Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Árni Sæberg skrifar 5. desember 2023 10:22 Lestrarkennsla virðist ekki vera nægilega góð í grunnskólum landsins. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. Þetta segir í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar segir að ljóst sé af niðurstöðum PISA 2022 að stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir og samtök þurfi að leggjast á eitt við að skilja ástæður þeirrar neikvæðu þróunar í lesskilningi og læsi sem kemur fram í könnuninni og bregðast við. Greining á niðurstöðunum muni nýtast ríki og sveitarfélögum við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, nýs matferils til námsmats, nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu og nýrrar stofnunar á sviði menntamála, auk farsældarlaga. Aukinn stuðningur við skólaþjónustu, námsgagnagerð, kennara og fagfólk á öllum skólastigum gegni lykilhlutverki í þeirri vinnu. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir niðurstöður PISA-kannanna frá árinu 2012: Börnum líður betur í skólanum Niðurstöðurnar eru þó ekki einungis neikvæðar en samkvæmt mælingum á líðan barna líður nemendum á Íslandi almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri þar. Ólíkt nemendum flestra landa komi þeir betur út úr þessari mælingu árið 2022 en árið 2018. Þeir hafi jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifi sjaldan einelti. Í þessum atriðum standi þeir betur en jafnaldrar sínir í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Nemendur af fyrstu kynslóð innflytjenda á Íslandi standi hins vegar verr en aðrir nemendur á Íslandi í öllum mælingum á líðan. Heimsfaraldur hafði víða áhrif og ójöfnuður eykst Heimsfaraldur hafi haft margvísleg áhrif á skólastarf, kennara og nemendur. Tvö af hverjum þremur þátttökulöndum í PISA 2022 hafi lokað skólum í þrjá mánuði eða lengur. Þróun frammistöðu landa í heild frá 2018 til 2022 bendi til áhrifa faraldursins, einkum í stærðfræðilæsi og lesskilningi. Nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu komi verr út í könnuninni þvert á þátttökulönd. Merki séu um aukningu í ójöfnuði í námsárangri í PISA á Íslandi yfir tíma, einkum í lesskilningi, og sé svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum. Undir meðaltali í öllum flokkum Í tilkynningunni segir að almennt lækki þátttökulönd í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi frá 2018 til 2022. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Lægra hlutfall búi yfir grunnhæfni og afburðahæfni borið saman við meðaltal Norðurlandanna og OECD. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, grunnhæfni í lesskilningi 60 prósent og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Lægra hlutfall drengja nær grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi (61 prósent) en stúlkna (68 prósent) en kynjamunur er mestur í grunnhæfni í lesskilningi (53 prósent hjá drengjum á móti 68 prósent hjá stúlkum). Skóla - og menntamál Börn og uppeldi PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar segir að ljóst sé af niðurstöðum PISA 2022 að stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir og samtök þurfi að leggjast á eitt við að skilja ástæður þeirrar neikvæðu þróunar í lesskilningi og læsi sem kemur fram í könnuninni og bregðast við. Greining á niðurstöðunum muni nýtast ríki og sveitarfélögum við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, nýs matferils til námsmats, nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu og nýrrar stofnunar á sviði menntamála, auk farsældarlaga. Aukinn stuðningur við skólaþjónustu, námsgagnagerð, kennara og fagfólk á öllum skólastigum gegni lykilhlutverki í þeirri vinnu. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir niðurstöður PISA-kannanna frá árinu 2012: Börnum líður betur í skólanum Niðurstöðurnar eru þó ekki einungis neikvæðar en samkvæmt mælingum á líðan barna líður nemendum á Íslandi almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri þar. Ólíkt nemendum flestra landa komi þeir betur út úr þessari mælingu árið 2022 en árið 2018. Þeir hafi jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifi sjaldan einelti. Í þessum atriðum standi þeir betur en jafnaldrar sínir í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Nemendur af fyrstu kynslóð innflytjenda á Íslandi standi hins vegar verr en aðrir nemendur á Íslandi í öllum mælingum á líðan. Heimsfaraldur hafði víða áhrif og ójöfnuður eykst Heimsfaraldur hafi haft margvísleg áhrif á skólastarf, kennara og nemendur. Tvö af hverjum þremur þátttökulöndum í PISA 2022 hafi lokað skólum í þrjá mánuði eða lengur. Þróun frammistöðu landa í heild frá 2018 til 2022 bendi til áhrifa faraldursins, einkum í stærðfræðilæsi og lesskilningi. Nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu komi verr út í könnuninni þvert á þátttökulönd. Merki séu um aukningu í ójöfnuði í námsárangri í PISA á Íslandi yfir tíma, einkum í lesskilningi, og sé svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum. Undir meðaltali í öllum flokkum Í tilkynningunni segir að almennt lækki þátttökulönd í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi frá 2018 til 2022. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Lægra hlutfall búi yfir grunnhæfni og afburðahæfni borið saman við meðaltal Norðurlandanna og OECD. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, grunnhæfni í lesskilningi 60 prósent og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Lægra hlutfall drengja nær grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi (61 prósent) en stúlkna (68 prósent) en kynjamunur er mestur í grunnhæfni í lesskilningi (53 prósent hjá drengjum á móti 68 prósent hjá stúlkum).
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira