Málskostnaður, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 20. nóvember 2023 13:00 Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabætur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu. Málskostnaður getur orðið hlutfallslega stór liður í dómsmáli þar sem ekki er deilt um margar milljónir króna en eru tiltölulega minna mál í jafnvel milljarða deilum milli stórfyrirtækja. Þær auka stórlega áhættuna af því að fara í einkamál. Aðili sem fer í mál vegna þess sem virðist vera einfalt rakið dómsmál, til dæmis að gagnaðili hafi þverskallast við að greiða sannanlegar skuldir, getur einfaldlega tapað málinu á einhverjum fáum atriðum eða formsatriðum. Kannski vegna þess að það tókst að flækja það og hreinlega snúa upp á það. Hann getur þess vegna lent í því að þurfa að greiða þeim seka milljónir í málskostnað í stað þess að fá sína fjármuni í hús. Einhver mál sem ættu fyrirfram að vera auðunnin fara þannig. Eftir því sem ég best veit er örsjaldan rökstuðning að fá fyrir ákvörðunum um málskostnað. Það finnst mér benda til þess að dómari slumpi einhvern veginn á upphæðina. Samt er um milljónir að ræða. Dómskerfið, í einkamálum að minnsta kosti, er bara svona. Með þessum gjöldum get ég ekki betur séð en að verið sé að gera einkamál, sem rekin eru fyrir dómstólum, að eins konar fjárhagslegum áhættuleik. Eins konar pókerspili, sem virðist fyrst og fremst til þess fallið að ýta almenningi burtu frá dómstólum. Það leiðir til þess að hann getur síður eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ekki virðist gerður munur á tekjum eða umsvifum varðandi ákvörðun þessara greiðslna. Hann kemur þannig miklu síður niður á þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Þarna er réttlæti hins sterka mælanlegt.Málskostnaður er áhætta sem sá sem fer í mál tekur á sig, sama hve mikið hann telur sig vera réttu megin við lögin. Málskostnaður virðist stundum vera notaður til að hræða gagnaðila. Ef hann er talinn standa höllum fæti fjárhagslega er unnt að beita honum af ákafa í baráttunni með hótunum, eins og mér fannst vera tilfellið í mínu máli. Unnt er að krefjast álags á málskostnað ef mál er höfðað að óþörfu, ef eitthvað veldur óþörfum drætti á málinu eða ef hafðar eru uppi rangar eða haldlausar kröfur eða staðhæfingar. Þannig er að minnsta kosti texti laganna. Svo er hægt að dæma aðila til réttarfarssektar fyrir svipaðar sakir sem og fyrir ósæmilegt orðbragð í dómsal. Eins og nánar er fjallað um í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi tel ég að leggja eigi málskostnað að mestu eða öllu leyti niður enda virðist mér hann vera búinn til fyrir hinn sterka til að taka í lurginn á hinum minni máttar. Ég sé engan grundvöll fyrir málskostnaði nema dómari telji: Sannað að sóknaraðili máls hafi sýnt sig reka vonlaust mál af einhverjum annarlegum ástæðum.Að varnaraðili hafi á sama hátt ekki haft neina vörn í málinu enda hafi hann varla haft uppi neina haldbæra tilburði í þá átt. Að aðili máls hafi ítrekað dregið málið á langinn eða farið vísvitandi með rangt mál.Eða eitthvað því um líkt. Þessi viðurlög þurfa ekki að vera fjárhagslegs eðlis. Til dæmis má hugsa sér niðurfellingu máls, að það hafi áhrif á dóm í málinu. Þá þarf það að vísu að koma fram í dómnum og vera afmarkað og skilgreint. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Dómstólar Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabætur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu. Málskostnaður getur orðið hlutfallslega stór liður í dómsmáli þar sem ekki er deilt um margar milljónir króna en eru tiltölulega minna mál í jafnvel milljarða deilum milli stórfyrirtækja. Þær auka stórlega áhættuna af því að fara í einkamál. Aðili sem fer í mál vegna þess sem virðist vera einfalt rakið dómsmál, til dæmis að gagnaðili hafi þverskallast við að greiða sannanlegar skuldir, getur einfaldlega tapað málinu á einhverjum fáum atriðum eða formsatriðum. Kannski vegna þess að það tókst að flækja það og hreinlega snúa upp á það. Hann getur þess vegna lent í því að þurfa að greiða þeim seka milljónir í málskostnað í stað þess að fá sína fjármuni í hús. Einhver mál sem ættu fyrirfram að vera auðunnin fara þannig. Eftir því sem ég best veit er örsjaldan rökstuðning að fá fyrir ákvörðunum um málskostnað. Það finnst mér benda til þess að dómari slumpi einhvern veginn á upphæðina. Samt er um milljónir að ræða. Dómskerfið, í einkamálum að minnsta kosti, er bara svona. Með þessum gjöldum get ég ekki betur séð en að verið sé að gera einkamál, sem rekin eru fyrir dómstólum, að eins konar fjárhagslegum áhættuleik. Eins konar pókerspili, sem virðist fyrst og fremst til þess fallið að ýta almenningi burtu frá dómstólum. Það leiðir til þess að hann getur síður eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ekki virðist gerður munur á tekjum eða umsvifum varðandi ákvörðun þessara greiðslna. Hann kemur þannig miklu síður niður á þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Þarna er réttlæti hins sterka mælanlegt.Málskostnaður er áhætta sem sá sem fer í mál tekur á sig, sama hve mikið hann telur sig vera réttu megin við lögin. Málskostnaður virðist stundum vera notaður til að hræða gagnaðila. Ef hann er talinn standa höllum fæti fjárhagslega er unnt að beita honum af ákafa í baráttunni með hótunum, eins og mér fannst vera tilfellið í mínu máli. Unnt er að krefjast álags á málskostnað ef mál er höfðað að óþörfu, ef eitthvað veldur óþörfum drætti á málinu eða ef hafðar eru uppi rangar eða haldlausar kröfur eða staðhæfingar. Þannig er að minnsta kosti texti laganna. Svo er hægt að dæma aðila til réttarfarssektar fyrir svipaðar sakir sem og fyrir ósæmilegt orðbragð í dómsal. Eins og nánar er fjallað um í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi tel ég að leggja eigi málskostnað að mestu eða öllu leyti niður enda virðist mér hann vera búinn til fyrir hinn sterka til að taka í lurginn á hinum minni máttar. Ég sé engan grundvöll fyrir málskostnaði nema dómari telji: Sannað að sóknaraðili máls hafi sýnt sig reka vonlaust mál af einhverjum annarlegum ástæðum.Að varnaraðili hafi á sama hátt ekki haft neina vörn í málinu enda hafi hann varla haft uppi neina haldbæra tilburði í þá átt. Að aðili máls hafi ítrekað dregið málið á langinn eða farið vísvitandi með rangt mál.Eða eitthvað því um líkt. Þessi viðurlög þurfa ekki að vera fjárhagslegs eðlis. Til dæmis má hugsa sér niðurfellingu máls, að það hafi áhrif á dóm í málinu. Þá þarf það að vísu að koma fram í dómnum og vera afmarkað og skilgreint. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun