Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 22:11 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Þar segir að með þessu vilji bankarnir koma til móts við viðskiptavini sína í Grindavík sem standa frammi fyrir mikilli óvissu varðandi tekjur, útgjöld, húsnæði og afdrif eigna sinna. Með því að bankarnir þrír hafi komist að samkomulagi er stuðlað að jafnræði sé á milli lántaka bankanna í Grindavík. Þessi aðgerð bankanna og SFF er liður í heildarstæðari úrlausn fyrir Grindvíkinga, með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila, sem gert er ráð fyrir að verði kynnt á næstu dögum, að því er segir í tilkynningunni. Nánari útfærsla í höndum hvers banka Niðurfellingin verður á vöxtum og verðbótum fyrir nóvember og desember 2023 og janúar 2024 og mun hún takmarkast við vexti og verðbætur af láni að hámarki 50 milljónir króna. Ef lántaki er með hærra lán miðast niðurfelling við að fjárhæð lánsins sé 50 milljónir króna. Nánari útfærsla á niðurfellingunni er í höndum hvers banka fyrir sig. Samkomulagið tekur til ákveðinna lágmarksviðmiða en felur ekki í sér nein höft á því að einstakir bankar geti veitt viðskiptavinum sínum frekari fyrirgreiðslu eða keppa að öðru leyti á grundvelli viðskiptaskilmála. Auk niðurfellingar vaxta og verðbóta í 3 mánuði, hafa allir bankarnir hafa þegar boðið Grindvíkingum greiðsluskjól, það er að fresta öllum afborgunum af íbúðalánum sínum, og fleiri úrræði, að því er segir í tilkynningunni. „Það er fullur vilji allra bankanna að vera hluti af heildarlausn og koma með sanngjörnum hætti til móts við Grindvíkinga. Ljóst er að enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og munu bankarnir fylgjast vel með stöðu mála sinna viðskiptavina.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Íslenskir bankar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Tengdar fréttir Ætla að fylgjast grannt með aðgerðum bankanna Þingmaður Framsóknarflokksins segir Alþingi munu fylgjast vel með aðgerðum bankanna er varða fólk og fyrirtæki í Grindavík. Gripið verði til aðgerða þyki þinginu bankarnir ekki standa sína vakt. 21. nóvember 2023 11:15 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Þar segir að með þessu vilji bankarnir koma til móts við viðskiptavini sína í Grindavík sem standa frammi fyrir mikilli óvissu varðandi tekjur, útgjöld, húsnæði og afdrif eigna sinna. Með því að bankarnir þrír hafi komist að samkomulagi er stuðlað að jafnræði sé á milli lántaka bankanna í Grindavík. Þessi aðgerð bankanna og SFF er liður í heildarstæðari úrlausn fyrir Grindvíkinga, með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila, sem gert er ráð fyrir að verði kynnt á næstu dögum, að því er segir í tilkynningunni. Nánari útfærsla í höndum hvers banka Niðurfellingin verður á vöxtum og verðbótum fyrir nóvember og desember 2023 og janúar 2024 og mun hún takmarkast við vexti og verðbætur af láni að hámarki 50 milljónir króna. Ef lántaki er með hærra lán miðast niðurfelling við að fjárhæð lánsins sé 50 milljónir króna. Nánari útfærsla á niðurfellingunni er í höndum hvers banka fyrir sig. Samkomulagið tekur til ákveðinna lágmarksviðmiða en felur ekki í sér nein höft á því að einstakir bankar geti veitt viðskiptavinum sínum frekari fyrirgreiðslu eða keppa að öðru leyti á grundvelli viðskiptaskilmála. Auk niðurfellingar vaxta og verðbóta í 3 mánuði, hafa allir bankarnir hafa þegar boðið Grindvíkingum greiðsluskjól, það er að fresta öllum afborgunum af íbúðalánum sínum, og fleiri úrræði, að því er segir í tilkynningunni. „Það er fullur vilji allra bankanna að vera hluti af heildarlausn og koma með sanngjörnum hætti til móts við Grindvíkinga. Ljóst er að enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og munu bankarnir fylgjast vel með stöðu mála sinna viðskiptavina.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Íslenskir bankar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Tengdar fréttir Ætla að fylgjast grannt með aðgerðum bankanna Þingmaður Framsóknarflokksins segir Alþingi munu fylgjast vel með aðgerðum bankanna er varða fólk og fyrirtæki í Grindavík. Gripið verði til aðgerða þyki þinginu bankarnir ekki standa sína vakt. 21. nóvember 2023 11:15 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Ætla að fylgjast grannt með aðgerðum bankanna Þingmaður Framsóknarflokksins segir Alþingi munu fylgjast vel með aðgerðum bankanna er varða fólk og fyrirtæki í Grindavík. Gripið verði til aðgerða þyki þinginu bankarnir ekki standa sína vakt. 21. nóvember 2023 11:15