Er sumarbústaðurinn öruggur fyrir veturinn? Ágúst Mogensen skrifar 7. desember 2023 07:00 „Orsök tjóns á sumarhúsinu má rekja til leka á heitu vatni sem rann yfir talsverðan tíma án þess að nokkur yrði þess var. Vatn náði að frjósa í lögnum að öllum líkindum vegna bilunar á hringrásardælu fyrir ofnakerfi hússins og síðan hefur byrjað að leka úr rifnum lögnum í næstu þýðu. Slökkvilið var kallað út til að aðstoða við að dæla upp vatni og að þeirra sögn var meira en 10cm vatn yfir öllu gólfi hússins þegar þeir komu á staðinn og mikil gufa í flestum rýmum.“ Svona hljóðar lýsing á vatnstjóni í sumarbústað síðastliðinn vetur og var bústaðurinn ónýtur. Þetta er ekki einsdæmi því á hverju ári verða miklar skemmdir á sumarhúsum vegna frostsprunga í lögnum. Vatnstjón í sumarhúsum eru algeng og við það veðurfar sem við búum við hér á landi geta auðveldlega skapast aðstæður sem valda þeim. En það er líka hægt að koma í veg fyrir þau eða a.m.k takmarka með einföldum forvörnum. Á hverju ári verða tjón upp á hundruði milljóna vegna frostskemmda í sumarhúsum, tjón sem hefði í mörgum tilfellum verið hægt að koma í veg fyrir með góðum forvörnum. Það er því mikilvæg að sumarhúsaeigendur kynni sér allar þær leiðir sem færar eru til þess að reyna að koma í veg fyrir alvarleg tjón. Wi-Fi vatnsskynjarar Ýmsir möguleikar eru í boði þegar kemur að því að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsinu. Flest kerfi eru nettengd og hægt er að fá aðvörun í síma gegnum app ef eitthvað er í ólagi. Hægt er að fá svokallaða 4g hnetu ef ekki er Wi-Fi í bústaðnum og tengja kerfið gegnum hana. Vatnskynjararnir eru tiltölulega ódýrir og kjörið að hafa í eldhúsi, baðherbergi og stofu. Ef þú ert í vafa um hvernig á að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsi þá geta sölumenn öryggisverslanna aðstoðað þig með uppsetningu þeirra. Öryggisloki fyrir vatn Hægt er að fá öryggisloka á vatnslagnir sem loka fyrir innstreymi á vatn til salernis, vasks eða heimilistækja eins og uppþvottavéla eða þvottavéla. Lokinn er millistykki milli tækis og krana sem virkjast ef of mikið vatn fer gegnum hann á ákveðnum tíma. Til eru einfaldir, öruggir og tiltölulega ódýrir lokar sem þurfa ekki rafmagn. Hægt er að stilla mismunandi öryggismörk á lokanum eftir því hversu mikið vatn er verið að nota. Frágangur fyrir veturinn Á veturna er mikilvægt að skrúfa fyrir inntak heita og kalda neysluvatnsins og tæma viðtengd tæki þegar sumarhúsið er yfirgefið. Þetta á sérstaklega við ef harður frostakafli er í veðurkortunum. Ef húsið er kynnt með miðstöðvarofnum er öruggast að hafa lokað hringrásarkerfi með frostlög og forhitara. Ef margir eru að nota bústaðinn er mikilvægt að hafa góðar leiðbeiningar um frágang hússins og merkingar á lögnum og lagnagrind. Ekki er sjálfgefið að allir kunni til verka eða þekki lagnakerfi sumarhússins. Það að setja frostlög í salerni og vaska getur bjargað miklu ef vatn situr eftir í vatnslásum eða ekki tekst að tæma kerfi fullkomlega. Næ ég í tæka tíð? Hvað ef það byrjar að leka í bústaðnum og ég er ekki þar? Því fyrr sem þú kemst til þess að skrúfa fyrir, því minni verður skaðinn. En það eru líka hægt að nota tengslanetið á sumarbústaðasvæðinu og biðja aðra að gæta að húsinu fyrir þig. Mögulega er einhver nágranni í bústað nálægt og getur brugðist við eða íbúi í nágrenninu sem hægt er að semja við um eftirlit. Hafa bera í huga að oft byrjar að leka þegar frostakaflinn er yfirstaðinn og klakinn sem sprengdi lagnirnar byrjar að þiðna. Flestir tengja ferð í sumarbústaðinn við slökun og kyrrð. Það vill engin lenda í því að koma að húsinu sínu á floti og því mikilvægt að fyrirbyggja slík tjón. Ekki bíða með að grípa til aðgerða, gangið vel frá sumarhúsinu fyrir brottför og skoðið hvaða möguleikar eru í boði með vöktun og snjallkerfi. Ef ráðast þarf í viðamiklar breytingar lögnum í sumarhúsi mælum við alltaf með að samráð sé haft við fagmenn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Tryggingar Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Sjá meira
„Orsök tjóns á sumarhúsinu má rekja til leka á heitu vatni sem rann yfir talsverðan tíma án þess að nokkur yrði þess var. Vatn náði að frjósa í lögnum að öllum líkindum vegna bilunar á hringrásardælu fyrir ofnakerfi hússins og síðan hefur byrjað að leka úr rifnum lögnum í næstu þýðu. Slökkvilið var kallað út til að aðstoða við að dæla upp vatni og að þeirra sögn var meira en 10cm vatn yfir öllu gólfi hússins þegar þeir komu á staðinn og mikil gufa í flestum rýmum.“ Svona hljóðar lýsing á vatnstjóni í sumarbústað síðastliðinn vetur og var bústaðurinn ónýtur. Þetta er ekki einsdæmi því á hverju ári verða miklar skemmdir á sumarhúsum vegna frostsprunga í lögnum. Vatnstjón í sumarhúsum eru algeng og við það veðurfar sem við búum við hér á landi geta auðveldlega skapast aðstæður sem valda þeim. En það er líka hægt að koma í veg fyrir þau eða a.m.k takmarka með einföldum forvörnum. Á hverju ári verða tjón upp á hundruði milljóna vegna frostskemmda í sumarhúsum, tjón sem hefði í mörgum tilfellum verið hægt að koma í veg fyrir með góðum forvörnum. Það er því mikilvæg að sumarhúsaeigendur kynni sér allar þær leiðir sem færar eru til þess að reyna að koma í veg fyrir alvarleg tjón. Wi-Fi vatnsskynjarar Ýmsir möguleikar eru í boði þegar kemur að því að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsinu. Flest kerfi eru nettengd og hægt er að fá aðvörun í síma gegnum app ef eitthvað er í ólagi. Hægt er að fá svokallaða 4g hnetu ef ekki er Wi-Fi í bústaðnum og tengja kerfið gegnum hana. Vatnskynjararnir eru tiltölulega ódýrir og kjörið að hafa í eldhúsi, baðherbergi og stofu. Ef þú ert í vafa um hvernig á að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsi þá geta sölumenn öryggisverslanna aðstoðað þig með uppsetningu þeirra. Öryggisloki fyrir vatn Hægt er að fá öryggisloka á vatnslagnir sem loka fyrir innstreymi á vatn til salernis, vasks eða heimilistækja eins og uppþvottavéla eða þvottavéla. Lokinn er millistykki milli tækis og krana sem virkjast ef of mikið vatn fer gegnum hann á ákveðnum tíma. Til eru einfaldir, öruggir og tiltölulega ódýrir lokar sem þurfa ekki rafmagn. Hægt er að stilla mismunandi öryggismörk á lokanum eftir því hversu mikið vatn er verið að nota. Frágangur fyrir veturinn Á veturna er mikilvægt að skrúfa fyrir inntak heita og kalda neysluvatnsins og tæma viðtengd tæki þegar sumarhúsið er yfirgefið. Þetta á sérstaklega við ef harður frostakafli er í veðurkortunum. Ef húsið er kynnt með miðstöðvarofnum er öruggast að hafa lokað hringrásarkerfi með frostlög og forhitara. Ef margir eru að nota bústaðinn er mikilvægt að hafa góðar leiðbeiningar um frágang hússins og merkingar á lögnum og lagnagrind. Ekki er sjálfgefið að allir kunni til verka eða þekki lagnakerfi sumarhússins. Það að setja frostlög í salerni og vaska getur bjargað miklu ef vatn situr eftir í vatnslásum eða ekki tekst að tæma kerfi fullkomlega. Næ ég í tæka tíð? Hvað ef það byrjar að leka í bústaðnum og ég er ekki þar? Því fyrr sem þú kemst til þess að skrúfa fyrir, því minni verður skaðinn. En það eru líka hægt að nota tengslanetið á sumarbústaðasvæðinu og biðja aðra að gæta að húsinu fyrir þig. Mögulega er einhver nágranni í bústað nálægt og getur brugðist við eða íbúi í nágrenninu sem hægt er að semja við um eftirlit. Hafa bera í huga að oft byrjar að leka þegar frostakaflinn er yfirstaðinn og klakinn sem sprengdi lagnirnar byrjar að þiðna. Flestir tengja ferð í sumarbústaðinn við slökun og kyrrð. Það vill engin lenda í því að koma að húsinu sínu á floti og því mikilvægt að fyrirbyggja slík tjón. Ekki bíða með að grípa til aðgerða, gangið vel frá sumarhúsinu fyrir brottför og skoðið hvaða möguleikar eru í boði með vöktun og snjallkerfi. Ef ráðast þarf í viðamiklar breytingar lögnum í sumarhúsi mælum við alltaf með að samráð sé haft við fagmenn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun