Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Íris Hauksdóttir skrifar 17. nóvember 2023 15:16 Sigríður Hrund segir að fólk þurfi að breyta skoðun sinni á hugmyndinni um þjáninguna. aðsend Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. Sigga Hrund, eins og hún er oftast kölluð er eigandi Vinnupalla ehf og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er virk á samfélagsmiðlum þar sem hún heldur uppi jákvæðri orðræðu. Sjálf segir hún það vera val hvers og eins því þrátt fyrir mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigga Hrund í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún ítreki að mikill misskilningur ríki um að þjáning sé eingöngu neikvæð. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“ Fóru saman í gegnum fjórfalt fæðingarþunglyndi Sigga Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. Hún segir hjónin hafi gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman og segist þakklát eiginmanninum sem sýni henni stöðugt ást sína. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima. Teymið á Landspítalanum grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“ Með doktorspróf í alkóhólisma Ýmis önnur áföll dundu á hjónin en fyrstu sjö árin þeirra saman var eiginmaðurinn virkur alkóhólisti eða þangað til Sigga Hrund setti honum stólinn fyrir dyrnar. Hún segir mikinn hasar hafa verið á honum á þessum tíma og með því að hjálpa honum hafi hann þurft að finna botninn. „Ég var ávallt innan seilingar en ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“ Nú í sumar gengu hjónin aftur í hjónaband og vildu með því halda upp á þroskann í sambandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum síðan ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Sigga Hrund, eins og hún er oftast kölluð er eigandi Vinnupalla ehf og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er virk á samfélagsmiðlum þar sem hún heldur uppi jákvæðri orðræðu. Sjálf segir hún það vera val hvers og eins því þrátt fyrir mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigga Hrund í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún ítreki að mikill misskilningur ríki um að þjáning sé eingöngu neikvæð. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“ Fóru saman í gegnum fjórfalt fæðingarþunglyndi Sigga Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. Hún segir hjónin hafi gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman og segist þakklát eiginmanninum sem sýni henni stöðugt ást sína. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima. Teymið á Landspítalanum grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“ Með doktorspróf í alkóhólisma Ýmis önnur áföll dundu á hjónin en fyrstu sjö árin þeirra saman var eiginmaðurinn virkur alkóhólisti eða þangað til Sigga Hrund setti honum stólinn fyrir dyrnar. Hún segir mikinn hasar hafa verið á honum á þessum tíma og með því að hjálpa honum hafi hann þurft að finna botninn. „Ég var ávallt innan seilingar en ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“ Nú í sumar gengu hjónin aftur í hjónaband og vildu með því halda upp á þroskann í sambandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum síðan ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira