Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2023 07:33 Sérfræðingar hafa bent foreldrum á að oft megi beita öðrum úrræðum til að bæta svefn. Getty Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. Melatónín er náttúrulegt hormón sem myndast í líkamanum en framleiðsla þess ræðst af birtustigi. Þannig er lítið af efninu í líkamanum á daginn en framleiðslan eykst þegar myrkur færist yfir. Það hefur hins vegar færst í vöxt að fólk, og börn, taki melatónín sem lyf eða bætiefni til að bregðast við svefnvandamálum. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Í Bandaríkjunum flokkast melatónín sem bætiefni en annars staðar sem lyf. Á Íslandi og víðar fer það eftir magni efnisins hvort það flokkast sem bætiefni eða lyf. Ný rannsókn, sem greint var frá í tímaritinu JAMA Pediatrics, leiddi í ljós að notkun melatóníns meðal barna hefði aukist mjög síðustu ár. Rætt var við foreldra 993 barna og reyndust leikskólabörn taka efnið að meðaltali í um 12 mánuði, grunnskólabörn í um 18 mánuði og börn í kringum 12 ára í um 21 mánuð. Höfundar rannsóknarinnar segja úrtakið lítið og því sé ekki víst að það endurspegli notkunina á landsvísu en aðrar rannsóknir hafa einnig bent til þess að notkun melatóníns hafi aukist verulega. Könnun American Academy of Sleep Medicine frá því fyrr á þessu ári bendir til þess að um 46 prósent foreldra hafi gefið börnum sínum yngri en 13 ára efnið til að aðstoða við svefn. Þá eru feður líklegri til að gefa melatónín og yngri foreldrar. Sérfræðingar hafa beint því til foreldra að fara með melatónín eins og lyf og spara notkun þess. Svefnvandamál sé oft hægt að meðhöndla með öðrum hætti. Lítið er vitað um áhrif langtímanotkunar efnisins. Þá hafa rannsóknir bent til þess að oft séu upplýsingar um magn þess í fæðubótarefnum misvísandi og magnið allt frá því að vera helmingi minna en gefið er upp, til þess að vera allt að fjórum sinnum meira. Bandaríkin Heilbrigðismál Lyf Börn og uppeldi Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Melatónín er náttúrulegt hormón sem myndast í líkamanum en framleiðsla þess ræðst af birtustigi. Þannig er lítið af efninu í líkamanum á daginn en framleiðslan eykst þegar myrkur færist yfir. Það hefur hins vegar færst í vöxt að fólk, og börn, taki melatónín sem lyf eða bætiefni til að bregðast við svefnvandamálum. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Í Bandaríkjunum flokkast melatónín sem bætiefni en annars staðar sem lyf. Á Íslandi og víðar fer það eftir magni efnisins hvort það flokkast sem bætiefni eða lyf. Ný rannsókn, sem greint var frá í tímaritinu JAMA Pediatrics, leiddi í ljós að notkun melatóníns meðal barna hefði aukist mjög síðustu ár. Rætt var við foreldra 993 barna og reyndust leikskólabörn taka efnið að meðaltali í um 12 mánuði, grunnskólabörn í um 18 mánuði og börn í kringum 12 ára í um 21 mánuð. Höfundar rannsóknarinnar segja úrtakið lítið og því sé ekki víst að það endurspegli notkunina á landsvísu en aðrar rannsóknir hafa einnig bent til þess að notkun melatóníns hafi aukist verulega. Könnun American Academy of Sleep Medicine frá því fyrr á þessu ári bendir til þess að um 46 prósent foreldra hafi gefið börnum sínum yngri en 13 ára efnið til að aðstoða við svefn. Þá eru feður líklegri til að gefa melatónín og yngri foreldrar. Sérfræðingar hafa beint því til foreldra að fara með melatónín eins og lyf og spara notkun þess. Svefnvandamál sé oft hægt að meðhöndla með öðrum hætti. Lítið er vitað um áhrif langtímanotkunar efnisins. Þá hafa rannsóknir bent til þess að oft séu upplýsingar um magn þess í fæðubótarefnum misvísandi og magnið allt frá því að vera helmingi minna en gefið er upp, til þess að vera allt að fjórum sinnum meira.
Bandaríkin Heilbrigðismál Lyf Börn og uppeldi Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira