Aðstandendur komi með rauða rós fyrir þá sem þau hafi misst Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2023 15:31 Frá vinstri er Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, Guðlaug Baldursdóttir og svo Gunnar Ingi Valgeirsson. Þrír aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma hafa fengið nóg af úrræðaleysi stjórnvalda og biðlistum og boða til mótmæla næsta laugardag á Austurvelli frá klukkan 13 til 15. Auk þess hafa þau stofnað ný samtök fyrir aðstandendur sem kallast Samtök aðstandenda og fíknisjúkra, SAF. Að samtökunum standa þau Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er með hlaðvarpið Lífið á biðlista, Guðlaug Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, sem báðar eru aðstandendur. Dagbjört sagði sögu sína og sonar síns fyrir stuttu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sonur hennar hefur glímt við fíknisjúkdóm síðustu sextán árin. „Við biðjum þá sem hafa misst einhvern úr þessum sjúkdómi að koma með rauða rós eða blóm á laugardaginn fyrir hverja manneskju sem þau hafa misst og leggja á tröppur Alþingishússins. Til að hjálpa þeim að sjá hversu marga við erum að missa,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir dagskrá mótmælanna enn í mótun en að Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, ætli að segja nokkur orð sem aðstandandi og taka lagið. Þá ætli einnig þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, úr Viðreisn, og Inga Sæland, úr Flokki fólksins, að segja nokkur orð. „Eftir það verður orðið gefið laust,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir kröfur þeirra skýrar á fundinum. Þau vilji afeitrunarstöð sem sé ríkisrekin og á spítala. „Það sé einskonar bráðamóttaka fyrir þau sem eru með fíknisjúkdóma. Við viljum að fólk geti mætt og fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Fjórir látnir úr meðferðinni Gunnar Ingi hefur sjálfur glímt við fíknisjúkdóm í um þrettán ár. Hann fór í meðferð fyrr á þessu ári og eftir að hann lauk henni byrjaði hann með hlaðvarpið Lífið á biðlista. „Ég var sjálfur í sex mánaða meðferð á þessu ári. Ég útskrifaðist í ágúst og það eru fjórir af þeim sem ég var með í meðferð dánir núna. Ég er búin að vera að glíma við þennan sjúkdóm í þrettán ár og er búinn sjá mjög marga fara.“ Hann segir að eftir að hann stofnaði hlaðvarpið hafi fólk mikið samband og vilji segja sína sögu. „Ég stofnaði í kringum það stuðningshóp á Facebook fyrir fólk. Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem vildi koma í þáttinn og ég gat ekki tekið alla. Ég bjó til þennan hóp og þar var fólk að pósta sínum reynslusögum,“ segir Gunnar og að þannig hafi hann kynnst Guðlaugu. „Hún sendi mér skilaboð og sagði að hún og Dagbjört hefðu verið að tala saman og vildu gera eitthvað í þessu. Þá stofnuðum við þrjú samtökin.“ Hann segir að þau hafi strax ákveðið að þeirra fyrsta verk væri að skipuleggja mótmæli. „Við Dagbjört erum bæði aðstandendur og alkóhólistar en Guðlaug er aðstandandi. Við sem hópum höfum aldrei barist fyrir þessu og það var kominn tími á að mótmæla þessum löngu biðlistum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Við erum með SÁÁ og Vog. Það eru félagasamtök sem eru rekin á styrkjum frá ríkinu og frjálsum framlögum. Við erum að láta þessi félagasamtök sjá um alla afeitrun á þessum lífshættulega sjúkdómi og okkur finnst tímabært að ríkisstjórnin taki ábyrgð á þessum sjúkdómi. Með alla aðra sjúkdóma sem þú færð er það á ábyrgð heilbrigðiskerfisins að annast þann sjúkdóm. En ekki þennan sjúkdóm þar sem við erum að missa hátt í hundrað manns á hverju ári,“ segir Gunnar Ingi. Komin með nóg af aðgerðaleysi Hann segir fólk of oft mæta lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og að meðalbið á Vogi sé núna um níu mánuðir. Það séu um 700 á bið á Vogi og hundrað á Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti. Gunnar Ingi segir að þau séu alveg komin með nóg af aðgerðaleysinu. Guðlaug hafi verið að glíma við kerfið vegna sonar síns í um tuttugu ár og sé orðin öryrki. Bæði hún og Dagbjört byrji alla daga á því að kíkja á símann til að athuga hvort að spítalinn eða lögreglan hafi hringt. „Aðstandendurnir eru þeir sem lenda í því að sjá um það að fá hjálp fyrir veika fólkið sitt. Það er ekki þannig með aðra sjúkdóma. Þá færðu bara þá þjónustu sem þú þarft þegar þú þarft hana.“ Hægt er að kynna sér samtökin og viðburðinn á Facebook hér að neðan. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Að samtökunum standa þau Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er með hlaðvarpið Lífið á biðlista, Guðlaug Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, sem báðar eru aðstandendur. Dagbjört sagði sögu sína og sonar síns fyrir stuttu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sonur hennar hefur glímt við fíknisjúkdóm síðustu sextán árin. „Við biðjum þá sem hafa misst einhvern úr þessum sjúkdómi að koma með rauða rós eða blóm á laugardaginn fyrir hverja manneskju sem þau hafa misst og leggja á tröppur Alþingishússins. Til að hjálpa þeim að sjá hversu marga við erum að missa,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir dagskrá mótmælanna enn í mótun en að Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, ætli að segja nokkur orð sem aðstandandi og taka lagið. Þá ætli einnig þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, úr Viðreisn, og Inga Sæland, úr Flokki fólksins, að segja nokkur orð. „Eftir það verður orðið gefið laust,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir kröfur þeirra skýrar á fundinum. Þau vilji afeitrunarstöð sem sé ríkisrekin og á spítala. „Það sé einskonar bráðamóttaka fyrir þau sem eru með fíknisjúkdóma. Við viljum að fólk geti mætt og fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Fjórir látnir úr meðferðinni Gunnar Ingi hefur sjálfur glímt við fíknisjúkdóm í um þrettán ár. Hann fór í meðferð fyrr á þessu ári og eftir að hann lauk henni byrjaði hann með hlaðvarpið Lífið á biðlista. „Ég var sjálfur í sex mánaða meðferð á þessu ári. Ég útskrifaðist í ágúst og það eru fjórir af þeim sem ég var með í meðferð dánir núna. Ég er búin að vera að glíma við þennan sjúkdóm í þrettán ár og er búinn sjá mjög marga fara.“ Hann segir að eftir að hann stofnaði hlaðvarpið hafi fólk mikið samband og vilji segja sína sögu. „Ég stofnaði í kringum það stuðningshóp á Facebook fyrir fólk. Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem vildi koma í þáttinn og ég gat ekki tekið alla. Ég bjó til þennan hóp og þar var fólk að pósta sínum reynslusögum,“ segir Gunnar og að þannig hafi hann kynnst Guðlaugu. „Hún sendi mér skilaboð og sagði að hún og Dagbjört hefðu verið að tala saman og vildu gera eitthvað í þessu. Þá stofnuðum við þrjú samtökin.“ Hann segir að þau hafi strax ákveðið að þeirra fyrsta verk væri að skipuleggja mótmæli. „Við Dagbjört erum bæði aðstandendur og alkóhólistar en Guðlaug er aðstandandi. Við sem hópum höfum aldrei barist fyrir þessu og það var kominn tími á að mótmæla þessum löngu biðlistum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Við erum með SÁÁ og Vog. Það eru félagasamtök sem eru rekin á styrkjum frá ríkinu og frjálsum framlögum. Við erum að láta þessi félagasamtök sjá um alla afeitrun á þessum lífshættulega sjúkdómi og okkur finnst tímabært að ríkisstjórnin taki ábyrgð á þessum sjúkdómi. Með alla aðra sjúkdóma sem þú færð er það á ábyrgð heilbrigðiskerfisins að annast þann sjúkdóm. En ekki þennan sjúkdóm þar sem við erum að missa hátt í hundrað manns á hverju ári,“ segir Gunnar Ingi. Komin með nóg af aðgerðaleysi Hann segir fólk of oft mæta lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og að meðalbið á Vogi sé núna um níu mánuðir. Það séu um 700 á bið á Vogi og hundrað á Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti. Gunnar Ingi segir að þau séu alveg komin með nóg af aðgerðaleysinu. Guðlaug hafi verið að glíma við kerfið vegna sonar síns í um tuttugu ár og sé orðin öryrki. Bæði hún og Dagbjört byrji alla daga á því að kíkja á símann til að athuga hvort að spítalinn eða lögreglan hafi hringt. „Aðstandendurnir eru þeir sem lenda í því að sjá um það að fá hjálp fyrir veika fólkið sitt. Það er ekki þannig með aðra sjúkdóma. Þá færðu bara þá þjónustu sem þú þarft þegar þú þarft hana.“ Hægt er að kynna sér samtökin og viðburðinn á Facebook hér að neðan.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira