Erlent

Sánchez náði að mynda ríkis­stjórn

Árni Sæberg skrifar
Alberto Núñez Feijóo, til hægri, tekur í spaðann á Pedro Sánchez eftir að sá síðarnefndi var kjörinn forsætisráðherra í dag.
Alberto Núñez Feijóo, til hægri, tekur í spaðann á Pedro Sánchez eftir að sá síðarnefndi var kjörinn forsætisráðherra í dag. EPA-EFE/Javier Lizon

Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil.

Stjórnarkreppa hefur verið á Spáni síðan hægriflokkurinn Partido Popular, undir forystu Alberto Núñez Feijóo, vann kosningasigur í þingkosningum í júlí síðastliðnum. Í september runnu tilraunir hans til þess að mynda ríkisstjórn út í sandinn og því féll það í hlut Sánchez að sjóða saman meirihluta.

Sánchez tókst það í dag og leiðir nú ríkisstjórn sem fer með fjögurra þingsæta meirihluta af þeim 350 sætum sem eru á spænska þinginu. Það tókst honum fyrst og fremst með því að semja við flokk katalónskra aðskilnaðarsinna, Junts, með því að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×