„Hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. desember 2023 22:46 Það er álag á Jóhann Þór og Grindvíkinga þessa dagana Vísir/Vilhelm Grindvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á „heimavelli“ gegn Stjörnunni í leik sem varð æsispennandi en lokatölur leiksins urðu 87-88. Grindvíkingar fengu 14 sekúndur eftir leikhlé til að tryggja sér sigurinn en lokasóknin leit ekki vel út og virtist leikkerfið sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, teiknaði upp ekki hafa gengið upp í framkvæmd. Jóhann staðfesti það í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að „hunt switch-a“ Hlyn. Hann [Dedrick Basile] átti að ráðast á hann í staðinn fyrir að bakka aftur út. Ég er bara svekktur sko.“ Grindvíkingar voru komnir í nokkuð djúpa holu eftir fyrri hálfleik og munaði þar mestu um að liðið hitti aðeins úr tveimur þriggjastiga skotum í 22 tilraunum. Jóhann tók undir þá greiningu að ef liðið hefði hitt á þó ekki nema undir meðallagi skotdag hefði leikurinn þróast all öðruvísi. „Algjörlega. Við erum ennþá að skjóta boltanum mjög illa og erum held ég fimm af þrjátíu og eitthvað í þriggjastiga. Erum ósáttir mögulega við 6-7 skot en það er bara körfubolti. Við vorum öfugmegin við strikið í kvöld og hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana. Það er fúlt en við getum ekkert staldrað við þetta. Erum að spila risa leik á mánudaginn og það bara áfram gakk.“ Jóhann var þó ánægður með margt í leik sinna manna og þetta væri eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik. „Klárlega ákveðin framför, klárlega frammistaða. En það eru samt einstaklingar sem eru ennþá að ströggla og eiga greinilega erfitt með að fóta sig í nýjum aðstæðum og allt það. En það er bara eins og það er. Við vorum klárlega talsvert betri núna og þetta er eitthvað í áttina í það sem við viljum standa fyrir heldur en það sem var. Miðað við þessa frammistöðu er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í mánudaginn.“ Næsti leikur og síðasti deildarleikur Grindavíkur fyrir jólafrí er gegn Haukum en Jóhann virðist eiga í einhverjum vandræðum með að muna hvað þjálfari Hauka heitir. Það var því ekki annað hægt en að enda viðtalið á að spyrja Jóhann hvort hann væri komið með nafnið á hreint. „Eeeeh, Maté?“ - svaraði Jóhann að lokum og glotti við tönn. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26 Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Grindvíkingar fengu 14 sekúndur eftir leikhlé til að tryggja sér sigurinn en lokasóknin leit ekki vel út og virtist leikkerfið sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, teiknaði upp ekki hafa gengið upp í framkvæmd. Jóhann staðfesti það í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að „hunt switch-a“ Hlyn. Hann [Dedrick Basile] átti að ráðast á hann í staðinn fyrir að bakka aftur út. Ég er bara svekktur sko.“ Grindvíkingar voru komnir í nokkuð djúpa holu eftir fyrri hálfleik og munaði þar mestu um að liðið hitti aðeins úr tveimur þriggjastiga skotum í 22 tilraunum. Jóhann tók undir þá greiningu að ef liðið hefði hitt á þó ekki nema undir meðallagi skotdag hefði leikurinn þróast all öðruvísi. „Algjörlega. Við erum ennþá að skjóta boltanum mjög illa og erum held ég fimm af þrjátíu og eitthvað í þriggjastiga. Erum ósáttir mögulega við 6-7 skot en það er bara körfubolti. Við vorum öfugmegin við strikið í kvöld og hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana. Það er fúlt en við getum ekkert staldrað við þetta. Erum að spila risa leik á mánudaginn og það bara áfram gakk.“ Jóhann var þó ánægður með margt í leik sinna manna og þetta væri eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik. „Klárlega ákveðin framför, klárlega frammistaða. En það eru samt einstaklingar sem eru ennþá að ströggla og eiga greinilega erfitt með að fóta sig í nýjum aðstæðum og allt það. En það er bara eins og það er. Við vorum klárlega talsvert betri núna og þetta er eitthvað í áttina í það sem við viljum standa fyrir heldur en það sem var. Miðað við þessa frammistöðu er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í mánudaginn.“ Næsti leikur og síðasti deildarleikur Grindavíkur fyrir jólafrí er gegn Haukum en Jóhann virðist eiga í einhverjum vandræðum með að muna hvað þjálfari Hauka heitir. Það var því ekki annað hægt en að enda viðtalið á að spyrja Jóhann hvort hann væri komið með nafnið á hreint. „Eeeeh, Maté?“ - svaraði Jóhann að lokum og glotti við tönn.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26 Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26