Fleiri hús byggð í nýja miðbænum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2023 20:30 Svona munu nýju húsin líta út á Eyraveginum á Selfossi fullbyggð og verða þau hluti af nýja miðbænum á staðnum. Aðsend Framkvæmdir við annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi eru að fara af stað eftir að byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti byggingaráform Sigtún Þróunarfélags á lóðinni við Eyraveg 3-5 við hlið Mjólkurbúsins. Að sögn Vignis Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Sigtúns mun jarðvinna hefjast á allra næstu dögum. „Bygging þessara húsa markar upphafið af öðrum áfanga miðbæjarins og við áætlum að þau verði tilbúin seinni hluta 2025. Samhliða munum við hefja framkvæmdir á bílastæðahúsi þar fyrir aftan, en það er mun einfaldari framkvæmd og eru vonir bundnar við að það verði komið í fulla notkun næsta sumar,“ segir Vignir. Hugmyndafræðin á Eyravegi er sú sama og annars staðar á miðbæjarsvæðinu, það er að endurreisa þekkt íslensk hús sem hafa áður staðið annars staðar. Húsin sem nú munu nú rísa á Eyravegi eru svonefnda Amtmannshús, sem stóð við í Reykjavík á árunum 1879-1972, og Hótel Akureyri sem stóð við Aðalstræti á Akureyri 1902-1955. Örlög þessara húsa á sínum tíma voru þó af ólíkum toga. Hótel Akureyri varð eldi að bráð en Amtmannshúsið var rifið. Í endurbyggðum húsunum á Selfossi verða skrifstofurými til útleigu á efri hæðum en jarðhæðin verður nýtt sem þjónustu- eða verslunarhúsnæði. Húsin tengjast saman með glerbyggingu þar sem verður lyfta og stigagangur. „Þetta eru ofboðslega falleg hús sem bera með sér gamalt yfirbragð, en þau verða þó staðsteypt og klædd með timbri. Innandyra verður eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði bæjarins,“ segir Vignir. Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.Aðsend Heimamenn byggja Það eru fyrirtækin JÁVERK, sem byggir húsin og Borgarverk sem sér um jarðvinnu, og því fólk og félög úr héraði sem sjá um framkvæmdina að stórum hluta. „Svo munu undirverktakar bætast við á einhverjum tímapunkti sem verða einnig að uppistöðu heimamenn. Þetta skiptir okkur máli,“ segir Vignir. Nýi miðbærinn þykir einstaklega vel heppnaður á Selfossi.Aðsend Allt búið 2028 Aðspurður um framhaldið segir Vignir að áformað sé að hefja uppbyggingu á fleiri reitum innan miðbæjarsvæðisins strax á næsta ári. „Já, við erum búin að brjóta miðbæjarsvæðið upp í nokkra reiti, það er að segja húsaþyrpingar sem tengjast saman og hafa sameiginlega kjallara og þess háttar. Við munum hefja framkvæmdir á þessum reitum einn af öðrum, eftir því sem hönnun þeirra vindur fram. Ef allt gengur upp verður búið að reisa flest húsin árið 2028,“ segir Vignir en heildarviðbótin telur næstum 25 þúsund fermetra í 45 nýjum húsum. Til samanburðar er miðbærinn í dag rúmlega 5 þúsund fermetrar í 13 húsum. Nýji miðbærinn á Selfossi hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum og nú á að halda uppbyggingunni áfram á fullum krafti. Aðsend Árborg Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Að sögn Vignis Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Sigtúns mun jarðvinna hefjast á allra næstu dögum. „Bygging þessara húsa markar upphafið af öðrum áfanga miðbæjarins og við áætlum að þau verði tilbúin seinni hluta 2025. Samhliða munum við hefja framkvæmdir á bílastæðahúsi þar fyrir aftan, en það er mun einfaldari framkvæmd og eru vonir bundnar við að það verði komið í fulla notkun næsta sumar,“ segir Vignir. Hugmyndafræðin á Eyravegi er sú sama og annars staðar á miðbæjarsvæðinu, það er að endurreisa þekkt íslensk hús sem hafa áður staðið annars staðar. Húsin sem nú munu nú rísa á Eyravegi eru svonefnda Amtmannshús, sem stóð við í Reykjavík á árunum 1879-1972, og Hótel Akureyri sem stóð við Aðalstræti á Akureyri 1902-1955. Örlög þessara húsa á sínum tíma voru þó af ólíkum toga. Hótel Akureyri varð eldi að bráð en Amtmannshúsið var rifið. Í endurbyggðum húsunum á Selfossi verða skrifstofurými til útleigu á efri hæðum en jarðhæðin verður nýtt sem þjónustu- eða verslunarhúsnæði. Húsin tengjast saman með glerbyggingu þar sem verður lyfta og stigagangur. „Þetta eru ofboðslega falleg hús sem bera með sér gamalt yfirbragð, en þau verða þó staðsteypt og klædd með timbri. Innandyra verður eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði bæjarins,“ segir Vignir. Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.Aðsend Heimamenn byggja Það eru fyrirtækin JÁVERK, sem byggir húsin og Borgarverk sem sér um jarðvinnu, og því fólk og félög úr héraði sem sjá um framkvæmdina að stórum hluta. „Svo munu undirverktakar bætast við á einhverjum tímapunkti sem verða einnig að uppistöðu heimamenn. Þetta skiptir okkur máli,“ segir Vignir. Nýi miðbærinn þykir einstaklega vel heppnaður á Selfossi.Aðsend Allt búið 2028 Aðspurður um framhaldið segir Vignir að áformað sé að hefja uppbyggingu á fleiri reitum innan miðbæjarsvæðisins strax á næsta ári. „Já, við erum búin að brjóta miðbæjarsvæðið upp í nokkra reiti, það er að segja húsaþyrpingar sem tengjast saman og hafa sameiginlega kjallara og þess háttar. Við munum hefja framkvæmdir á þessum reitum einn af öðrum, eftir því sem hönnun þeirra vindur fram. Ef allt gengur upp verður búið að reisa flest húsin árið 2028,“ segir Vignir en heildarviðbótin telur næstum 25 þúsund fermetra í 45 nýjum húsum. Til samanburðar er miðbærinn í dag rúmlega 5 þúsund fermetrar í 13 húsum. Nýji miðbærinn á Selfossi hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum og nú á að halda uppbyggingunni áfram á fullum krafti. Aðsend
Árborg Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira