„Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var“ Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. desember 2023 20:01 Hermann AP Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann. Fjölmiðlar vestanhafs segja prófessor á sjötugsaldri hafa skotið þrjá til bana og sært einn alvarlega í skólanum í gær. Hann féll svo í kjölfarið í skotbardaga við lögreglu en fógetinn í Las Vegas segir mildi að ekki hafi farið verr. Skömmu eftir að fyrsta skothríðin heyrðist sendu forsvarsmenn skólans út skilaboð um skothríðina og sögðu nemendum að flýja, ef þeir gætu. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Hermann, sem spilar einnig með fótboltaliði skólans, var í ræktinni þegar skilaboðin bárust. Hann segir þetta hafa verið mikið sjokk. „Fyrst var maður ekki alveg að tengja við þetta,“ segir Hermann. Hann segist þó hafa byrjað að finna fyrir hræðslu þegar tilkynningar héldu áfram að berast frá skólanum. „Við fengum tilkynningar á svona fimm mínútna fresti. Þegar önnur og þriðja tilkynningin kom, þá var smá hræðsla komin í mann. Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var. Hvað þetta var.“ Hermann reyndi að hringja í vini sína og ganga úr skugga um að þeir væru heilir á húfi. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður og ég vonast til að upplifa það ekki aftur, ef ég segi alveg satt.“ Hermann segir marga nemendur hafa farið heim til sín eða fengið gistingu annarsstaðar. Margir hafi ekki snúið aftur á heimavist skólans. Þeir sem séu í skólanum haldi sig innandyra. „Það er allt lokað núna, til dæmis. Það er enginn úti eða neitt,“ segir Hermann. Þegar Hermann og aðrir sem voru í ræktinni fengu að fara þaðan, eftir um fjóra til fimm tíma, fóru þau af skólalóðinni og fengu sér að borða. „Þegar maður kom aftur, þá vissi ég að hættan væri yfirstaðin.“ Hann segir viðbúnað lögreglunnar hafa verið mikinn yfir nóttina. Hermann ræddi einnig stuttlega við Vísi skömmu eftir árásina í gær. Prófessor sem fékk ekki vinnu sagður árásarmaðurinn Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði þann fjórða í Háskóla Nevada í Las Vegas í gær, var prófessor sem hafði nýverið verið neitað um vinnu við skólann. Hann féll í skotbardaga við lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segir prófessorinn heitra Anthony Polito og að hann hafi verið 67 ára gamall. Hann starfaði áður hjá Háskóla Austur-Karólínu, í Norður-Karólínu. Polito hóf skothríð sína í gær á fjórðu hæð í byggingu skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór svo milli hæða og mun hafa verið skotinn til bana af tveimur lögregluþjónum sem skiptust á skotum við hann fyrir utan bygginguna. Kevin McMahill, fógeti, hefur sagt að margir nemendur hafi verið fyrir utan bygginguna og mögulega hefði farið mun verr, hefðu lögregluþjónarnir ekki skotið Polito. Lögreglan hefur enn ekkert gefið upp um fórnarlömb Polito né hvers konar byssu hann notaði til árásarinnar. Þá hefur tilefni árásarinnar ekki verið staðfest en heimildarmann AP segja að svo virðist sem Polito hafi ekki ætlað sér að myrða nemendur skólans. Ein mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna var gerð í Las Vegas árið 2017. Þá skaut maður sextíu manns til bana og særði hundruð til viðbótar, þegar hann skaut á tónleikagesti út um glugga á hóteli hans þar nærri. Manninum hafði tekist að koma miklum fjölda skotvopna upp á herbergi og hafði breytt mörgum þeirra svo þær virkuðu eins og vélbyssur. Tilefni þeirrar árásar liggur enn ekki fyrir. Rannsakendur fundu ekkert sem sagði til um af hverju maðurinn gerði árásina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Fjölmiðlar vestanhafs segja prófessor á sjötugsaldri hafa skotið þrjá til bana og sært einn alvarlega í skólanum í gær. Hann féll svo í kjölfarið í skotbardaga við lögreglu en fógetinn í Las Vegas segir mildi að ekki hafi farið verr. Skömmu eftir að fyrsta skothríðin heyrðist sendu forsvarsmenn skólans út skilaboð um skothríðina og sögðu nemendum að flýja, ef þeir gætu. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Hermann, sem spilar einnig með fótboltaliði skólans, var í ræktinni þegar skilaboðin bárust. Hann segir þetta hafa verið mikið sjokk. „Fyrst var maður ekki alveg að tengja við þetta,“ segir Hermann. Hann segist þó hafa byrjað að finna fyrir hræðslu þegar tilkynningar héldu áfram að berast frá skólanum. „Við fengum tilkynningar á svona fimm mínútna fresti. Þegar önnur og þriðja tilkynningin kom, þá var smá hræðsla komin í mann. Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var. Hvað þetta var.“ Hermann reyndi að hringja í vini sína og ganga úr skugga um að þeir væru heilir á húfi. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður og ég vonast til að upplifa það ekki aftur, ef ég segi alveg satt.“ Hermann segir marga nemendur hafa farið heim til sín eða fengið gistingu annarsstaðar. Margir hafi ekki snúið aftur á heimavist skólans. Þeir sem séu í skólanum haldi sig innandyra. „Það er allt lokað núna, til dæmis. Það er enginn úti eða neitt,“ segir Hermann. Þegar Hermann og aðrir sem voru í ræktinni fengu að fara þaðan, eftir um fjóra til fimm tíma, fóru þau af skólalóðinni og fengu sér að borða. „Þegar maður kom aftur, þá vissi ég að hættan væri yfirstaðin.“ Hann segir viðbúnað lögreglunnar hafa verið mikinn yfir nóttina. Hermann ræddi einnig stuttlega við Vísi skömmu eftir árásina í gær. Prófessor sem fékk ekki vinnu sagður árásarmaðurinn Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði þann fjórða í Háskóla Nevada í Las Vegas í gær, var prófessor sem hafði nýverið verið neitað um vinnu við skólann. Hann féll í skotbardaga við lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segir prófessorinn heitra Anthony Polito og að hann hafi verið 67 ára gamall. Hann starfaði áður hjá Háskóla Austur-Karólínu, í Norður-Karólínu. Polito hóf skothríð sína í gær á fjórðu hæð í byggingu skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór svo milli hæða og mun hafa verið skotinn til bana af tveimur lögregluþjónum sem skiptust á skotum við hann fyrir utan bygginguna. Kevin McMahill, fógeti, hefur sagt að margir nemendur hafi verið fyrir utan bygginguna og mögulega hefði farið mun verr, hefðu lögregluþjónarnir ekki skotið Polito. Lögreglan hefur enn ekkert gefið upp um fórnarlömb Polito né hvers konar byssu hann notaði til árásarinnar. Þá hefur tilefni árásarinnar ekki verið staðfest en heimildarmann AP segja að svo virðist sem Polito hafi ekki ætlað sér að myrða nemendur skólans. Ein mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna var gerð í Las Vegas árið 2017. Þá skaut maður sextíu manns til bana og særði hundruð til viðbótar, þegar hann skaut á tónleikagesti út um glugga á hóteli hans þar nærri. Manninum hafði tekist að koma miklum fjölda skotvopna upp á herbergi og hafði breytt mörgum þeirra svo þær virkuðu eins og vélbyssur. Tilefni þeirrar árásar liggur enn ekki fyrir. Rannsakendur fundu ekkert sem sagði til um af hverju maðurinn gerði árásina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira