Getnaður hjá vinum hleypur á tugþúsundum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2023 19:30 Það hefur lengi tíðkast að gefa barni sængur- og skírnargjöf. Kynjaveisla og Baby Shower er fremur nýtt og byggir á erlendum hefðum. Tíð veisluhöld til að fagna komu barns í heiminn stinga í stúf við gamla hjátrú um barnsburð. Veisluhöldum, til að fagnafæðingu barns, hefur farið fjölgandi. Getnaður hjá vinum og ættingjum er almennt mikið gleðiefni en hann getur verið nokkuð kostnaðarsamur fyrir þá sem eru í lífi foreldranna vegna, að því er virðist, endalausra veisluhalda til að fagna komu barnsins. Um er að ræða fjögurra fasa fyrirkomulag hjá þeim sem taka þátt í öllu ferlinu. Í myndbandsfréttinni má sjá grafíska yfirferð á kostnaði vegna getnaðar hjá vinum. Tugþúsunda gjafaútgjöld Fyrst er það kynjaveisla: Blaðra er sprengd, kynið afhjúpað og gjöf gefin. Sirka þremur mánuðum síðar fær maður boð í Baby Shower: Pálínuboð þar sem vinir giska á hæð og þyngd ófædda barnsins og gjöf auðvitað gefin. Barnið fæðist um mánuði síðar og nokkrum vikum eftir þau tímamót er komið að sængurgjöfinni en hana gefur maður þegar maður hittir barnið í fyrsta sinn. Svo má auðvitað ekki gleyma skírnargjöfinni, fjórðu gjöfinni á sirka sex til sjö mánaða tímabili. Heildarkostnaður í dæminu sem farið er yfir í sjónvarpsfréttinni: 31.659 krónur. Og svo ef maður er á barneignaraldri má gera ráð fyrir að kannski þrjár til fjórar vinkonur fjölgi sér á ári - sem gera um 126.636 krónur. Erlendar hefðir Þetta gjafaflóð sem tengist komu barns byggir á erlendum hefðum sem við höfum tileinkað okkur. Sængurgjöfin er frekar rótgróin hér á landi en hér áður fyrr tíðkaðist einnig að gefa barninu tanngjöf þegar fyrsta tönnin kom upp. „Það var ekki tannálfurinn heldur voru það afar og ömmur sem gáfu barninu örlítinn pening. Það er eitthvað sem hefur horfið en sængurgjöfina höfum við haldið í. Þessi seinni bylgja af svona veislum, sérstaklega fyrir fæðingu, er nýtt. Við höfum lengi verið með gjafir og hefðir sem koma eftir að barnið er komið í heiminn,“ sagði Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur. Eva Þórdís er þjóðfræðingur en hún rannsakar nú hjátrú og annað í tengslum við hjátrú.ívar arnarsson Gömul hjátrú á undanhaldi Hér áður fyrr var það nefnilega talið boða ógæfu að gefa barni gjöf áður en það fæddist. „Og ég held að það tengist gömlum hugmyndum um að það sé ógæfa til dæmis að búa upp vögguna áður en að barnið kemur eða vera búin að undirbúa of mikið áður en barnið kemur í heiminn.“ Þessi gamla hjátrú sé byggð á ótta um heilsu móður og barns. „Svo má ekki gleyma því að okkur finnst hjátrú stundum vera eitthvað sem er bara svona liggur við kjánalegt eða skondið. En hvort sem það eru íþróttamennirnir sem vilja ekki skipta um sokka fyrir leik eða mæðurnar sem vilja ekki drekka úr skorðóttum bolla eða búa upp vögguna þá er þetta alltaf spurning um að stjórna því sem við höfum ekki stjórn á og þegar við höfum ekki stjórn þá er stutt í óttann. Þannig hjátrú er yfirleitt mjög alvarlegt mál og fúlasta alvara.“ Barnalán Fjármál heimilisins Tímamót Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Getnaður hjá vinum og ættingjum er almennt mikið gleðiefni en hann getur verið nokkuð kostnaðarsamur fyrir þá sem eru í lífi foreldranna vegna, að því er virðist, endalausra veisluhalda til að fagna komu barnsins. Um er að ræða fjögurra fasa fyrirkomulag hjá þeim sem taka þátt í öllu ferlinu. Í myndbandsfréttinni má sjá grafíska yfirferð á kostnaði vegna getnaðar hjá vinum. Tugþúsunda gjafaútgjöld Fyrst er það kynjaveisla: Blaðra er sprengd, kynið afhjúpað og gjöf gefin. Sirka þremur mánuðum síðar fær maður boð í Baby Shower: Pálínuboð þar sem vinir giska á hæð og þyngd ófædda barnsins og gjöf auðvitað gefin. Barnið fæðist um mánuði síðar og nokkrum vikum eftir þau tímamót er komið að sængurgjöfinni en hana gefur maður þegar maður hittir barnið í fyrsta sinn. Svo má auðvitað ekki gleyma skírnargjöfinni, fjórðu gjöfinni á sirka sex til sjö mánaða tímabili. Heildarkostnaður í dæminu sem farið er yfir í sjónvarpsfréttinni: 31.659 krónur. Og svo ef maður er á barneignaraldri má gera ráð fyrir að kannski þrjár til fjórar vinkonur fjölgi sér á ári - sem gera um 126.636 krónur. Erlendar hefðir Þetta gjafaflóð sem tengist komu barns byggir á erlendum hefðum sem við höfum tileinkað okkur. Sængurgjöfin er frekar rótgróin hér á landi en hér áður fyrr tíðkaðist einnig að gefa barninu tanngjöf þegar fyrsta tönnin kom upp. „Það var ekki tannálfurinn heldur voru það afar og ömmur sem gáfu barninu örlítinn pening. Það er eitthvað sem hefur horfið en sængurgjöfina höfum við haldið í. Þessi seinni bylgja af svona veislum, sérstaklega fyrir fæðingu, er nýtt. Við höfum lengi verið með gjafir og hefðir sem koma eftir að barnið er komið í heiminn,“ sagði Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur. Eva Þórdís er þjóðfræðingur en hún rannsakar nú hjátrú og annað í tengslum við hjátrú.ívar arnarsson Gömul hjátrú á undanhaldi Hér áður fyrr var það nefnilega talið boða ógæfu að gefa barni gjöf áður en það fæddist. „Og ég held að það tengist gömlum hugmyndum um að það sé ógæfa til dæmis að búa upp vögguna áður en að barnið kemur eða vera búin að undirbúa of mikið áður en barnið kemur í heiminn.“ Þessi gamla hjátrú sé byggð á ótta um heilsu móður og barns. „Svo má ekki gleyma því að okkur finnst hjátrú stundum vera eitthvað sem er bara svona liggur við kjánalegt eða skondið. En hvort sem það eru íþróttamennirnir sem vilja ekki skipta um sokka fyrir leik eða mæðurnar sem vilja ekki drekka úr skorðóttum bolla eða búa upp vögguna þá er þetta alltaf spurning um að stjórna því sem við höfum ekki stjórn á og þegar við höfum ekki stjórn þá er stutt í óttann. Þannig hjátrú er yfirleitt mjög alvarlegt mál og fúlasta alvara.“
Barnalán Fjármál heimilisins Tímamót Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira