Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:32 Hnífaárásin í nótt er talin tengjast annarri árás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Vísir/Vilhelm Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að fjórir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar í nótt þar sem eggvopni var beitt. Hann segir líðan þess sem varð fyrir árásinni eftir atvikum en hann sé ekki í lífshættu. Aðspurður um hvort fleiri væri leitað vegna málsins segir Ævar rannsókn málsins í fullum gangi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Torgið alræmda Árásirnar eru taldar tengjast langvarandi deilum milli tveggja hópa sem hafa stigmagnast undanfarið. Nútíminn greindi fyrst frá því í gær að sá sem varð fyrir árásinni á Litla Hrauni í gær sé annar þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Hann er þungt þungt haldinn en ekki í lífshættu. Sú árás átti sér stað á svokölluðu torgi, utandyra í miðju fangelsinu þar sem leiðir allra fanga skarast. Fréttastofa hefur áður fjallað um torgið alræmda. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir árásina endurspegla vandamál sem fangelsismálayfirvöld hafi gert grein fyrir árum saman. „Ríkistjórnin er að bregðast við núna með því að byggja nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla hraun. Hins vegar er brýnt að við getum verið með mönnun á meðan við þurfum að reka þetta fangelsi áfram. Á meðan heimurinn breytist og verður harkalegri þá verðum við að geta tryggt mönnun starfsmanna þannig að það sé hægt að halda uppi öryggi við fremsta megni við þessar aðstæður.“ Allir séu á tánum vegna ástandsins. „Við vistum fanga og flokkum eftir bestu getu, en aðstæðurnar eru bara ekki betri en raun ber vitni. Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og það er mikið álag á kerfinu. Það eru gríðarlega margir gæsluvarðhaldsfangar úr mörgum málum. Þetta er ærið verkefni,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Lögreglumál Fangelsismál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að fjórir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar í nótt þar sem eggvopni var beitt. Hann segir líðan þess sem varð fyrir árásinni eftir atvikum en hann sé ekki í lífshættu. Aðspurður um hvort fleiri væri leitað vegna málsins segir Ævar rannsókn málsins í fullum gangi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Torgið alræmda Árásirnar eru taldar tengjast langvarandi deilum milli tveggja hópa sem hafa stigmagnast undanfarið. Nútíminn greindi fyrst frá því í gær að sá sem varð fyrir árásinni á Litla Hrauni í gær sé annar þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Hann er þungt þungt haldinn en ekki í lífshættu. Sú árás átti sér stað á svokölluðu torgi, utandyra í miðju fangelsinu þar sem leiðir allra fanga skarast. Fréttastofa hefur áður fjallað um torgið alræmda. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir árásina endurspegla vandamál sem fangelsismálayfirvöld hafi gert grein fyrir árum saman. „Ríkistjórnin er að bregðast við núna með því að byggja nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla hraun. Hins vegar er brýnt að við getum verið með mönnun á meðan við þurfum að reka þetta fangelsi áfram. Á meðan heimurinn breytist og verður harkalegri þá verðum við að geta tryggt mönnun starfsmanna þannig að það sé hægt að halda uppi öryggi við fremsta megni við þessar aðstæður.“ Allir séu á tánum vegna ástandsins. „Við vistum fanga og flokkum eftir bestu getu, en aðstæðurnar eru bara ekki betri en raun ber vitni. Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og það er mikið álag á kerfinu. Það eru gríðarlega margir gæsluvarðhaldsfangar úr mörgum málum. Þetta er ærið verkefni,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Lögreglumál Fangelsismál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56
Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58