Sjúkraþyrla, tíminn skiptir máli Gunnar Svanur Einarsson skrifar 8. desember 2023 07:00 Í þessari grein vil ég árétta minn hug og styðja við það að við Íslendingar fáum sjúkraþyrlu (HEIMS) eigi síðar en strax. Ég hef áður skrifað grein um sjúkraþyrluna og útskýrði þar muninn á sjúkraþyrlum (HEIMS) og björgunarþyrlum (SAR). Þar fór ég inn á að björgunarþyrla (SAR) myndi aldrei henta, t.d. við flutning á sjúklingum milli sjúkrahúsa sem myndi hins vegar ganga upp með notkun sjúkraþyrlu (HEIMS). Ég ætla ekki að ræða frekar hve undarlega það blasir við að Landhelgisgæslan reyni að leggja stein í götu þessa verkefnis. Þ.e.a.s. að Heilbrigðisráðuneytið komi sér upp sjúkraþyrlu til að styðja við fjarspítalaþjónustu. Inn á það fór ég í grein minni Sjúkraþyrla eða björgunarþyrla. Hver er munurinn? Ég ætla hins vegar að koma stuttlega inn á hvað svona sjúkraþyrla myndi þýða fyrir okkur í viðbragðstíma. Að mínu mati væri skynsamlegast að sjúkraþyrlan fyrir Suðurland væri staðsett á Hvolsvelli. Þaðan gæti hún flogið lágt í slæmu skyggni um Suðurlandið og gæti síðan komið í blindflugi til Vestmannaeyja. Vindhviður geta verið vandamál fyrir gangsetningu þyrla og því tel ég Hvolsvöll heppilegri kost hvað það varðar. Sjúkraþyrlan getur hins vegar lent í Vestmannaeyjum í talsverðum vindi, svo lengi sem ekki þarf að drepa á. Hér eru nokkur dæmi um biðina sem einstaklingar (kannski þú) þyrftir að bíða á mismunandi stöðum á Suðurlandi ef veikindi eða slys bæri að höndum. Ég set upp áætlaðan flugtíma frá því þyrlan er komin í gang. Viðbragðstími á að vera 5 - 10 mín frá útkalli. Þá miða ég við sjúkraþyrluna Airbus H145, sem hefur flughraða um 135 hnúta (250 km/h) en hún getur flogið hraðar á fullu afli. Aðrar tegundir sjúkraþyrla hafa svipaðan flughraða. Hvolsvöllur – Vestmannaeyjar: 8 mínútur Hvolsvöllur – Gullfoss: 16 mín Hvolsvöllur – Landmannalaugar: 16 mínútur Hvolsvöllur – Flúðir: 11 mínútur Hvolsvöllur – Borgarnes: 25 mínútur Hvolsvöllur – Þorlákshöfn: 12 mínútur Hvolsvöllur – Vík: 17 mínútur Hvolsvöllur – Kirkjubæjarklaustur: 26 mínútur Hvolsvöllur – Skaftafell: 40 mínútur Á þessu má sjá að þyrlan er fljót á staðinn og ekki síst þá er flutningur á sjúkrahúsin einnig mjög hraður. Höfundur er þyrluflugmaður og véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Í þessari grein vil ég árétta minn hug og styðja við það að við Íslendingar fáum sjúkraþyrlu (HEIMS) eigi síðar en strax. Ég hef áður skrifað grein um sjúkraþyrluna og útskýrði þar muninn á sjúkraþyrlum (HEIMS) og björgunarþyrlum (SAR). Þar fór ég inn á að björgunarþyrla (SAR) myndi aldrei henta, t.d. við flutning á sjúklingum milli sjúkrahúsa sem myndi hins vegar ganga upp með notkun sjúkraþyrlu (HEIMS). Ég ætla ekki að ræða frekar hve undarlega það blasir við að Landhelgisgæslan reyni að leggja stein í götu þessa verkefnis. Þ.e.a.s. að Heilbrigðisráðuneytið komi sér upp sjúkraþyrlu til að styðja við fjarspítalaþjónustu. Inn á það fór ég í grein minni Sjúkraþyrla eða björgunarþyrla. Hver er munurinn? Ég ætla hins vegar að koma stuttlega inn á hvað svona sjúkraþyrla myndi þýða fyrir okkur í viðbragðstíma. Að mínu mati væri skynsamlegast að sjúkraþyrlan fyrir Suðurland væri staðsett á Hvolsvelli. Þaðan gæti hún flogið lágt í slæmu skyggni um Suðurlandið og gæti síðan komið í blindflugi til Vestmannaeyja. Vindhviður geta verið vandamál fyrir gangsetningu þyrla og því tel ég Hvolsvöll heppilegri kost hvað það varðar. Sjúkraþyrlan getur hins vegar lent í Vestmannaeyjum í talsverðum vindi, svo lengi sem ekki þarf að drepa á. Hér eru nokkur dæmi um biðina sem einstaklingar (kannski þú) þyrftir að bíða á mismunandi stöðum á Suðurlandi ef veikindi eða slys bæri að höndum. Ég set upp áætlaðan flugtíma frá því þyrlan er komin í gang. Viðbragðstími á að vera 5 - 10 mín frá útkalli. Þá miða ég við sjúkraþyrluna Airbus H145, sem hefur flughraða um 135 hnúta (250 km/h) en hún getur flogið hraðar á fullu afli. Aðrar tegundir sjúkraþyrla hafa svipaðan flughraða. Hvolsvöllur – Vestmannaeyjar: 8 mínútur Hvolsvöllur – Gullfoss: 16 mín Hvolsvöllur – Landmannalaugar: 16 mínútur Hvolsvöllur – Flúðir: 11 mínútur Hvolsvöllur – Borgarnes: 25 mínútur Hvolsvöllur – Þorlákshöfn: 12 mínútur Hvolsvöllur – Vík: 17 mínútur Hvolsvöllur – Kirkjubæjarklaustur: 26 mínútur Hvolsvöllur – Skaftafell: 40 mínútur Á þessu má sjá að þyrlan er fljót á staðinn og ekki síst þá er flutningur á sjúkrahúsin einnig mjög hraður. Höfundur er þyrluflugmaður og véltæknifræðingur.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar