„Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var“ Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. desember 2023 20:01 Hermann AP Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann. Fjölmiðlar vestanhafs segja prófessor á sjötugsaldri hafa skotið þrjá til bana og sært einn alvarlega í skólanum í gær. Hann féll svo í kjölfarið í skotbardaga við lögreglu en fógetinn í Las Vegas segir mildi að ekki hafi farið verr. Skömmu eftir að fyrsta skothríðin heyrðist sendu forsvarsmenn skólans út skilaboð um skothríðina og sögðu nemendum að flýja, ef þeir gætu. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Hermann, sem spilar einnig með fótboltaliði skólans, var í ræktinni þegar skilaboðin bárust. Hann segir þetta hafa verið mikið sjokk. „Fyrst var maður ekki alveg að tengja við þetta,“ segir Hermann. Hann segist þó hafa byrjað að finna fyrir hræðslu þegar tilkynningar héldu áfram að berast frá skólanum. „Við fengum tilkynningar á svona fimm mínútna fresti. Þegar önnur og þriðja tilkynningin kom, þá var smá hræðsla komin í mann. Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var. Hvað þetta var.“ Hermann reyndi að hringja í vini sína og ganga úr skugga um að þeir væru heilir á húfi. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður og ég vonast til að upplifa það ekki aftur, ef ég segi alveg satt.“ Hermann segir marga nemendur hafa farið heim til sín eða fengið gistingu annarsstaðar. Margir hafi ekki snúið aftur á heimavist skólans. Þeir sem séu í skólanum haldi sig innandyra. „Það er allt lokað núna, til dæmis. Það er enginn úti eða neitt,“ segir Hermann. Þegar Hermann og aðrir sem voru í ræktinni fengu að fara þaðan, eftir um fjóra til fimm tíma, fóru þau af skólalóðinni og fengu sér að borða. „Þegar maður kom aftur, þá vissi ég að hættan væri yfirstaðin.“ Hann segir viðbúnað lögreglunnar hafa verið mikinn yfir nóttina. Hermann ræddi einnig stuttlega við Vísi skömmu eftir árásina í gær. Prófessor sem fékk ekki vinnu sagður árásarmaðurinn Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði þann fjórða í Háskóla Nevada í Las Vegas í gær, var prófessor sem hafði nýverið verið neitað um vinnu við skólann. Hann féll í skotbardaga við lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segir prófessorinn heitra Anthony Polito og að hann hafi verið 67 ára gamall. Hann starfaði áður hjá Háskóla Austur-Karólínu, í Norður-Karólínu. Polito hóf skothríð sína í gær á fjórðu hæð í byggingu skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór svo milli hæða og mun hafa verið skotinn til bana af tveimur lögregluþjónum sem skiptust á skotum við hann fyrir utan bygginguna. Kevin McMahill, fógeti, hefur sagt að margir nemendur hafi verið fyrir utan bygginguna og mögulega hefði farið mun verr, hefðu lögregluþjónarnir ekki skotið Polito. Lögreglan hefur enn ekkert gefið upp um fórnarlömb Polito né hvers konar byssu hann notaði til árásarinnar. Þá hefur tilefni árásarinnar ekki verið staðfest en heimildarmann AP segja að svo virðist sem Polito hafi ekki ætlað sér að myrða nemendur skólans. Ein mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna var gerð í Las Vegas árið 2017. Þá skaut maður sextíu manns til bana og særði hundruð til viðbótar, þegar hann skaut á tónleikagesti út um glugga á hóteli hans þar nærri. Manninum hafði tekist að koma miklum fjölda skotvopna upp á herbergi og hafði breytt mörgum þeirra svo þær virkuðu eins og vélbyssur. Tilefni þeirrar árásar liggur enn ekki fyrir. Rannsakendur fundu ekkert sem sagði til um af hverju maðurinn gerði árásina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Fjölmiðlar vestanhafs segja prófessor á sjötugsaldri hafa skotið þrjá til bana og sært einn alvarlega í skólanum í gær. Hann féll svo í kjölfarið í skotbardaga við lögreglu en fógetinn í Las Vegas segir mildi að ekki hafi farið verr. Skömmu eftir að fyrsta skothríðin heyrðist sendu forsvarsmenn skólans út skilaboð um skothríðina og sögðu nemendum að flýja, ef þeir gætu. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Hermann, sem spilar einnig með fótboltaliði skólans, var í ræktinni þegar skilaboðin bárust. Hann segir þetta hafa verið mikið sjokk. „Fyrst var maður ekki alveg að tengja við þetta,“ segir Hermann. Hann segist þó hafa byrjað að finna fyrir hræðslu þegar tilkynningar héldu áfram að berast frá skólanum. „Við fengum tilkynningar á svona fimm mínútna fresti. Þegar önnur og þriðja tilkynningin kom, þá var smá hræðsla komin í mann. Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var. Hvað þetta var.“ Hermann reyndi að hringja í vini sína og ganga úr skugga um að þeir væru heilir á húfi. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður og ég vonast til að upplifa það ekki aftur, ef ég segi alveg satt.“ Hermann segir marga nemendur hafa farið heim til sín eða fengið gistingu annarsstaðar. Margir hafi ekki snúið aftur á heimavist skólans. Þeir sem séu í skólanum haldi sig innandyra. „Það er allt lokað núna, til dæmis. Það er enginn úti eða neitt,“ segir Hermann. Þegar Hermann og aðrir sem voru í ræktinni fengu að fara þaðan, eftir um fjóra til fimm tíma, fóru þau af skólalóðinni og fengu sér að borða. „Þegar maður kom aftur, þá vissi ég að hættan væri yfirstaðin.“ Hann segir viðbúnað lögreglunnar hafa verið mikinn yfir nóttina. Hermann ræddi einnig stuttlega við Vísi skömmu eftir árásina í gær. Prófessor sem fékk ekki vinnu sagður árásarmaðurinn Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði þann fjórða í Háskóla Nevada í Las Vegas í gær, var prófessor sem hafði nýverið verið neitað um vinnu við skólann. Hann féll í skotbardaga við lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segir prófessorinn heitra Anthony Polito og að hann hafi verið 67 ára gamall. Hann starfaði áður hjá Háskóla Austur-Karólínu, í Norður-Karólínu. Polito hóf skothríð sína í gær á fjórðu hæð í byggingu skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór svo milli hæða og mun hafa verið skotinn til bana af tveimur lögregluþjónum sem skiptust á skotum við hann fyrir utan bygginguna. Kevin McMahill, fógeti, hefur sagt að margir nemendur hafi verið fyrir utan bygginguna og mögulega hefði farið mun verr, hefðu lögregluþjónarnir ekki skotið Polito. Lögreglan hefur enn ekkert gefið upp um fórnarlömb Polito né hvers konar byssu hann notaði til árásarinnar. Þá hefur tilefni árásarinnar ekki verið staðfest en heimildarmann AP segja að svo virðist sem Polito hafi ekki ætlað sér að myrða nemendur skólans. Ein mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna var gerð í Las Vegas árið 2017. Þá skaut maður sextíu manns til bana og særði hundruð til viðbótar, þegar hann skaut á tónleikagesti út um glugga á hóteli hans þar nærri. Manninum hafði tekist að koma miklum fjölda skotvopna upp á herbergi og hafði breytt mörgum þeirra svo þær virkuðu eins og vélbyssur. Tilefni þeirrar árásar liggur enn ekki fyrir. Rannsakendur fundu ekkert sem sagði til um af hverju maðurinn gerði árásina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira