Forstjóri „í stríðshug“ sagður ætla að stýra stofnuninni einn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. desember 2023 17:22 Fráfarandi forstjóri HSS, Markús Ingólfur Eiríksson mætti til skýrslutöku í morgun í máli sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Forstjóri HSS var borinn þungum sökum í dómssal í máli sem hann höfðaði sjálfur gegn heilbrigðisráðherra. Forstjórinn er sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Margt hafi gengið á í stjórnartíð hans en nú þegar styttist í starfslok virðist hann í stríðshug. Aðalmeðferð í máli Markúsar Ingólfs Eiríkssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Talsvert hefur gustað um stöðu Markúsar eftir að hann kom fram í fjölmiðlum í sumar og sakaði heilbrigðisráðherra um að fjársvelta stofnunina. Þá kvaðst hann persónulega hafa orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu ráðherra. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, ásamt Þorvaldi Haukssyni lögmanni í dómssal.Vísir/Vilhelm Staða Markúsar var auglýst í september síðastliðnum en fimm ára skipunartími hans rennur út í mars. Með auglýsingunni var ljóst að heilbrigðisráðherra hugðist ekki framlengja skipunartíma Markúsar sem forstjóra. Markús höfðaði dómsmálið vegna þess sem hann kallaði ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við það sem hann lítur á sem ólögmæta uppsögn. Bréfin ekki skrifuð af manni í andlegu jafnvægi Í dómsal sagði Markús frá tveimur fundum sem haldnir voru í heilbrigðisráðuneytinu í júní. Fyrri fundurinn var haldinn í kjölfar bréfaskrifa Markúsar til ráðuneytisins í tilefni fjárveitinga og skýrslu sem hann lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera um stöðu HSS. Markús sagði Willum Þór heilbrigðisráðherra hafa gert bréf hans að umtalsefni á fundinum og að hann hafi sagt þau augljóslega „ekki skrifuð af manni í andlegu jafnvægi.“ Ráðherran hafi orðað það þannig að hann hafi „móðgast fyrir hönd stjórnvalda“ vegna skrifa Markúsar og að viðskiptasamband HSS og Deloitte væri óeðlilegt. Markús Ingi ásamt lögmanni sínum, Flóka Ásgeirssyni.Vísir/Vilhelm Þá hafi óvænt verið rætt um skipunartíma hans og leikrit sett upp í kjölfarið, líkt og Markús orðaði það. Það hafi komið honum verulega á óvart, enda hafi hann ekki verið undirbúinn undir slíkt samtal. „Þau héldu áfram að gera lítið úr mínum störfum og grafa undan mínu sjálfstrausti. Fundurinn fer áfram þessa leið og mér var gert ljóst að ef ég myndi birta Deloitte skýrsluna yrði starfið mitt auglýst,“ sagði Markús sem sagðist hafa verið í áfalli. Sögðu Markús hafa farið með ósannindi í fjölmiðlum Markús segist þó hafa ákveðið að vel ígrunduðu máli að birta skýrsluna. Í kjölfarið fór hann í viðtöl í fjölmiðlum og greindi frá því að hann hafi tilkynnt heilbrigðisráðherra til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðherra í samskiptum þeirra. Nokkrum dögum síðar var boðaður annar fundur í heilbrigðisráðuneytinu. Willum Þór óskaði eftir því að sá fundur yrði tekinn upp, þar sem hann sagði Markús hafa farið með ósannindi um efni fyrri fundar í fjölmiðlum. Hefði verið ábyrgðarleysi að auglýsa ekki starfið Willum Þór svaraði spurningum í dómsal. Aðspurður hvers vegna ákveðið hefði verið að auglýsa starf Markúsar sagðist Willum Þór hafa fengið ráðleggingar þess efnis, auk þess sem fjárhagsleg staða stofnunarinnar væri mjög slæm. Þá hefði stjórnendamat í garð Markúsar komið mjög illa út auk þess sem ágreiningur og mögulegur trúnaðarbrestur væri innan framkvæmdastjórn stofnunarinnar. „Ég segi það hreint út að miðað við allt, hefði verið ábyrgðarleysi af minni hálfu að auglýsa ekki embættið. Ég hefði þá alveg eins getað átt von á því að hann sótti um, ef hann hafði svona mikla trú á sér. Þá tekur hæfisnefnd við og metur hver er hæfastur.“ Willum sagðist ekki kannast við ummæli þess efnis að ef Markús birti Deloitte skýrsluna hefði það afleiðingar. Þá hafi hann ekki krafist þess að Markús segði embætti sínu lausu. „Hvernig á maður að verja sig?“ Endurrit af seinni fundinum var lagt fyrir dóm og vísað til snarpra orðaskipta á milli Markúsar og Willums. Vitnað var til orða Willums sem spurði starfsfólk sitt eftir að fundi lauk og Markús hafði yfirgefið herbergið: „Hvernig á maður að verja sig?“ Hann var spurður hvað hann hafi átt við með þessum ummælum. „Ég segi við mitt fólk að þegar fundur er settur í fjölmiðla og skrumskældur, þá líður manni þannig og spyr sig, „hvernig á maður að verja sig?““ Willum segir Markús hafa skrumskælt fund þeirra í fjölmiðlum.Vísir/Vilhelm Engin niðurstaða náðist á síðari fundinum og ráðuneytið boðaði til þriðja fundarins nokkrum dögum síðar en afboðaði hann síðan með skömmum fyrirvara. Willum sagði í dómssal að fundurinn hafi verið afboðaður vegna þess að ekki væri útlit fyrir að nein niðurstaða myndi nást. Fyrri fundir hafi ekki skilað neinu. Margt hafi gengið á í stjórnunartíð Markúsar Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu gaf skýrslu fyrir dómi. Hún sagði margt hafa gengið á í fimm ára stjórnunartíð Markúsar sem forstjóra HSS. Fljótlega eftir að hann tók við, eða í september 2019, hafi ráðuneytinu borist erindi frá fyrrum framkvæmdastjóra hjúkrunar. Hún hafi í stuttu máli sagt að hún gæti hreinlega ekki unnið með Markúsi og bar við trúnaðarbresti. Sextán hjúkrunarfræðingar hafi í kjölfarið sagt upp og sagt ekki hægt að starfa með honum. Svo það var krísa. Það var krísa á stofnunni. Stjórnendamat sem hefur þrisvar verið framkvæmt kom afskaplega illa út fyrir Markús. Í slíku mati eru spurningar lagðar fyrir þá sem vinna mest með stjórnenda. Ásta sagði frá því að í febrúar á þessu ári hafi Markús verið undir meðaltali hjá öllum stjórnendum ríkisins í öllum tuttugu og fjórum mælikvörðum matsins nema einum. Í kjölfarið var boðað til fundar með Markúsi ásamt mannauðsstjóra. Sagður í „hálfgerðum stríðshug“ „Það sem stakk var að hann taldi þessa átján sem svöruðu, ekki vita neitt um sín störf. Framkvæmdastjórnin, hún vissi bara ekkert hvað hann væri að gera. Það væri kannski einn sem vissi eitthvað, en hinir tveir væru bara að „spila sóló“ eins og hann orðaði það,“ sagði Ásta. Ásta sagðist í kjölfarið hafa haft samband við þann aðila í framkvæmdastjórn sem færi með mannauðsmálin og spurt hvort könnunin hafi örugglega verið send á rétta aðila. Þá biður hún strax um fund og segir þetta miklu stærra mál, það sé mjög alvarleg staða komin upp og óskar eftir fundi. Nokkrir fundir voru haldnir í kjölfarið þar sem framkoma Markúsar var rædd. Var hann sagður hafa verið í „hálfgerðum stríðshug,“ erfitt hafi reynst að ræða við hann og auk þess hafi hann mætt mjög illa til vinnu. Markús hafi gefið ráðherra þær skýringar á fundi í febrúar að það tæki sig oft ekki að keyra heiman frá sér í Reykjavík til Keflavíkur í vinnuna. Ásta greindi frá því að aðilar í framkvæmdastjórn HSS hafi síðast haft samband fyrir tveimur dögum og sagst hafa verulegar áhyggjur af stöðu stofnunarinnar. „Þau sögðu að stefnandi [Markús] hafi afboðað alla framkvæmdastjórafundi, hafi slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórn og ætli að stjórna öllu einn.“ Opinber fjárlög væru ólög Rekstrarstaða HSS er að sögn Ástu mjög slæm, og svo virðist sem Markús hafi skort vilja til að vinna með ráðuneytinu að lausnum. „Það var skortur á tillögum og í raun skortur á stjórnun í rekstrarmálum,“ sagði Ásta. „Áætlanagerð hefur komið fram mjög seint, þegar hún hefur komið fram. Og ekki verið rétt. Það er eitthvað sem er afar slæmt. Á síðasta ári kom áætlanagerðin ekki fram fyrr en eftir mörg erindi frá ráðuneytinu, en þegar hún kom kemur í ljós hún var bara fyrir ellefu mánuði, ekki tólf.“ Leyndur halli hafi komið fram sem reyndist mjög mikill. Árið 2022 hafi hallinn verið 20,6 prósent en stefnt í 36 prósent á þessu ári. Þegar áðurnefnd bréfaskrif Markúsar til heilbrigðisráðuneytisins voru borin undir Ástu, sagði hún sérstaks tóns hafa gætt undanfarið ár í bréfunum. Vísaði hún sérstaklega til þess að Markús hafi sagt eitthvað á þá leið að opinber fjárlög væru ólög. „Hann vísar í að ráðuneytið sé að mistúlka þessi lög. Hann í raun segir að hann þurfi ekki að fara eftir fjárlögum, hann þurfi ekki að fara eftir þeim ramma sem löggjafinn hafi sett.“ Að mínu mati er þetta ótækt, það er alveg klárt að löggjafinn setur lög í valdinu og framkvæmdavaldið á að framfylgja þeim. „Hvað varstu að hugsa?“ Að endingu var Ásta beðin um að lýsa sinni upplifun af fundum Markúsar í ráðuneytinu. „Fundurinn var haldinn inn á skrifstofu ráðherra. Í svona þægilegu umhverfi, ekki við fundarborð, heldur í sófa,“ segir Ásta og vísar til fyrri fundarins þann 13. Júní. Markús hafi verið óöruggur í svörum og hennar upplifun hafi verið að honum hafi ekki liðið vel. Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðiseftirlitsins sagði margt hafa gengið á í fimm ára stjórnendatíð Markúsar Inga.Heilbrigðisráðuneytið „Ráðherra byrjaði að spyrja stefnanda mjög ákveðinna spurninga um erindi frá honum í maí, þetta bréf um hallann og orðalag um ólög. Að lög um opinber fjármál væru ómarktæk. Ráðherra var með bréfið í höndunum og spurði: „Hvað varstu að hugsa?“ Hvernig skildir þú þessa spurningu? „Manni finnst að það ætti að vera skýrt fyrir embættismann, sem stefnandi er, hvernig stjórnsýslu væri háttað og að það væri ljóst að hann þyrfti að fara að lögum í sínu starfi. Að segja við ráðuneyti að lög um opinber fjármál sé ólög er mjög einkennilegt svo vægt sé til orða tekið.“ Síðari fundurinn var framhald af fyrri fundi til að ræða stöðuna. Ásta var spurð hvers vegna hann hefði verið tekinn upp og hún sagði það hafa verið vegna þess að Markús hafi farið með rangt mál í fjölmiðlum. „Hann var með ákveðnar yfirlýsingar sem stóðust ekki um hvað við ættum hafa sagt á fyrri fundi.“ Holskefla erfiðra mála Síðastur til að gefa skýrslu fyrir dómi var Sigurður Kári Árnason, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins. Vitnisburður hans kom heim og saman við lýsingu Ástu um ástæður uppsagnar Markúsar. Sigurður sagði ýmislegt hafa gengið á allt frá fyrstu mánuðum Markúsar í embætti. „Erfið starfsmannamál, jafnvel trúnaðarbrestur. Það var auðvitað haft til hliðsjónar, en þetta er heildarmat síðustu fjögurra ára. Það sem sérstaklega hafði vigt var síðastliðið ár. Það kom í ljós að frávik á rekstrarhalla stofnunarinnar var mjög mikið, miklu meira en þekkist hjá öðrum stofnunum.“ Hvorki hafi komið fram haldbærar skýringar frá Markúsi á frávikunum þegar eftir því var óskað, né raunhæfar tillögur til úrbóta. Þá kom hann mjög illa út úr stjórnendamati. Hans nánustu samstarfsmenn báru honum ekki vel söguna. Það hafði talsverða þýðingu. Embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var auglýst laust til umsóknar í september síðastliðnum. Tólf sóttu um stöðuna en skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. mars 2024. Dómsmál Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Samskiptaörðugleikar ráðherra og forstjóra HSS áhyggjuefni Þingmaður Viðreisnar segir slæm samskipti forstjóra HSS og heilbrigðisráðherra hljóta að vera áhyggjuefni fyrir íbúa svæðisins. Ekkert varð fundi heilbrigiðsráðherra með forstjóranum í dag sem var frestað á síðustu stundu. 26. júní 2023 21:01 Leitar til umba vegna fjársveltis Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, hefur ákveðið að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á ágreiningsmálum milli hans og heilbrigðisráðherra, enda hafi verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum hans og niðurstöðum skýrslna, sem unnar hafa verið fyrir stofnunina. 22. júní 2023 12:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Markúsar Ingólfs Eiríkssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Talsvert hefur gustað um stöðu Markúsar eftir að hann kom fram í fjölmiðlum í sumar og sakaði heilbrigðisráðherra um að fjársvelta stofnunina. Þá kvaðst hann persónulega hafa orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu ráðherra. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, ásamt Þorvaldi Haukssyni lögmanni í dómssal.Vísir/Vilhelm Staða Markúsar var auglýst í september síðastliðnum en fimm ára skipunartími hans rennur út í mars. Með auglýsingunni var ljóst að heilbrigðisráðherra hugðist ekki framlengja skipunartíma Markúsar sem forstjóra. Markús höfðaði dómsmálið vegna þess sem hann kallaði ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við það sem hann lítur á sem ólögmæta uppsögn. Bréfin ekki skrifuð af manni í andlegu jafnvægi Í dómsal sagði Markús frá tveimur fundum sem haldnir voru í heilbrigðisráðuneytinu í júní. Fyrri fundurinn var haldinn í kjölfar bréfaskrifa Markúsar til ráðuneytisins í tilefni fjárveitinga og skýrslu sem hann lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera um stöðu HSS. Markús sagði Willum Þór heilbrigðisráðherra hafa gert bréf hans að umtalsefni á fundinum og að hann hafi sagt þau augljóslega „ekki skrifuð af manni í andlegu jafnvægi.“ Ráðherran hafi orðað það þannig að hann hafi „móðgast fyrir hönd stjórnvalda“ vegna skrifa Markúsar og að viðskiptasamband HSS og Deloitte væri óeðlilegt. Markús Ingi ásamt lögmanni sínum, Flóka Ásgeirssyni.Vísir/Vilhelm Þá hafi óvænt verið rætt um skipunartíma hans og leikrit sett upp í kjölfarið, líkt og Markús orðaði það. Það hafi komið honum verulega á óvart, enda hafi hann ekki verið undirbúinn undir slíkt samtal. „Þau héldu áfram að gera lítið úr mínum störfum og grafa undan mínu sjálfstrausti. Fundurinn fer áfram þessa leið og mér var gert ljóst að ef ég myndi birta Deloitte skýrsluna yrði starfið mitt auglýst,“ sagði Markús sem sagðist hafa verið í áfalli. Sögðu Markús hafa farið með ósannindi í fjölmiðlum Markús segist þó hafa ákveðið að vel ígrunduðu máli að birta skýrsluna. Í kjölfarið fór hann í viðtöl í fjölmiðlum og greindi frá því að hann hafi tilkynnt heilbrigðisráðherra til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðherra í samskiptum þeirra. Nokkrum dögum síðar var boðaður annar fundur í heilbrigðisráðuneytinu. Willum Þór óskaði eftir því að sá fundur yrði tekinn upp, þar sem hann sagði Markús hafa farið með ósannindi um efni fyrri fundar í fjölmiðlum. Hefði verið ábyrgðarleysi að auglýsa ekki starfið Willum Þór svaraði spurningum í dómsal. Aðspurður hvers vegna ákveðið hefði verið að auglýsa starf Markúsar sagðist Willum Þór hafa fengið ráðleggingar þess efnis, auk þess sem fjárhagsleg staða stofnunarinnar væri mjög slæm. Þá hefði stjórnendamat í garð Markúsar komið mjög illa út auk þess sem ágreiningur og mögulegur trúnaðarbrestur væri innan framkvæmdastjórn stofnunarinnar. „Ég segi það hreint út að miðað við allt, hefði verið ábyrgðarleysi af minni hálfu að auglýsa ekki embættið. Ég hefði þá alveg eins getað átt von á því að hann sótti um, ef hann hafði svona mikla trú á sér. Þá tekur hæfisnefnd við og metur hver er hæfastur.“ Willum sagðist ekki kannast við ummæli þess efnis að ef Markús birti Deloitte skýrsluna hefði það afleiðingar. Þá hafi hann ekki krafist þess að Markús segði embætti sínu lausu. „Hvernig á maður að verja sig?“ Endurrit af seinni fundinum var lagt fyrir dóm og vísað til snarpra orðaskipta á milli Markúsar og Willums. Vitnað var til orða Willums sem spurði starfsfólk sitt eftir að fundi lauk og Markús hafði yfirgefið herbergið: „Hvernig á maður að verja sig?“ Hann var spurður hvað hann hafi átt við með þessum ummælum. „Ég segi við mitt fólk að þegar fundur er settur í fjölmiðla og skrumskældur, þá líður manni þannig og spyr sig, „hvernig á maður að verja sig?““ Willum segir Markús hafa skrumskælt fund þeirra í fjölmiðlum.Vísir/Vilhelm Engin niðurstaða náðist á síðari fundinum og ráðuneytið boðaði til þriðja fundarins nokkrum dögum síðar en afboðaði hann síðan með skömmum fyrirvara. Willum sagði í dómssal að fundurinn hafi verið afboðaður vegna þess að ekki væri útlit fyrir að nein niðurstaða myndi nást. Fyrri fundir hafi ekki skilað neinu. Margt hafi gengið á í stjórnunartíð Markúsar Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu gaf skýrslu fyrir dómi. Hún sagði margt hafa gengið á í fimm ára stjórnunartíð Markúsar sem forstjóra HSS. Fljótlega eftir að hann tók við, eða í september 2019, hafi ráðuneytinu borist erindi frá fyrrum framkvæmdastjóra hjúkrunar. Hún hafi í stuttu máli sagt að hún gæti hreinlega ekki unnið með Markúsi og bar við trúnaðarbresti. Sextán hjúkrunarfræðingar hafi í kjölfarið sagt upp og sagt ekki hægt að starfa með honum. Svo það var krísa. Það var krísa á stofnunni. Stjórnendamat sem hefur þrisvar verið framkvæmt kom afskaplega illa út fyrir Markús. Í slíku mati eru spurningar lagðar fyrir þá sem vinna mest með stjórnenda. Ásta sagði frá því að í febrúar á þessu ári hafi Markús verið undir meðaltali hjá öllum stjórnendum ríkisins í öllum tuttugu og fjórum mælikvörðum matsins nema einum. Í kjölfarið var boðað til fundar með Markúsi ásamt mannauðsstjóra. Sagður í „hálfgerðum stríðshug“ „Það sem stakk var að hann taldi þessa átján sem svöruðu, ekki vita neitt um sín störf. Framkvæmdastjórnin, hún vissi bara ekkert hvað hann væri að gera. Það væri kannski einn sem vissi eitthvað, en hinir tveir væru bara að „spila sóló“ eins og hann orðaði það,“ sagði Ásta. Ásta sagðist í kjölfarið hafa haft samband við þann aðila í framkvæmdastjórn sem færi með mannauðsmálin og spurt hvort könnunin hafi örugglega verið send á rétta aðila. Þá biður hún strax um fund og segir þetta miklu stærra mál, það sé mjög alvarleg staða komin upp og óskar eftir fundi. Nokkrir fundir voru haldnir í kjölfarið þar sem framkoma Markúsar var rædd. Var hann sagður hafa verið í „hálfgerðum stríðshug,“ erfitt hafi reynst að ræða við hann og auk þess hafi hann mætt mjög illa til vinnu. Markús hafi gefið ráðherra þær skýringar á fundi í febrúar að það tæki sig oft ekki að keyra heiman frá sér í Reykjavík til Keflavíkur í vinnuna. Ásta greindi frá því að aðilar í framkvæmdastjórn HSS hafi síðast haft samband fyrir tveimur dögum og sagst hafa verulegar áhyggjur af stöðu stofnunarinnar. „Þau sögðu að stefnandi [Markús] hafi afboðað alla framkvæmdastjórafundi, hafi slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórn og ætli að stjórna öllu einn.“ Opinber fjárlög væru ólög Rekstrarstaða HSS er að sögn Ástu mjög slæm, og svo virðist sem Markús hafi skort vilja til að vinna með ráðuneytinu að lausnum. „Það var skortur á tillögum og í raun skortur á stjórnun í rekstrarmálum,“ sagði Ásta. „Áætlanagerð hefur komið fram mjög seint, þegar hún hefur komið fram. Og ekki verið rétt. Það er eitthvað sem er afar slæmt. Á síðasta ári kom áætlanagerðin ekki fram fyrr en eftir mörg erindi frá ráðuneytinu, en þegar hún kom kemur í ljós hún var bara fyrir ellefu mánuði, ekki tólf.“ Leyndur halli hafi komið fram sem reyndist mjög mikill. Árið 2022 hafi hallinn verið 20,6 prósent en stefnt í 36 prósent á þessu ári. Þegar áðurnefnd bréfaskrif Markúsar til heilbrigðisráðuneytisins voru borin undir Ástu, sagði hún sérstaks tóns hafa gætt undanfarið ár í bréfunum. Vísaði hún sérstaklega til þess að Markús hafi sagt eitthvað á þá leið að opinber fjárlög væru ólög. „Hann vísar í að ráðuneytið sé að mistúlka þessi lög. Hann í raun segir að hann þurfi ekki að fara eftir fjárlögum, hann þurfi ekki að fara eftir þeim ramma sem löggjafinn hafi sett.“ Að mínu mati er þetta ótækt, það er alveg klárt að löggjafinn setur lög í valdinu og framkvæmdavaldið á að framfylgja þeim. „Hvað varstu að hugsa?“ Að endingu var Ásta beðin um að lýsa sinni upplifun af fundum Markúsar í ráðuneytinu. „Fundurinn var haldinn inn á skrifstofu ráðherra. Í svona þægilegu umhverfi, ekki við fundarborð, heldur í sófa,“ segir Ásta og vísar til fyrri fundarins þann 13. Júní. Markús hafi verið óöruggur í svörum og hennar upplifun hafi verið að honum hafi ekki liðið vel. Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðiseftirlitsins sagði margt hafa gengið á í fimm ára stjórnendatíð Markúsar Inga.Heilbrigðisráðuneytið „Ráðherra byrjaði að spyrja stefnanda mjög ákveðinna spurninga um erindi frá honum í maí, þetta bréf um hallann og orðalag um ólög. Að lög um opinber fjármál væru ómarktæk. Ráðherra var með bréfið í höndunum og spurði: „Hvað varstu að hugsa?“ Hvernig skildir þú þessa spurningu? „Manni finnst að það ætti að vera skýrt fyrir embættismann, sem stefnandi er, hvernig stjórnsýslu væri háttað og að það væri ljóst að hann þyrfti að fara að lögum í sínu starfi. Að segja við ráðuneyti að lög um opinber fjármál sé ólög er mjög einkennilegt svo vægt sé til orða tekið.“ Síðari fundurinn var framhald af fyrri fundi til að ræða stöðuna. Ásta var spurð hvers vegna hann hefði verið tekinn upp og hún sagði það hafa verið vegna þess að Markús hafi farið með rangt mál í fjölmiðlum. „Hann var með ákveðnar yfirlýsingar sem stóðust ekki um hvað við ættum hafa sagt á fyrri fundi.“ Holskefla erfiðra mála Síðastur til að gefa skýrslu fyrir dómi var Sigurður Kári Árnason, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins. Vitnisburður hans kom heim og saman við lýsingu Ástu um ástæður uppsagnar Markúsar. Sigurður sagði ýmislegt hafa gengið á allt frá fyrstu mánuðum Markúsar í embætti. „Erfið starfsmannamál, jafnvel trúnaðarbrestur. Það var auðvitað haft til hliðsjónar, en þetta er heildarmat síðustu fjögurra ára. Það sem sérstaklega hafði vigt var síðastliðið ár. Það kom í ljós að frávik á rekstrarhalla stofnunarinnar var mjög mikið, miklu meira en þekkist hjá öðrum stofnunum.“ Hvorki hafi komið fram haldbærar skýringar frá Markúsi á frávikunum þegar eftir því var óskað, né raunhæfar tillögur til úrbóta. Þá kom hann mjög illa út úr stjórnendamati. Hans nánustu samstarfsmenn báru honum ekki vel söguna. Það hafði talsverða þýðingu. Embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var auglýst laust til umsóknar í september síðastliðnum. Tólf sóttu um stöðuna en skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. mars 2024.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Samskiptaörðugleikar ráðherra og forstjóra HSS áhyggjuefni Þingmaður Viðreisnar segir slæm samskipti forstjóra HSS og heilbrigðisráðherra hljóta að vera áhyggjuefni fyrir íbúa svæðisins. Ekkert varð fundi heilbrigiðsráðherra með forstjóranum í dag sem var frestað á síðustu stundu. 26. júní 2023 21:01 Leitar til umba vegna fjársveltis Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, hefur ákveðið að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á ágreiningsmálum milli hans og heilbrigðisráðherra, enda hafi verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum hans og niðurstöðum skýrslna, sem unnar hafa verið fyrir stofnunina. 22. júní 2023 12:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Samskiptaörðugleikar ráðherra og forstjóra HSS áhyggjuefni Þingmaður Viðreisnar segir slæm samskipti forstjóra HSS og heilbrigðisráðherra hljóta að vera áhyggjuefni fyrir íbúa svæðisins. Ekkert varð fundi heilbrigiðsráðherra með forstjóranum í dag sem var frestað á síðustu stundu. 26. júní 2023 21:01
Leitar til umba vegna fjársveltis Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, hefur ákveðið að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á ágreiningsmálum milli hans og heilbrigðisráðherra, enda hafi verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum hans og niðurstöðum skýrslna, sem unnar hafa verið fyrir stofnunina. 22. júní 2023 12:01