„Ég fór að gráta með henni“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. nóvember 2023 15:18 Cynthia hélt í hendurnar á ókunnugri konu sem hún hjálpaði að ná í nauðsynjar og grét með henni. Vísir Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Titrar ennþá Cynthia var nýbúin að ná í nauðsynjar heim til sín og var á leið út úr Grindavík þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún segir það hafa tekið um fimm tíma frá því að hún mætti við lokunarpóst. Hvernig var ástandið heima? „Bara, leit vel út. Engar skemmdir eða neitt. Þetta var bara stressandi. Ég titra ennþá sko. Ég er að fara að grenja sko,“ segir Cynthia og ljóst að það er erfitt að rifja föstudagskvöldið upp þegar skipun var gefin til íbúa um að rýma bæinn. „Pabbi var bara: „Ég er ekki að fara neitt, ég er ekki að fara neitt,“ Gamli kall sko....ég sagði bara: „Jú við verðum að fara.“ Ég tók eina litla tösku fyrir mig og hann,“ segir Cynthia. „En núna var ég að ná í allt sem hann á. Myndir af fyrrverandi konunni hans, barnamyndir af mér og systkinum mínum og svona. Nokkrar flíkur á mig þú veist. En já, vonandi komumst við aftur heim.“ Héldust í hendur alla leiðina Varstu lengi á svæðinu? „Ég var tíu mínútur. Ekki meira. Inn og út. Björgunarsveitarfólkið hjálpaði, kona sem var með mér í bíl hjálpaði líka og við hjálpuðum henni líka heima hjá henni. Þetta gekk bara rosa vel.“ Hvernig leið þér á svæðinu? „Þetta var bara mjög stressandi. Bara allt tómt. Um leið og ég kom út þá byrjaði ég bara að skjálfa, ég fór að gráta með henni. Við héldumst í hendur alla leiðina aftur niður á bílaplan. Frábær kona. Ég man ekki hvað hún heitir samt, en já. Þetta er ógeðslega stressandi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Titrar ennþá Cynthia var nýbúin að ná í nauðsynjar heim til sín og var á leið út úr Grindavík þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún segir það hafa tekið um fimm tíma frá því að hún mætti við lokunarpóst. Hvernig var ástandið heima? „Bara, leit vel út. Engar skemmdir eða neitt. Þetta var bara stressandi. Ég titra ennþá sko. Ég er að fara að grenja sko,“ segir Cynthia og ljóst að það er erfitt að rifja föstudagskvöldið upp þegar skipun var gefin til íbúa um að rýma bæinn. „Pabbi var bara: „Ég er ekki að fara neitt, ég er ekki að fara neitt,“ Gamli kall sko....ég sagði bara: „Jú við verðum að fara.“ Ég tók eina litla tösku fyrir mig og hann,“ segir Cynthia. „En núna var ég að ná í allt sem hann á. Myndir af fyrrverandi konunni hans, barnamyndir af mér og systkinum mínum og svona. Nokkrar flíkur á mig þú veist. En já, vonandi komumst við aftur heim.“ Héldust í hendur alla leiðina Varstu lengi á svæðinu? „Ég var tíu mínútur. Ekki meira. Inn og út. Björgunarsveitarfólkið hjálpaði, kona sem var með mér í bíl hjálpaði líka og við hjálpuðum henni líka heima hjá henni. Þetta gekk bara rosa vel.“ Hvernig leið þér á svæðinu? „Þetta var bara mjög stressandi. Bara allt tómt. Um leið og ég kom út þá byrjaði ég bara að skjálfa, ég fór að gráta með henni. Við héldumst í hendur alla leiðina aftur niður á bílaplan. Frábær kona. Ég man ekki hvað hún heitir samt, en já. Þetta er ógeðslega stressandi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira