„Ég fór að gráta með henni“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. nóvember 2023 15:18 Cynthia hélt í hendurnar á ókunnugri konu sem hún hjálpaði að ná í nauðsynjar og grét með henni. Vísir Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Titrar ennþá Cynthia var nýbúin að ná í nauðsynjar heim til sín og var á leið út úr Grindavík þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún segir það hafa tekið um fimm tíma frá því að hún mætti við lokunarpóst. Hvernig var ástandið heima? „Bara, leit vel út. Engar skemmdir eða neitt. Þetta var bara stressandi. Ég titra ennþá sko. Ég er að fara að grenja sko,“ segir Cynthia og ljóst að það er erfitt að rifja föstudagskvöldið upp þegar skipun var gefin til íbúa um að rýma bæinn. „Pabbi var bara: „Ég er ekki að fara neitt, ég er ekki að fara neitt,“ Gamli kall sko....ég sagði bara: „Jú við verðum að fara.“ Ég tók eina litla tösku fyrir mig og hann,“ segir Cynthia. „En núna var ég að ná í allt sem hann á. Myndir af fyrrverandi konunni hans, barnamyndir af mér og systkinum mínum og svona. Nokkrar flíkur á mig þú veist. En já, vonandi komumst við aftur heim.“ Héldust í hendur alla leiðina Varstu lengi á svæðinu? „Ég var tíu mínútur. Ekki meira. Inn og út. Björgunarsveitarfólkið hjálpaði, kona sem var með mér í bíl hjálpaði líka og við hjálpuðum henni líka heima hjá henni. Þetta gekk bara rosa vel.“ Hvernig leið þér á svæðinu? „Þetta var bara mjög stressandi. Bara allt tómt. Um leið og ég kom út þá byrjaði ég bara að skjálfa, ég fór að gráta með henni. Við héldumst í hendur alla leiðina aftur niður á bílaplan. Frábær kona. Ég man ekki hvað hún heitir samt, en já. Þetta er ógeðslega stressandi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Titrar ennþá Cynthia var nýbúin að ná í nauðsynjar heim til sín og var á leið út úr Grindavík þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún segir það hafa tekið um fimm tíma frá því að hún mætti við lokunarpóst. Hvernig var ástandið heima? „Bara, leit vel út. Engar skemmdir eða neitt. Þetta var bara stressandi. Ég titra ennþá sko. Ég er að fara að grenja sko,“ segir Cynthia og ljóst að það er erfitt að rifja föstudagskvöldið upp þegar skipun var gefin til íbúa um að rýma bæinn. „Pabbi var bara: „Ég er ekki að fara neitt, ég er ekki að fara neitt,“ Gamli kall sko....ég sagði bara: „Jú við verðum að fara.“ Ég tók eina litla tösku fyrir mig og hann,“ segir Cynthia. „En núna var ég að ná í allt sem hann á. Myndir af fyrrverandi konunni hans, barnamyndir af mér og systkinum mínum og svona. Nokkrar flíkur á mig þú veist. En já, vonandi komumst við aftur heim.“ Héldust í hendur alla leiðina Varstu lengi á svæðinu? „Ég var tíu mínútur. Ekki meira. Inn og út. Björgunarsveitarfólkið hjálpaði, kona sem var með mér í bíl hjálpaði líka og við hjálpuðum henni líka heima hjá henni. Þetta gekk bara rosa vel.“ Hvernig leið þér á svæðinu? „Þetta var bara mjög stressandi. Bara allt tómt. Um leið og ég kom út þá byrjaði ég bara að skjálfa, ég fór að gráta með henni. Við héldumst í hendur alla leiðina aftur niður á bílaplan. Frábær kona. Ég man ekki hvað hún heitir samt, en já. Þetta er ógeðslega stressandi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira