Málskostnaður, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 20. nóvember 2023 13:00 Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabætur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu. Málskostnaður getur orðið hlutfallslega stór liður í dómsmáli þar sem ekki er deilt um margar milljónir króna en eru tiltölulega minna mál í jafnvel milljarða deilum milli stórfyrirtækja. Þær auka stórlega áhættuna af því að fara í einkamál. Aðili sem fer í mál vegna þess sem virðist vera einfalt rakið dómsmál, til dæmis að gagnaðili hafi þverskallast við að greiða sannanlegar skuldir, getur einfaldlega tapað málinu á einhverjum fáum atriðum eða formsatriðum. Kannski vegna þess að það tókst að flækja það og hreinlega snúa upp á það. Hann getur þess vegna lent í því að þurfa að greiða þeim seka milljónir í málskostnað í stað þess að fá sína fjármuni í hús. Einhver mál sem ættu fyrirfram að vera auðunnin fara þannig. Eftir því sem ég best veit er örsjaldan rökstuðning að fá fyrir ákvörðunum um málskostnað. Það finnst mér benda til þess að dómari slumpi einhvern veginn á upphæðina. Samt er um milljónir að ræða. Dómskerfið, í einkamálum að minnsta kosti, er bara svona. Með þessum gjöldum get ég ekki betur séð en að verið sé að gera einkamál, sem rekin eru fyrir dómstólum, að eins konar fjárhagslegum áhættuleik. Eins konar pókerspili, sem virðist fyrst og fremst til þess fallið að ýta almenningi burtu frá dómstólum. Það leiðir til þess að hann getur síður eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ekki virðist gerður munur á tekjum eða umsvifum varðandi ákvörðun þessara greiðslna. Hann kemur þannig miklu síður niður á þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Þarna er réttlæti hins sterka mælanlegt.Málskostnaður er áhætta sem sá sem fer í mál tekur á sig, sama hve mikið hann telur sig vera réttu megin við lögin. Málskostnaður virðist stundum vera notaður til að hræða gagnaðila. Ef hann er talinn standa höllum fæti fjárhagslega er unnt að beita honum af ákafa í baráttunni með hótunum, eins og mér fannst vera tilfellið í mínu máli. Unnt er að krefjast álags á málskostnað ef mál er höfðað að óþörfu, ef eitthvað veldur óþörfum drætti á málinu eða ef hafðar eru uppi rangar eða haldlausar kröfur eða staðhæfingar. Þannig er að minnsta kosti texti laganna. Svo er hægt að dæma aðila til réttarfarssektar fyrir svipaðar sakir sem og fyrir ósæmilegt orðbragð í dómsal. Eins og nánar er fjallað um í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi tel ég að leggja eigi málskostnað að mestu eða öllu leyti niður enda virðist mér hann vera búinn til fyrir hinn sterka til að taka í lurginn á hinum minni máttar. Ég sé engan grundvöll fyrir málskostnaði nema dómari telji: Sannað að sóknaraðili máls hafi sýnt sig reka vonlaust mál af einhverjum annarlegum ástæðum.Að varnaraðili hafi á sama hátt ekki haft neina vörn í málinu enda hafi hann varla haft uppi neina haldbæra tilburði í þá átt. Að aðili máls hafi ítrekað dregið málið á langinn eða farið vísvitandi með rangt mál.Eða eitthvað því um líkt. Þessi viðurlög þurfa ekki að vera fjárhagslegs eðlis. Til dæmis má hugsa sér niðurfellingu máls, að það hafi áhrif á dóm í málinu. Þá þarf það að vísu að koma fram í dómnum og vera afmarkað og skilgreint. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Dómstólar Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabætur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu. Málskostnaður getur orðið hlutfallslega stór liður í dómsmáli þar sem ekki er deilt um margar milljónir króna en eru tiltölulega minna mál í jafnvel milljarða deilum milli stórfyrirtækja. Þær auka stórlega áhættuna af því að fara í einkamál. Aðili sem fer í mál vegna þess sem virðist vera einfalt rakið dómsmál, til dæmis að gagnaðili hafi þverskallast við að greiða sannanlegar skuldir, getur einfaldlega tapað málinu á einhverjum fáum atriðum eða formsatriðum. Kannski vegna þess að það tókst að flækja það og hreinlega snúa upp á það. Hann getur þess vegna lent í því að þurfa að greiða þeim seka milljónir í málskostnað í stað þess að fá sína fjármuni í hús. Einhver mál sem ættu fyrirfram að vera auðunnin fara þannig. Eftir því sem ég best veit er örsjaldan rökstuðning að fá fyrir ákvörðunum um málskostnað. Það finnst mér benda til þess að dómari slumpi einhvern veginn á upphæðina. Samt er um milljónir að ræða. Dómskerfið, í einkamálum að minnsta kosti, er bara svona. Með þessum gjöldum get ég ekki betur séð en að verið sé að gera einkamál, sem rekin eru fyrir dómstólum, að eins konar fjárhagslegum áhættuleik. Eins konar pókerspili, sem virðist fyrst og fremst til þess fallið að ýta almenningi burtu frá dómstólum. Það leiðir til þess að hann getur síður eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ekki virðist gerður munur á tekjum eða umsvifum varðandi ákvörðun þessara greiðslna. Hann kemur þannig miklu síður niður á þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Þarna er réttlæti hins sterka mælanlegt.Málskostnaður er áhætta sem sá sem fer í mál tekur á sig, sama hve mikið hann telur sig vera réttu megin við lögin. Málskostnaður virðist stundum vera notaður til að hræða gagnaðila. Ef hann er talinn standa höllum fæti fjárhagslega er unnt að beita honum af ákafa í baráttunni með hótunum, eins og mér fannst vera tilfellið í mínu máli. Unnt er að krefjast álags á málskostnað ef mál er höfðað að óþörfu, ef eitthvað veldur óþörfum drætti á málinu eða ef hafðar eru uppi rangar eða haldlausar kröfur eða staðhæfingar. Þannig er að minnsta kosti texti laganna. Svo er hægt að dæma aðila til réttarfarssektar fyrir svipaðar sakir sem og fyrir ósæmilegt orðbragð í dómsal. Eins og nánar er fjallað um í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi tel ég að leggja eigi málskostnað að mestu eða öllu leyti niður enda virðist mér hann vera búinn til fyrir hinn sterka til að taka í lurginn á hinum minni máttar. Ég sé engan grundvöll fyrir málskostnaði nema dómari telji: Sannað að sóknaraðili máls hafi sýnt sig reka vonlaust mál af einhverjum annarlegum ástæðum.Að varnaraðili hafi á sama hátt ekki haft neina vörn í málinu enda hafi hann varla haft uppi neina haldbæra tilburði í þá átt. Að aðili máls hafi ítrekað dregið málið á langinn eða farið vísvitandi með rangt mál.Eða eitthvað því um líkt. Þessi viðurlög þurfa ekki að vera fjárhagslegs eðlis. Til dæmis má hugsa sér niðurfellingu máls, að það hafi áhrif á dóm í málinu. Þá þarf það að vísu að koma fram í dómnum og vera afmarkað og skilgreint. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun