Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:18 Maciej Jakub Talik játaði að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en bar við sjálfsvörn. Vísir/Vilhelm Maciej Jakub Talik var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á herbergisfélaga sínum að Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Hann stakk Jaroslaw Kaminski fimm sinnum með hnífi en bar fyrir sig sjálfsvörn og fór fram á sýknu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðu dómsins. Auk þess að vera dæmdur til sextán ára fangelsisvistar var Talik dæmdur til þess að greiða dóttur Kaminskis 35 milljónir króna í bætur. Rifust um peninga Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Við skýrslutöku fyrir dómi sagði Talik að þeir Kaminski hefðu rifist um peninga kvöldið örlagaríka eftir að hafa setið að sumbli. Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Bar við sjálfsvörn en hafði sagst ætla að myrða meðleigjandann Sem áður segir fór Talik fram á sýknu í málinu, þrátt fyrir að hafa játað að hafa stungið Kaminski, á grundvelli neyðarvarnar. Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons vinar hans sama kvöld og hann myrti Kaminski. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Dómsmál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðu dómsins. Auk þess að vera dæmdur til sextán ára fangelsisvistar var Talik dæmdur til þess að greiða dóttur Kaminskis 35 milljónir króna í bætur. Rifust um peninga Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Við skýrslutöku fyrir dómi sagði Talik að þeir Kaminski hefðu rifist um peninga kvöldið örlagaríka eftir að hafa setið að sumbli. Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Bar við sjálfsvörn en hafði sagst ætla að myrða meðleigjandann Sem áður segir fór Talik fram á sýknu í málinu, þrátt fyrir að hafa játað að hafa stungið Kaminski, á grundvelli neyðarvarnar. Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons vinar hans sama kvöld og hann myrti Kaminski. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“
Dómsmál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira