„Ég fór að gráta með henni“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. nóvember 2023 15:18 Cynthia hélt í hendurnar á ókunnugri konu sem hún hjálpaði að ná í nauðsynjar og grét með henni. Vísir Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Titrar ennþá Cynthia var nýbúin að ná í nauðsynjar heim til sín og var á leið út úr Grindavík þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún segir það hafa tekið um fimm tíma frá því að hún mætti við lokunarpóst. Hvernig var ástandið heima? „Bara, leit vel út. Engar skemmdir eða neitt. Þetta var bara stressandi. Ég titra ennþá sko. Ég er að fara að grenja sko,“ segir Cynthia og ljóst að það er erfitt að rifja föstudagskvöldið upp þegar skipun var gefin til íbúa um að rýma bæinn. „Pabbi var bara: „Ég er ekki að fara neitt, ég er ekki að fara neitt,“ Gamli kall sko....ég sagði bara: „Jú við verðum að fara.“ Ég tók eina litla tösku fyrir mig og hann,“ segir Cynthia. „En núna var ég að ná í allt sem hann á. Myndir af fyrrverandi konunni hans, barnamyndir af mér og systkinum mínum og svona. Nokkrar flíkur á mig þú veist. En já, vonandi komumst við aftur heim.“ Héldust í hendur alla leiðina Varstu lengi á svæðinu? „Ég var tíu mínútur. Ekki meira. Inn og út. Björgunarsveitarfólkið hjálpaði, kona sem var með mér í bíl hjálpaði líka og við hjálpuðum henni líka heima hjá henni. Þetta gekk bara rosa vel.“ Hvernig leið þér á svæðinu? „Þetta var bara mjög stressandi. Bara allt tómt. Um leið og ég kom út þá byrjaði ég bara að skjálfa, ég fór að gráta með henni. Við héldumst í hendur alla leiðina aftur niður á bílaplan. Frábær kona. Ég man ekki hvað hún heitir samt, en já. Þetta er ógeðslega stressandi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Titrar ennþá Cynthia var nýbúin að ná í nauðsynjar heim til sín og var á leið út úr Grindavík þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún segir það hafa tekið um fimm tíma frá því að hún mætti við lokunarpóst. Hvernig var ástandið heima? „Bara, leit vel út. Engar skemmdir eða neitt. Þetta var bara stressandi. Ég titra ennþá sko. Ég er að fara að grenja sko,“ segir Cynthia og ljóst að það er erfitt að rifja föstudagskvöldið upp þegar skipun var gefin til íbúa um að rýma bæinn. „Pabbi var bara: „Ég er ekki að fara neitt, ég er ekki að fara neitt,“ Gamli kall sko....ég sagði bara: „Jú við verðum að fara.“ Ég tók eina litla tösku fyrir mig og hann,“ segir Cynthia. „En núna var ég að ná í allt sem hann á. Myndir af fyrrverandi konunni hans, barnamyndir af mér og systkinum mínum og svona. Nokkrar flíkur á mig þú veist. En já, vonandi komumst við aftur heim.“ Héldust í hendur alla leiðina Varstu lengi á svæðinu? „Ég var tíu mínútur. Ekki meira. Inn og út. Björgunarsveitarfólkið hjálpaði, kona sem var með mér í bíl hjálpaði líka og við hjálpuðum henni líka heima hjá henni. Þetta gekk bara rosa vel.“ Hvernig leið þér á svæðinu? „Þetta var bara mjög stressandi. Bara allt tómt. Um leið og ég kom út þá byrjaði ég bara að skjálfa, ég fór að gráta með henni. Við héldumst í hendur alla leiðina aftur niður á bílaplan. Frábær kona. Ég man ekki hvað hún heitir samt, en já. Þetta er ógeðslega stressandi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira