„Hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. desember 2023 22:46 Það er álag á Jóhann Þór og Grindvíkinga þessa dagana Vísir/Vilhelm Grindvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á „heimavelli“ gegn Stjörnunni í leik sem varð æsispennandi en lokatölur leiksins urðu 87-88. Grindvíkingar fengu 14 sekúndur eftir leikhlé til að tryggja sér sigurinn en lokasóknin leit ekki vel út og virtist leikkerfið sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, teiknaði upp ekki hafa gengið upp í framkvæmd. Jóhann staðfesti það í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að „hunt switch-a“ Hlyn. Hann [Dedrick Basile] átti að ráðast á hann í staðinn fyrir að bakka aftur út. Ég er bara svekktur sko.“ Grindvíkingar voru komnir í nokkuð djúpa holu eftir fyrri hálfleik og munaði þar mestu um að liðið hitti aðeins úr tveimur þriggjastiga skotum í 22 tilraunum. Jóhann tók undir þá greiningu að ef liðið hefði hitt á þó ekki nema undir meðallagi skotdag hefði leikurinn þróast all öðruvísi. „Algjörlega. Við erum ennþá að skjóta boltanum mjög illa og erum held ég fimm af þrjátíu og eitthvað í þriggjastiga. Erum ósáttir mögulega við 6-7 skot en það er bara körfubolti. Við vorum öfugmegin við strikið í kvöld og hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana. Það er fúlt en við getum ekkert staldrað við þetta. Erum að spila risa leik á mánudaginn og það bara áfram gakk.“ Jóhann var þó ánægður með margt í leik sinna manna og þetta væri eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik. „Klárlega ákveðin framför, klárlega frammistaða. En það eru samt einstaklingar sem eru ennþá að ströggla og eiga greinilega erfitt með að fóta sig í nýjum aðstæðum og allt það. En það er bara eins og það er. Við vorum klárlega talsvert betri núna og þetta er eitthvað í áttina í það sem við viljum standa fyrir heldur en það sem var. Miðað við þessa frammistöðu er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í mánudaginn.“ Næsti leikur og síðasti deildarleikur Grindavíkur fyrir jólafrí er gegn Haukum en Jóhann virðist eiga í einhverjum vandræðum með að muna hvað þjálfari Hauka heitir. Það var því ekki annað hægt en að enda viðtalið á að spyrja Jóhann hvort hann væri komið með nafnið á hreint. „Eeeeh, Maté?“ - svaraði Jóhann að lokum og glotti við tönn. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Sjá meira
Grindvíkingar fengu 14 sekúndur eftir leikhlé til að tryggja sér sigurinn en lokasóknin leit ekki vel út og virtist leikkerfið sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, teiknaði upp ekki hafa gengið upp í framkvæmd. Jóhann staðfesti það í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að „hunt switch-a“ Hlyn. Hann [Dedrick Basile] átti að ráðast á hann í staðinn fyrir að bakka aftur út. Ég er bara svekktur sko.“ Grindvíkingar voru komnir í nokkuð djúpa holu eftir fyrri hálfleik og munaði þar mestu um að liðið hitti aðeins úr tveimur þriggjastiga skotum í 22 tilraunum. Jóhann tók undir þá greiningu að ef liðið hefði hitt á þó ekki nema undir meðallagi skotdag hefði leikurinn þróast all öðruvísi. „Algjörlega. Við erum ennþá að skjóta boltanum mjög illa og erum held ég fimm af þrjátíu og eitthvað í þriggjastiga. Erum ósáttir mögulega við 6-7 skot en það er bara körfubolti. Við vorum öfugmegin við strikið í kvöld og hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana. Það er fúlt en við getum ekkert staldrað við þetta. Erum að spila risa leik á mánudaginn og það bara áfram gakk.“ Jóhann var þó ánægður með margt í leik sinna manna og þetta væri eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik. „Klárlega ákveðin framför, klárlega frammistaða. En það eru samt einstaklingar sem eru ennþá að ströggla og eiga greinilega erfitt með að fóta sig í nýjum aðstæðum og allt það. En það er bara eins og það er. Við vorum klárlega talsvert betri núna og þetta er eitthvað í áttina í það sem við viljum standa fyrir heldur en það sem var. Miðað við þessa frammistöðu er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í mánudaginn.“ Næsti leikur og síðasti deildarleikur Grindavíkur fyrir jólafrí er gegn Haukum en Jóhann virðist eiga í einhverjum vandræðum með að muna hvað þjálfari Hauka heitir. Það var því ekki annað hægt en að enda viðtalið á að spyrja Jóhann hvort hann væri komið með nafnið á hreint. „Eeeeh, Maté?“ - svaraði Jóhann að lokum og glotti við tönn.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26