvarpi okkar um að leiðrétta kjaragliðnun og koma í veg fyrir vaxandi fátækt hjá þessum hópi. Undanfarin þrjú ár hefur þingheimur þó sammælst um að öryrkjar fái greiddan jólabónus og munu þeir til allrar hamingju fá sömu eingreiðslu fyrir þessi jól. Af óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnarflokkarnir hins vegar greitt atkvæði gegn því að sárafátækt eldra fólk sem lifir eingöngu á almannatryggingakerfinu fái jólabónus. Svar stjórnarflokkanna er kjarnyrt; NEI! Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn 66.381 krónum skatta og skerðingarlaust. Kostnaðurinn er örsmár í stóra samhenginu, eða rétt rúmar 140 milljónir. Ríkisstjórnin hefur fundið umtalsvert hærri fjárhæðir fyrir ýmis gæluverkefni. Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin fjárheimildir fyrir 3 milljarða króna leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi síðasta vor. 16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda, málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu síðan. Ný og stórkostleg húsakynni banka, ráðuneyta og Alþingis kosta fleiri milljarða. Jafnvel er farið fram á hundrað milljón krónu styrk til vellauðgura stórfyrirtækja eins og Samherja til breyta ísfisktogara félagsins svo skipið geti nýtt „grænt rafeldsneyti“, þrátt fyrir að Samherji hafi alla burði til að greiða fyrir orkuskiptin sjálfir. Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga býr við algjöra neyð. Flokkur fólksins mun aftur í næstu viku leggja fram breytingartillögu um að veita verst setta eldra fólkinu jólabónus eins og öryrkjar fá. Sjáum hvort að stjórnvöld sjái að sér eða segi aftur NEI. Höfundur er þingflokksmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum. Ár eftir ár, hefur Flokkur fólksins lagt til að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með frumvarpi um að fjárhæðir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu. En þá segja ríkistjórnaflokkanir NEI. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing grænt framboð hafa margoft kosið gegn frumvarpi okkar um að leiðrétta kjaragliðnun og koma í veg fyrir vaxandi fátækt hjá þessum hópi. Undanfarin þrjú ár hefur þingheimur þó sammælst um að öryrkjar fái greiddan jólabónus og munu þeir til allrar hamingju fá sömu eingreiðslu fyrir þessi jól. Af óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnarflokkarnir hins vegar greitt atkvæði gegn því að sárafátækt eldra fólk sem lifir eingöngu á almannatryggingakerfinu fái jólabónus. Svar stjórnarflokkanna er kjarnyrt; NEI! Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn 66.381 krónum skatta og skerðingarlaust. Kostnaðurinn er örsmár í stóra samhenginu, eða rétt rúmar 140 milljónir. Ríkisstjórnin hefur fundið umtalsvert hærri fjárhæðir fyrir ýmis gæluverkefni. Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin fjárheimildir fyrir 3 milljarða króna leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi síðasta vor. 16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda, málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu síðan. Ný og stórkostleg húsakynni banka, ráðuneyta og Alþingis kosta fleiri milljarða. Jafnvel er farið fram á hundrað milljón krónu styrk til vellauðgura stórfyrirtækja eins og Samherja til breyta ísfisktogara félagsins svo skipið geti nýtt „grænt rafeldsneyti“, þrátt fyrir að Samherji hafi alla burði til að greiða fyrir orkuskiptin sjálfir. Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga býr við algjöra neyð. Flokkur fólksins mun aftur í næstu viku leggja fram breytingartillögu um að veita verst setta eldra fólkinu jólabónus eins og öryrkjar fá. Sjáum hvort að stjórnvöld sjái að sér eða segi aftur NEI. Höfundur er þingflokksmaður Flokks fólksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun