„Ekki góð tilfinning að sitja eftir (í neðsta sæti riðilsins) eftir þennan leik. Maður finnur að það eru sár. Finnur vel fyrir þessu, finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik og stóðu sig heilt yfir mjög vel.“
Það var mikið vesen á ritaraborðinu í dag, er eitthvað þar sem Arnar var ósáttur við?
„Alveg hellingur en það hefur ekkert upp á sig. Fannst ákveðið bíó í kringum þetta, áttum leikhlé og þá var farið í VAR. Svo fannst mér nokkrir dómar arna ekki falla með okkur. Ég náttúrulega sé þetta mögulega með öðrum gleraugum en þau og þarf að skoða þetta aftur. Því verður hvort eð er ekkert breytt. Þurfum að halda áfram, sætta okkur við þetta í kvöld og áfram gakk.“
Hvaða tilfinningar eru í gangi eftir leik dagsins?
„Þær eru súrar, mjög súrar núna. Við fengum hörkuleik sem mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir mjög vel í. Er enn og aftur stoltur af þeirra framlagi og þeirra frammistöðu.“
„Þegar mesta fýlan rennur af manni þá er ég nokkuð viss um að við munum læra rosalega mikið af þessu. Fáum úrslitaleik sem er ákveðið verkefni, ákveðið próf sem mér fannst við standast heilt yfir nokkuð vel.
„Er pottþéttur á því að eftir nokkurn tíma munum við horfa á þennan leik sem mjög mikilvægan á þeirri vegferð sem við erum. Ef við nýtum hann rétt og lærum af honum þá mun hann nýtast okkur mjög vel inn í framtíðina.“
Forsetabikarinn næst á dagskrá.
„Þurfum aðeins að setjast yfir það, ætluðum okkur ekkert þangað þó það sé raunin núna. Förum í rólegheitum yfir það, veit ekki einu sinni hvaða liðum við erum að fara mæta svo við skulum aðeins bíða og sjá með það allt saman.“