Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Íris Hauksdóttir skrifar 17. nóvember 2023 15:16 Sigríður Hrund segir að fólk þurfi að breyta skoðun sinni á hugmyndinni um þjáninguna. aðsend Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. Sigga Hrund, eins og hún er oftast kölluð er eigandi Vinnupalla ehf og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er virk á samfélagsmiðlum þar sem hún heldur uppi jákvæðri orðræðu. Sjálf segir hún það vera val hvers og eins því þrátt fyrir mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigga Hrund í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún ítreki að mikill misskilningur ríki um að þjáning sé eingöngu neikvæð. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“ Fóru saman í gegnum fjórfalt fæðingarþunglyndi Sigga Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. Hún segir hjónin hafi gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman og segist þakklát eiginmanninum sem sýni henni stöðugt ást sína. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima. Teymið á Landspítalanum grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“ Með doktorspróf í alkóhólisma Ýmis önnur áföll dundu á hjónin en fyrstu sjö árin þeirra saman var eiginmaðurinn virkur alkóhólisti eða þangað til Sigga Hrund setti honum stólinn fyrir dyrnar. Hún segir mikinn hasar hafa verið á honum á þessum tíma og með því að hjálpa honum hafi hann þurft að finna botninn. „Ég var ávallt innan seilingar en ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“ Nú í sumar gengu hjónin aftur í hjónaband og vildu með því halda upp á þroskann í sambandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum síðan ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Sigga Hrund, eins og hún er oftast kölluð er eigandi Vinnupalla ehf og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er virk á samfélagsmiðlum þar sem hún heldur uppi jákvæðri orðræðu. Sjálf segir hún það vera val hvers og eins því þrátt fyrir mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigga Hrund í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún ítreki að mikill misskilningur ríki um að þjáning sé eingöngu neikvæð. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“ Fóru saman í gegnum fjórfalt fæðingarþunglyndi Sigga Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. Hún segir hjónin hafi gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman og segist þakklát eiginmanninum sem sýni henni stöðugt ást sína. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima. Teymið á Landspítalanum grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“ Með doktorspróf í alkóhólisma Ýmis önnur áföll dundu á hjónin en fyrstu sjö árin þeirra saman var eiginmaðurinn virkur alkóhólisti eða þangað til Sigga Hrund setti honum stólinn fyrir dyrnar. Hún segir mikinn hasar hafa verið á honum á þessum tíma og með því að hjálpa honum hafi hann þurft að finna botninn. „Ég var ávallt innan seilingar en ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“ Nú í sumar gengu hjónin aftur í hjónaband og vildu með því halda upp á þroskann í sambandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum síðan ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira