Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig átti sér stað vinnuslys á hóteli í miðbænum, en þar var starfsmaður með brunaáverka á hendi eftir störf í eldhúsi.
Annað mál sem fjallað er um í dagbók lögreglunnar varðar atvik á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð til vegna pars sem neitaði að skrá sig út af hótelinu, jafnvel þó leigutími þeirra væri liðinu. Parið var sofandi þegar lögreglu bar að garði, en þeim var vísað út.
Þá var tilkynnt um slys á rafhlaupahjóli, en einstaklingur féll í jörðina og var með skurð á höfði eftir fallið. Hann var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.
Annað slys átti sér stað í World Class-líkamsræktarstöð þar sem einstaklingur féll af hlaupabretti.
Óskað var eftir lögreglu vegna viðskiptavinar í Kópavogi sem lét illa og neitaði að yfirgefa verslunina. Honum var vísað út af lögreglu.