„Mjög þungt högg fyrir Akureyri“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. desember 2023 18:54 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir Tveir heimilislæknar hafa sagt upp störfum á heilsugæslunni á Akureyri og nýverið var tveimur yfirlæknum sagt upp. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir ástandið þungt högg fyrir bæinn. Arngrímur Vilhjálmsson heimilislæknir hefur sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Hann segir uppsögn tveggja yfirlækna á dögunum hafa verið síðasta hálmstráið. Akureyri.net greinir frá uppsögn Arngríms og hefur eftir honum að ástæða uppsagnar hans sé óánægja með álag og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar. „Þetta síðasta útspil þeirra með uppsagnir yfirlækna var bara síðasta hálmstráið,“ segir Arngrímur við Akureyri.net. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri, var sagt upp í október. Báðum stóð til boða að starfa áfram sem heimilislæknar. Uppsagnirnar voru sagðar nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Hefði nálgast á annan hátt „Þetta er auðvitað bara erfitt, að leysa af svona reynt og gott fólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í samtali við Vísi. Hann viðurkennir að ferlið sé stutt komið, en hann þekkir af reynslunni að erfitt sé að finna reynda heimilislækna á lausu. Varðandi skipulagsbreytingarnar sem Arngrímur vísar til segir Jón Helgi: „Það var talið skynsamlegra að hafa einn yfirmann í staðinn fyrir tvo. Báðir yfirlæknarnir fengu uppsögn en jafnframt boð um starf hjá stofnuninni, samhliða. Ég held að það sé þannig, þegar menn standa frammi fyrir svona breytingum, að þá skoða menn sína stöðu. Skiljanlega.“ Er staðan ekki orðin alvarleg? „Jú, hún er auðvitað þung. Þetta er mjög þungt högg fyrir Akureyri.“ Hann viðurkennir að betur hefði mátt standa að fyrrgreindum skipulagsbreytingum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði mátt nálgast þetta á annan hátt. Þó það sé fyllilega eðlilegt að menn skipti um starfsvettvang, þá er mjög vont þegar margir fara í einu. Þá er það flóknara,“ segir Jón Helgi. Leit að yfirlækni er hafin sem áður segir. Sem stendur starfa fjörtíu læknar hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands. Akureyri Heilbrigðismál Mygla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Arngrímur Vilhjálmsson heimilislæknir hefur sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Hann segir uppsögn tveggja yfirlækna á dögunum hafa verið síðasta hálmstráið. Akureyri.net greinir frá uppsögn Arngríms og hefur eftir honum að ástæða uppsagnar hans sé óánægja með álag og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar. „Þetta síðasta útspil þeirra með uppsagnir yfirlækna var bara síðasta hálmstráið,“ segir Arngrímur við Akureyri.net. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri, var sagt upp í október. Báðum stóð til boða að starfa áfram sem heimilislæknar. Uppsagnirnar voru sagðar nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Hefði nálgast á annan hátt „Þetta er auðvitað bara erfitt, að leysa af svona reynt og gott fólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í samtali við Vísi. Hann viðurkennir að ferlið sé stutt komið, en hann þekkir af reynslunni að erfitt sé að finna reynda heimilislækna á lausu. Varðandi skipulagsbreytingarnar sem Arngrímur vísar til segir Jón Helgi: „Það var talið skynsamlegra að hafa einn yfirmann í staðinn fyrir tvo. Báðir yfirlæknarnir fengu uppsögn en jafnframt boð um starf hjá stofnuninni, samhliða. Ég held að það sé þannig, þegar menn standa frammi fyrir svona breytingum, að þá skoða menn sína stöðu. Skiljanlega.“ Er staðan ekki orðin alvarleg? „Jú, hún er auðvitað þung. Þetta er mjög þungt högg fyrir Akureyri.“ Hann viðurkennir að betur hefði mátt standa að fyrrgreindum skipulagsbreytingum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði mátt nálgast þetta á annan hátt. Þó það sé fyllilega eðlilegt að menn skipti um starfsvettvang, þá er mjög vont þegar margir fara í einu. Þá er það flóknara,“ segir Jón Helgi. Leit að yfirlækni er hafin sem áður segir. Sem stendur starfa fjörtíu læknar hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Akureyri Heilbrigðismál Mygla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira