Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni Gabríel Ingimarsson skrifar 1. desember 2023 07:30 Ríkisstjórnin hefur gleymt einu sínu verðmætasta og mikilvægasta tóli í meintri baráttu sinni gegn verðbólgu, sjálfum fjárlögunum. Það er stórt vandamál ef fjárlög næsta árs eru ekki notuð til að rétta af hallarekstur ríkisins. Ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut mun það aðeins viðhalda verðbólgu og þýðir að vextir og verðlag halda áfram að hækka. Þetta þarf að leiðrétta. Það er mjög opinberandi að sjá afneitun ríkisstjórnarinnar yfir stöðu mála - í þeirra huga er alls ekkert vandamál til staðar. Ryki er þyrlað í augu kjósenda með torskiljanlegri umræðu um frumjöfnuð, vaxtagjöld sem viljandi eru vanáætluð og innihaldslausum loforðum um tekjur sem er alls ekki búið að tryggja. En því miður eigum við ekki von á að ríkisstjórnin taki erfiðar ákvarðanir í þessu máli frekar en öðrum. Það eina sem þau eru sammála um er stöðnun. Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar vill leggja sín lóð á vogarskálarnar og hjálpa ríkisstjórninni í þessum gríðarlega hallarekstri. Þess vegna heimsóttum við í morgun fjóra ráðherra: formenn stjórnarflokkanna þriggja og svo fjármálaráðherra og gáfum þeim rammheiðarleg hallamál. Hallamálin munu vonandi hjálpa ríkisstjórninni sjá hallann á ríkisfjármálunum, rétta hann af og að skilja og greina vandamálið sem þau eru að skapa fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar. Uppreisn vill sérstaklega geta þess að hallamálin voru valin eftir ítarlega verðrannsókn en þannig vildum við veita ríkisstjórninni gott fordæmi og eyða ekki fjármunum umfram það sem mætti teljast hófsamt eða nauðsynlegt. Í þessu tilfelli er það bráðavandi. Ef ríkisstjórnin sér ekki hallann þá þarf hún betri mælitæki. Ekki er vitað til þess hvort hallamálin séu komin í notkun, en Uppreisn bindur miklar vonir við að verkfærin komi að góðum notum og að ráðherrarnir fari að snúa sér að því að koma böndum á skuldasöfnun og hallarekstur ríkisins. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur gleymt einu sínu verðmætasta og mikilvægasta tóli í meintri baráttu sinni gegn verðbólgu, sjálfum fjárlögunum. Það er stórt vandamál ef fjárlög næsta árs eru ekki notuð til að rétta af hallarekstur ríkisins. Ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut mun það aðeins viðhalda verðbólgu og þýðir að vextir og verðlag halda áfram að hækka. Þetta þarf að leiðrétta. Það er mjög opinberandi að sjá afneitun ríkisstjórnarinnar yfir stöðu mála - í þeirra huga er alls ekkert vandamál til staðar. Ryki er þyrlað í augu kjósenda með torskiljanlegri umræðu um frumjöfnuð, vaxtagjöld sem viljandi eru vanáætluð og innihaldslausum loforðum um tekjur sem er alls ekki búið að tryggja. En því miður eigum við ekki von á að ríkisstjórnin taki erfiðar ákvarðanir í þessu máli frekar en öðrum. Það eina sem þau eru sammála um er stöðnun. Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar vill leggja sín lóð á vogarskálarnar og hjálpa ríkisstjórninni í þessum gríðarlega hallarekstri. Þess vegna heimsóttum við í morgun fjóra ráðherra: formenn stjórnarflokkanna þriggja og svo fjármálaráðherra og gáfum þeim rammheiðarleg hallamál. Hallamálin munu vonandi hjálpa ríkisstjórninni sjá hallann á ríkisfjármálunum, rétta hann af og að skilja og greina vandamálið sem þau eru að skapa fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar. Uppreisn vill sérstaklega geta þess að hallamálin voru valin eftir ítarlega verðrannsókn en þannig vildum við veita ríkisstjórninni gott fordæmi og eyða ekki fjármunum umfram það sem mætti teljast hófsamt eða nauðsynlegt. Í þessu tilfelli er það bráðavandi. Ef ríkisstjórnin sér ekki hallann þá þarf hún betri mælitæki. Ekki er vitað til þess hvort hallamálin séu komin í notkun, en Uppreisn bindur miklar vonir við að verkfærin komi að góðum notum og að ráðherrarnir fari að snúa sér að því að koma böndum á skuldasöfnun og hallarekstur ríkisins. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar