HJK komst 2-0 yfir gegn Aberdeen en gestirnir svöruðu fyrir sig og jöfnuðu leikinn, lokatölur 2-2. Jafnteflið gerir hins vegar ekkert fyrir lðin sem eru í 3. og 4. sæti G-riðils og eiga ekki möguleika á að komast áfram.
You might have heard about rainy night in Stoke, but have you heard about snowy night in Helsinki? #UECL #UECLfi @AberdeenFC @hjkhelsinki pic.twitter.com/vtAGLKO6uy
— Viaplay Urheilu (@ViaplayUrheilu) November 30, 2023
Það vakti hins vegar athygli að dómari leiksins stöðvaði leikinn tímabundið í stöðunni 2-1. Á sama tíma heyrðist í kallkerfi vallarins að ekki mætta kasta hlutum inn á völlinn en þá hafði snjóboltum rignt yfir Kelle Roos, markvörð Aberdeen.
HJK and Aberdeen was briefly stopped because the away fans were chucking snowballs at the home side's goalkeeper.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 30, 2023
@archiert1pic.twitter.com/1C4gNcgIMZ
Í A-riðli kom Hákon Arnar Haraldsson inn af varamannabekknum hjá Lille þegar franska félagið vann 2-0 útisigur á Olimpija. Hákon Arnar spilaði rúman stundarfjórðung og nældi sér í gult spjald.
Lille trónir á topp riðilsins með 11 stig en þarf sigur gegn KÍ Klaksvík til að tryggja sér efsta sætið.
Önnur úrslit
- FC Astana 0-2 Dinamo Zagreb
- AZ Alkmaar 1-0 Zrinjski
- Besiktas 0-5 Club Brugge
- Bodo/Glimt 5-2 Lugano
- FC Balkani 0-1 Plzen
- Gent 4-0 Zorya Luhansk
- KÍ Klaksvík 1-2 Slovan Bratislava