Fleiri hús byggð í nýja miðbænum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2023 20:30 Svona munu nýju húsin líta út á Eyraveginum á Selfossi fullbyggð og verða þau hluti af nýja miðbænum á staðnum. Aðsend Framkvæmdir við annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi eru að fara af stað eftir að byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti byggingaráform Sigtún Þróunarfélags á lóðinni við Eyraveg 3-5 við hlið Mjólkurbúsins. Að sögn Vignis Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Sigtúns mun jarðvinna hefjast á allra næstu dögum. „Bygging þessara húsa markar upphafið af öðrum áfanga miðbæjarins og við áætlum að þau verði tilbúin seinni hluta 2025. Samhliða munum við hefja framkvæmdir á bílastæðahúsi þar fyrir aftan, en það er mun einfaldari framkvæmd og eru vonir bundnar við að það verði komið í fulla notkun næsta sumar,“ segir Vignir. Hugmyndafræðin á Eyravegi er sú sama og annars staðar á miðbæjarsvæðinu, það er að endurreisa þekkt íslensk hús sem hafa áður staðið annars staðar. Húsin sem nú munu nú rísa á Eyravegi eru svonefnda Amtmannshús, sem stóð við í Reykjavík á árunum 1879-1972, og Hótel Akureyri sem stóð við Aðalstræti á Akureyri 1902-1955. Örlög þessara húsa á sínum tíma voru þó af ólíkum toga. Hótel Akureyri varð eldi að bráð en Amtmannshúsið var rifið. Í endurbyggðum húsunum á Selfossi verða skrifstofurými til útleigu á efri hæðum en jarðhæðin verður nýtt sem þjónustu- eða verslunarhúsnæði. Húsin tengjast saman með glerbyggingu þar sem verður lyfta og stigagangur. „Þetta eru ofboðslega falleg hús sem bera með sér gamalt yfirbragð, en þau verða þó staðsteypt og klædd með timbri. Innandyra verður eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði bæjarins,“ segir Vignir. Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.Aðsend Heimamenn byggja Það eru fyrirtækin JÁVERK, sem byggir húsin og Borgarverk sem sér um jarðvinnu, og því fólk og félög úr héraði sem sjá um framkvæmdina að stórum hluta. „Svo munu undirverktakar bætast við á einhverjum tímapunkti sem verða einnig að uppistöðu heimamenn. Þetta skiptir okkur máli,“ segir Vignir. Nýi miðbærinn þykir einstaklega vel heppnaður á Selfossi.Aðsend Allt búið 2028 Aðspurður um framhaldið segir Vignir að áformað sé að hefja uppbyggingu á fleiri reitum innan miðbæjarsvæðisins strax á næsta ári. „Já, við erum búin að brjóta miðbæjarsvæðið upp í nokkra reiti, það er að segja húsaþyrpingar sem tengjast saman og hafa sameiginlega kjallara og þess háttar. Við munum hefja framkvæmdir á þessum reitum einn af öðrum, eftir því sem hönnun þeirra vindur fram. Ef allt gengur upp verður búið að reisa flest húsin árið 2028,“ segir Vignir en heildarviðbótin telur næstum 25 þúsund fermetra í 45 nýjum húsum. Til samanburðar er miðbærinn í dag rúmlega 5 þúsund fermetrar í 13 húsum. Nýji miðbærinn á Selfossi hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum og nú á að halda uppbyggingunni áfram á fullum krafti. Aðsend Árborg Byggingariðnaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Að sögn Vignis Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Sigtúns mun jarðvinna hefjast á allra næstu dögum. „Bygging þessara húsa markar upphafið af öðrum áfanga miðbæjarins og við áætlum að þau verði tilbúin seinni hluta 2025. Samhliða munum við hefja framkvæmdir á bílastæðahúsi þar fyrir aftan, en það er mun einfaldari framkvæmd og eru vonir bundnar við að það verði komið í fulla notkun næsta sumar,“ segir Vignir. Hugmyndafræðin á Eyravegi er sú sama og annars staðar á miðbæjarsvæðinu, það er að endurreisa þekkt íslensk hús sem hafa áður staðið annars staðar. Húsin sem nú munu nú rísa á Eyravegi eru svonefnda Amtmannshús, sem stóð við í Reykjavík á árunum 1879-1972, og Hótel Akureyri sem stóð við Aðalstræti á Akureyri 1902-1955. Örlög þessara húsa á sínum tíma voru þó af ólíkum toga. Hótel Akureyri varð eldi að bráð en Amtmannshúsið var rifið. Í endurbyggðum húsunum á Selfossi verða skrifstofurými til útleigu á efri hæðum en jarðhæðin verður nýtt sem þjónustu- eða verslunarhúsnæði. Húsin tengjast saman með glerbyggingu þar sem verður lyfta og stigagangur. „Þetta eru ofboðslega falleg hús sem bera með sér gamalt yfirbragð, en þau verða þó staðsteypt og klædd með timbri. Innandyra verður eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði bæjarins,“ segir Vignir. Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.Aðsend Heimamenn byggja Það eru fyrirtækin JÁVERK, sem byggir húsin og Borgarverk sem sér um jarðvinnu, og því fólk og félög úr héraði sem sjá um framkvæmdina að stórum hluta. „Svo munu undirverktakar bætast við á einhverjum tímapunkti sem verða einnig að uppistöðu heimamenn. Þetta skiptir okkur máli,“ segir Vignir. Nýi miðbærinn þykir einstaklega vel heppnaður á Selfossi.Aðsend Allt búið 2028 Aðspurður um framhaldið segir Vignir að áformað sé að hefja uppbyggingu á fleiri reitum innan miðbæjarsvæðisins strax á næsta ári. „Já, við erum búin að brjóta miðbæjarsvæðið upp í nokkra reiti, það er að segja húsaþyrpingar sem tengjast saman og hafa sameiginlega kjallara og þess háttar. Við munum hefja framkvæmdir á þessum reitum einn af öðrum, eftir því sem hönnun þeirra vindur fram. Ef allt gengur upp verður búið að reisa flest húsin árið 2028,“ segir Vignir en heildarviðbótin telur næstum 25 þúsund fermetra í 45 nýjum húsum. Til samanburðar er miðbærinn í dag rúmlega 5 þúsund fermetrar í 13 húsum. Nýji miðbærinn á Selfossi hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum og nú á að halda uppbyggingunni áfram á fullum krafti. Aðsend
Árborg Byggingariðnaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira