Vaktin: Örlög sakborninganna 25 ráðast í dag Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2023 08:01 Lítill hluti sakborninganna þegar málið var þingfest á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Dómsuppsaga í Bankastrætis Club-málinu, einu umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, hefst klukkan 08:30 í dag. 25 sakborningar verða þá ýmist sakfelldir eða sýknaðir og hljóta refsingu eftir atvikum. Fylgst verður með gangi mála hér í vaktinni. Dómsuppsagan fer fram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem það var þingfest í nokkrum hollum á sínum tíma. Aðalmeðferð málsins fór, eins og frægt er orðið, fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti vegna þess gríðarlega fjölda sem þurfti að vera viðstaddur hana. Ýmislegt gekk á yfir rúma viku í lok september, þegar sakborningar og vitni komu í löngum röðum til þess að gefa skýrslur fyrir dómi og skari verjenda hélt málsvarnarræður. Málið á rætur að rekja til fimmtudagskvölds fyrir einu ári og fimm dögum, þegar mennirnir 25 ruddust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club á Bankastræti í Reykjavík. Þar hittu þeir fyrir þrjá unga menn, sem enduðu alvarlega særðir eftir árás mannanna. Einn mannanna beitti hnífi við árásina. Einn mannanna 25, Alexander Máni Björnsson, sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sæta ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Fylgst verður með dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna, með því að ýta á f5 á lyklaborðinu.
Dómsuppsagan fer fram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem það var þingfest í nokkrum hollum á sínum tíma. Aðalmeðferð málsins fór, eins og frægt er orðið, fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti vegna þess gríðarlega fjölda sem þurfti að vera viðstaddur hana. Ýmislegt gekk á yfir rúma viku í lok september, þegar sakborningar og vitni komu í löngum röðum til þess að gefa skýrslur fyrir dómi og skari verjenda hélt málsvarnarræður. Málið á rætur að rekja til fimmtudagskvölds fyrir einu ári og fimm dögum, þegar mennirnir 25 ruddust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club á Bankastræti í Reykjavík. Þar hittu þeir fyrir þrjá unga menn, sem enduðu alvarlega særðir eftir árás mannanna. Einn mannanna beitti hnífi við árásina. Einn mannanna 25, Alexander Máni Björnsson, sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sæta ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Fylgst verður með dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna, með því að ýta á f5 á lyklaborðinu.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. 2. október 2023 12:54 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. 29. september 2023 07:00 Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. 2. október 2023 12:54
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46
Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. 29. september 2023 07:00
Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28. september 2023 18:01