„Konan mín þarf ekki að vinna“ Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar 1. desember 2023 09:00 Fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum „Er þetta jafnrétti?” var yfirskrift kvennaverkfallsins í ár þann 24. október síðastliðinn. Þann dag söfnuðust konur og kvár saman til þess að mótmæla launamismun og kynbundnu ofbeldi. Mér finnst því viðeigandi að skrifa hér nokkur orð um fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum þar sem enginn grundvöllur er fyrir jafnrétti. Mikilvægt er að taka fram að allir geta orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum óháð kyni og kynhneigð. Eins geta öll kyn beitt ofbeldi en konur eru líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Síðustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum sýndu fram á að 1 af hverjum 3 konum verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í gegnum lífsleiðina. Þessi réttur sem gerendur telja sig hafa yfirgnæfir alltaf rödd þolenda. Grunnurinn í ofbeldis-samböndum er andlegt ofbeldi en með því er verið að tryggja að þolandi sé hliðhollur geranda sem kemur í veg fyrir að viðkomandi yfirgefi sambandið. Minna er talað um fjárhagslegt ofbeldi þrátt fyrir að sú birtingarmynd ofbeldis taki í burtu það öryggi að geta staðið á eigin fótum og sé ein helsta ástæðan fyrir því að þolandi fari aftur til geranda. Fjárhagslegt ofbeldi getur komið fram í ólíkum birtingarmyndum. Oftast er það þannig að þolandi hefur takmarkaðan aðgang að fjármunum, gerandi tekur peninga af þolanda eða kemur þolanda í miklar skuldir. Í framhaldi langar mig að leggja áherslu á einangrunina sem felst í fjárhagslegu ofbeldi og hvernig þessi aðferð getur læðst aftan að manni. Að vera hluti af vinnustað veitir ekki bara fjárhagslegt öryggi heldur eflir einnig félagslíf einstaklinga. Manneskja með ofbeldishegðun getur séð ógn í því að makinn sinni vinnu eða námi þar sem að það gerir það að verkum að erfiðara er að fylgjast með ferðum makans, við hvern makinn talar og um hvað. Þannig heldur gerandi oft maka sínum frá vinnu eða námi. Gerandi getur sannfært maka sinn um að hann sé ófær um að sinna vinnunni. Gerandi heldur vöku fyrir honum daginn fyrir vinnu t.d með rifrildi. Hann á það til að áreita maka með stanslausum símhringingum eða skilaboðum svo erfitt verður að sinna vinnunni. Gerandi sér til þess að þolandi verður seinn í vinnu meðal annars með því að fela lykla, skilja bílinn eftir batteríslausan eða gerir lítið úr og gagnrýnir maka. Gerandi getur reynt að sannfæra maka sinn um að hætta í vinnunni til dæmis með því að koma fyrir samviskubiti vegna barnanna eða annarra heimilisstarfa en einnig með því að gefa loforð um að sjá fyrir þeim báðum: „Þú getur bara verið heima með börnin og séð um heimilið.“ „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur því ég sé fyrir okkur.“ Út á við er ástandið teiknað upp sem rómantísk mynd. „Nei veistu konan mín hún þarf ekki að vinna.“ Hægt er að lesa nánar um fjárhagslegt ofbeldi á 112.is Höfundur er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum „Er þetta jafnrétti?” var yfirskrift kvennaverkfallsins í ár þann 24. október síðastliðinn. Þann dag söfnuðust konur og kvár saman til þess að mótmæla launamismun og kynbundnu ofbeldi. Mér finnst því viðeigandi að skrifa hér nokkur orð um fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum þar sem enginn grundvöllur er fyrir jafnrétti. Mikilvægt er að taka fram að allir geta orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum óháð kyni og kynhneigð. Eins geta öll kyn beitt ofbeldi en konur eru líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Síðustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum sýndu fram á að 1 af hverjum 3 konum verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í gegnum lífsleiðina. Þessi réttur sem gerendur telja sig hafa yfirgnæfir alltaf rödd þolenda. Grunnurinn í ofbeldis-samböndum er andlegt ofbeldi en með því er verið að tryggja að þolandi sé hliðhollur geranda sem kemur í veg fyrir að viðkomandi yfirgefi sambandið. Minna er talað um fjárhagslegt ofbeldi þrátt fyrir að sú birtingarmynd ofbeldis taki í burtu það öryggi að geta staðið á eigin fótum og sé ein helsta ástæðan fyrir því að þolandi fari aftur til geranda. Fjárhagslegt ofbeldi getur komið fram í ólíkum birtingarmyndum. Oftast er það þannig að þolandi hefur takmarkaðan aðgang að fjármunum, gerandi tekur peninga af þolanda eða kemur þolanda í miklar skuldir. Í framhaldi langar mig að leggja áherslu á einangrunina sem felst í fjárhagslegu ofbeldi og hvernig þessi aðferð getur læðst aftan að manni. Að vera hluti af vinnustað veitir ekki bara fjárhagslegt öryggi heldur eflir einnig félagslíf einstaklinga. Manneskja með ofbeldishegðun getur séð ógn í því að makinn sinni vinnu eða námi þar sem að það gerir það að verkum að erfiðara er að fylgjast með ferðum makans, við hvern makinn talar og um hvað. Þannig heldur gerandi oft maka sínum frá vinnu eða námi. Gerandi getur sannfært maka sinn um að hann sé ófær um að sinna vinnunni. Gerandi heldur vöku fyrir honum daginn fyrir vinnu t.d með rifrildi. Hann á það til að áreita maka með stanslausum símhringingum eða skilaboðum svo erfitt verður að sinna vinnunni. Gerandi sér til þess að þolandi verður seinn í vinnu meðal annars með því að fela lykla, skilja bílinn eftir batteríslausan eða gerir lítið úr og gagnrýnir maka. Gerandi getur reynt að sannfæra maka sinn um að hætta í vinnunni til dæmis með því að koma fyrir samviskubiti vegna barnanna eða annarra heimilisstarfa en einnig með því að gefa loforð um að sjá fyrir þeim báðum: „Þú getur bara verið heima með börnin og séð um heimilið.“ „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur því ég sé fyrir okkur.“ Út á við er ástandið teiknað upp sem rómantísk mynd. „Nei veistu konan mín hún þarf ekki að vinna.“ Hægt er að lesa nánar um fjárhagslegt ofbeldi á 112.is Höfundur er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun