Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 11:26 Sofia var á 29. aldursári þegar hún lést í apríl síðastliðnum. Grunur leikur á um að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Vísir Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar andláts hinnar 28 ára gömlu Sofiu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi, þann 27. apríl síðastliðinn. Annar þeirra var handtekinn á vettvangi en hinn skömmu síðar. Öðrum manninum var sleppt nokkrum dögum síðar en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sat í gæsluvarðhaldi í 18 vikur Gæsluvarðhaldið var ítrekað framlengt þar til manninum var sleppt úr haldi þann 30. ágúst síðastliðinn en úrskurðaður í farbann til 1. desember. Hann hafði þá setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur þrátt fyrir að lög um meðferð sakamála kveði á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana Sofiu en hann hefur neitað sök og sagt hana hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. En ekkert gefið upp um dánarorsök Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins miði vel og hann eigi von á að henni ljúki á allra næstu dögum. Þá býst hann við að farbann yfir þeim grunaða verði framlengt þegar það rennur út á morgun, 1. desember. Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök Sofiu og Sveinn vill ekki tjá sig um niðurstöður krufningar. Hann segir þó að það hafi verið gefið upp í upphafi að málið væri rannsakað sem manndrápsmál og gæsluvarðhaldskröfur settar fram á þeim forsendum, það hafi ekki breyst. Því má gera ráð fyrir að frekari upplýsingar um málið komi fram þegar og ef ákæra verður gefin út á næstu vikum. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30. ágúst 2023 20:22 Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. 22. ágúst 2023 20:54 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar andláts hinnar 28 ára gömlu Sofiu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi, þann 27. apríl síðastliðinn. Annar þeirra var handtekinn á vettvangi en hinn skömmu síðar. Öðrum manninum var sleppt nokkrum dögum síðar en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sat í gæsluvarðhaldi í 18 vikur Gæsluvarðhaldið var ítrekað framlengt þar til manninum var sleppt úr haldi þann 30. ágúst síðastliðinn en úrskurðaður í farbann til 1. desember. Hann hafði þá setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur þrátt fyrir að lög um meðferð sakamála kveði á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana Sofiu en hann hefur neitað sök og sagt hana hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. En ekkert gefið upp um dánarorsök Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins miði vel og hann eigi von á að henni ljúki á allra næstu dögum. Þá býst hann við að farbann yfir þeim grunaða verði framlengt þegar það rennur út á morgun, 1. desember. Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök Sofiu og Sveinn vill ekki tjá sig um niðurstöður krufningar. Hann segir þó að það hafi verið gefið upp í upphafi að málið væri rannsakað sem manndrápsmál og gæsluvarðhaldskröfur settar fram á þeim forsendum, það hafi ekki breyst. Því má gera ráð fyrir að frekari upplýsingar um málið komi fram þegar og ef ákæra verður gefin út á næstu vikum.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30. ágúst 2023 20:22 Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. 22. ágúst 2023 20:54 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30. ágúst 2023 20:22
Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. 22. ágúst 2023 20:54