Fleiri hús byggð í nýja miðbænum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2023 20:30 Svona munu nýju húsin líta út á Eyraveginum á Selfossi fullbyggð og verða þau hluti af nýja miðbænum á staðnum. Aðsend Framkvæmdir við annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi eru að fara af stað eftir að byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti byggingaráform Sigtún Þróunarfélags á lóðinni við Eyraveg 3-5 við hlið Mjólkurbúsins. Að sögn Vignis Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Sigtúns mun jarðvinna hefjast á allra næstu dögum. „Bygging þessara húsa markar upphafið af öðrum áfanga miðbæjarins og við áætlum að þau verði tilbúin seinni hluta 2025. Samhliða munum við hefja framkvæmdir á bílastæðahúsi þar fyrir aftan, en það er mun einfaldari framkvæmd og eru vonir bundnar við að það verði komið í fulla notkun næsta sumar,“ segir Vignir. Hugmyndafræðin á Eyravegi er sú sama og annars staðar á miðbæjarsvæðinu, það er að endurreisa þekkt íslensk hús sem hafa áður staðið annars staðar. Húsin sem nú munu nú rísa á Eyravegi eru svonefnda Amtmannshús, sem stóð við í Reykjavík á árunum 1879-1972, og Hótel Akureyri sem stóð við Aðalstræti á Akureyri 1902-1955. Örlög þessara húsa á sínum tíma voru þó af ólíkum toga. Hótel Akureyri varð eldi að bráð en Amtmannshúsið var rifið. Í endurbyggðum húsunum á Selfossi verða skrifstofurými til útleigu á efri hæðum en jarðhæðin verður nýtt sem þjónustu- eða verslunarhúsnæði. Húsin tengjast saman með glerbyggingu þar sem verður lyfta og stigagangur. „Þetta eru ofboðslega falleg hús sem bera með sér gamalt yfirbragð, en þau verða þó staðsteypt og klædd með timbri. Innandyra verður eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði bæjarins,“ segir Vignir. Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.Aðsend Heimamenn byggja Það eru fyrirtækin JÁVERK, sem byggir húsin og Borgarverk sem sér um jarðvinnu, og því fólk og félög úr héraði sem sjá um framkvæmdina að stórum hluta. „Svo munu undirverktakar bætast við á einhverjum tímapunkti sem verða einnig að uppistöðu heimamenn. Þetta skiptir okkur máli,“ segir Vignir. Nýi miðbærinn þykir einstaklega vel heppnaður á Selfossi.Aðsend Allt búið 2028 Aðspurður um framhaldið segir Vignir að áformað sé að hefja uppbyggingu á fleiri reitum innan miðbæjarsvæðisins strax á næsta ári. „Já, við erum búin að brjóta miðbæjarsvæðið upp í nokkra reiti, það er að segja húsaþyrpingar sem tengjast saman og hafa sameiginlega kjallara og þess háttar. Við munum hefja framkvæmdir á þessum reitum einn af öðrum, eftir því sem hönnun þeirra vindur fram. Ef allt gengur upp verður búið að reisa flest húsin árið 2028,“ segir Vignir en heildarviðbótin telur næstum 25 þúsund fermetra í 45 nýjum húsum. Til samanburðar er miðbærinn í dag rúmlega 5 þúsund fermetrar í 13 húsum. Nýji miðbærinn á Selfossi hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum og nú á að halda uppbyggingunni áfram á fullum krafti. Aðsend Árborg Byggingariðnaður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Að sögn Vignis Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Sigtúns mun jarðvinna hefjast á allra næstu dögum. „Bygging þessara húsa markar upphafið af öðrum áfanga miðbæjarins og við áætlum að þau verði tilbúin seinni hluta 2025. Samhliða munum við hefja framkvæmdir á bílastæðahúsi þar fyrir aftan, en það er mun einfaldari framkvæmd og eru vonir bundnar við að það verði komið í fulla notkun næsta sumar,“ segir Vignir. Hugmyndafræðin á Eyravegi er sú sama og annars staðar á miðbæjarsvæðinu, það er að endurreisa þekkt íslensk hús sem hafa áður staðið annars staðar. Húsin sem nú munu nú rísa á Eyravegi eru svonefnda Amtmannshús, sem stóð við í Reykjavík á árunum 1879-1972, og Hótel Akureyri sem stóð við Aðalstræti á Akureyri 1902-1955. Örlög þessara húsa á sínum tíma voru þó af ólíkum toga. Hótel Akureyri varð eldi að bráð en Amtmannshúsið var rifið. Í endurbyggðum húsunum á Selfossi verða skrifstofurými til útleigu á efri hæðum en jarðhæðin verður nýtt sem þjónustu- eða verslunarhúsnæði. Húsin tengjast saman með glerbyggingu þar sem verður lyfta og stigagangur. „Þetta eru ofboðslega falleg hús sem bera með sér gamalt yfirbragð, en þau verða þó staðsteypt og klædd með timbri. Innandyra verður eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði bæjarins,“ segir Vignir. Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.Aðsend Heimamenn byggja Það eru fyrirtækin JÁVERK, sem byggir húsin og Borgarverk sem sér um jarðvinnu, og því fólk og félög úr héraði sem sjá um framkvæmdina að stórum hluta. „Svo munu undirverktakar bætast við á einhverjum tímapunkti sem verða einnig að uppistöðu heimamenn. Þetta skiptir okkur máli,“ segir Vignir. Nýi miðbærinn þykir einstaklega vel heppnaður á Selfossi.Aðsend Allt búið 2028 Aðspurður um framhaldið segir Vignir að áformað sé að hefja uppbyggingu á fleiri reitum innan miðbæjarsvæðisins strax á næsta ári. „Já, við erum búin að brjóta miðbæjarsvæðið upp í nokkra reiti, það er að segja húsaþyrpingar sem tengjast saman og hafa sameiginlega kjallara og þess háttar. Við munum hefja framkvæmdir á þessum reitum einn af öðrum, eftir því sem hönnun þeirra vindur fram. Ef allt gengur upp verður búið að reisa flest húsin árið 2028,“ segir Vignir en heildarviðbótin telur næstum 25 þúsund fermetra í 45 nýjum húsum. Til samanburðar er miðbærinn í dag rúmlega 5 þúsund fermetrar í 13 húsum. Nýji miðbærinn á Selfossi hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum og nú á að halda uppbyggingunni áfram á fullum krafti. Aðsend
Árborg Byggingariðnaður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira