500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. nóvember 2023 07:00 Íbúar hafa tvo síðustu daga fengið að skreppa örsnöggt heim til Grindavíkur og sækja verðmæti. Fólk þurfti að yfirgefa bæinn í skyndi í gær vegna rýmingar sem svo kom í ljós að reyndist óþörf. Vísir/Vilhelm Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur var á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands í nótt og segir hana hafa verið svipaða og síðustu nætur. „Það eru rétt um fimmhundruð skjálftar frá miðnætti og stærsti skjálftinn mældist 2,6 stig en hann kom tólf mínútur yfir þrjú í nótt.“ Mest virkni austan við Þorbjörn Bjarki segir að hann hafi átt upptök sín við Hagafell, austan við Þorbjörn. Þar hafi líka mesta virknin verið, sem sé eins og verið hefur síðustu daga. „Þetta er í miðju kvikugangsins, meira og minna.“ Bjarki segir að jarðskjálftavirknin sé stöðug ennþá en að stærri skjálftarnir séu þó eilítið minni en þeir voru áður. Þó ekki svo mjög mikið. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu ennþá. „Svo erum við búin að vera að fylgjast með svæðinu líka því vinnutæki hafa verið á svæðinu í alla nótt að keyra efni í varnargarðana,“ segir Bjarki. Veðurstofan fylgist því með mælum til þess að hægt sé að vara verktakana við ef aðstæður breytast. Fundur sérfræðinga klukkan 9:30 Sérfræðingar Veðurstofunnar munu funda klukkan 9.30, eins og venjulega, til að leggja mat á nýjustu gögn og upplýsingar. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að gosórói og grunnir skjálftar myndu mælast klukkustundum áður en eldgos hæfist. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sagði fyrirvarann verða minnst hálftími. Í dag verður opnuð þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar verður boðið upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur var á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands í nótt og segir hana hafa verið svipaða og síðustu nætur. „Það eru rétt um fimmhundruð skjálftar frá miðnætti og stærsti skjálftinn mældist 2,6 stig en hann kom tólf mínútur yfir þrjú í nótt.“ Mest virkni austan við Þorbjörn Bjarki segir að hann hafi átt upptök sín við Hagafell, austan við Þorbjörn. Þar hafi líka mesta virknin verið, sem sé eins og verið hefur síðustu daga. „Þetta er í miðju kvikugangsins, meira og minna.“ Bjarki segir að jarðskjálftavirknin sé stöðug ennþá en að stærri skjálftarnir séu þó eilítið minni en þeir voru áður. Þó ekki svo mjög mikið. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu ennþá. „Svo erum við búin að vera að fylgjast með svæðinu líka því vinnutæki hafa verið á svæðinu í alla nótt að keyra efni í varnargarðana,“ segir Bjarki. Veðurstofan fylgist því með mælum til þess að hægt sé að vara verktakana við ef aðstæður breytast. Fundur sérfræðinga klukkan 9:30 Sérfræðingar Veðurstofunnar munu funda klukkan 9.30, eins og venjulega, til að leggja mat á nýjustu gögn og upplýsingar. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að gosórói og grunnir skjálftar myndu mælast klukkustundum áður en eldgos hæfist. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sagði fyrirvarann verða minnst hálftími. Í dag verður opnuð þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar verður boðið upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00