GIS-dagurinn Ólafía E. Svansdóttir skrifar 15. nóvember 2023 07:31 Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga. Hlutverk samtakanna er að vera samstarfsvettvangur á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsingakerfa. Aðilar í samtökunum eru opinberar stofnanir, einkafyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framþróun, gæðum og útbreiðslu landupplýsinga á Íslandi. Hugtakið landupplýsingar vísar til gagna sem tengjast ákveðnum stað. Þessi gögn eru margvísleg s.s landfræðileg hnit, hæð, landþekja, landnotkun, íbúaþéttleiki, náttúrufar og fleira. Landfræðileg gögn eru notuð til að tákna og greina ýmsa þætti í náttúrlegu og manngerðu umhverfi jarðar. Gott dæmi um mikilvægi landupplýsinga er vöktun og áhættumat fyrir jarðhræringar síðustu vikna á Reykjanesskaga. Veðurstofan, sem safnar sínum eigin gögnum með GPS mælingum og gervitunglamyndum, meðal annars, notast einnig við landupplýsingagögn frá öðrum stofnunum. Sem dæmi má nefna gögn frá Orkustofnun til að ákvarða staðsetningu borhola. Gögn um sjávardýpi frá sjókortum Landhelgisgæslunnar, örnefnagögn frá Landmælingum Íslands og staðsetningu gjáa og misgengis frá ÍSOR. Þetta eru allt landupplýsingar. Eitt af helstu baráttumálum LÍSU hefur verið að aðgangur að gögnum sem hið opinbera safnar sé opinn öllum, aðgengilegur og gjaldfrjáls. Aðgengi að opnum landupplýsingagögnum ýtir undir nýsköpun bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum, bætir þjónustu og gagnsæi. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um endurnot á opinberum upplýsingum sem við innan samtakanna bindum miklar vonir við. Annað baráttumál LÍSU er að auka framboð á menntun og færni í faginu. Mikil vöntun er á menntuðu landupplýsingafólki á landinu og fylgir það sömu þróun og í Evrópu og víðast hvar annars staðar. Landupplýsingar eru hryggjarstykkið í öllum aðal- og deiliskipulögum, náttúruauðlindarannsóknum, almannavörnum, samgöngum og svo mætti lengi telja. Án faglega menntaðs landupplýsingafólks væri erfitt að starfrækja nútímaþjóðfélög. Höfundur er framkvæmastjóri LÍSU, samtaka um landupplýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Vísindi Skóla - og menntamál Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga. Hlutverk samtakanna er að vera samstarfsvettvangur á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsingakerfa. Aðilar í samtökunum eru opinberar stofnanir, einkafyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framþróun, gæðum og útbreiðslu landupplýsinga á Íslandi. Hugtakið landupplýsingar vísar til gagna sem tengjast ákveðnum stað. Þessi gögn eru margvísleg s.s landfræðileg hnit, hæð, landþekja, landnotkun, íbúaþéttleiki, náttúrufar og fleira. Landfræðileg gögn eru notuð til að tákna og greina ýmsa þætti í náttúrlegu og manngerðu umhverfi jarðar. Gott dæmi um mikilvægi landupplýsinga er vöktun og áhættumat fyrir jarðhræringar síðustu vikna á Reykjanesskaga. Veðurstofan, sem safnar sínum eigin gögnum með GPS mælingum og gervitunglamyndum, meðal annars, notast einnig við landupplýsingagögn frá öðrum stofnunum. Sem dæmi má nefna gögn frá Orkustofnun til að ákvarða staðsetningu borhola. Gögn um sjávardýpi frá sjókortum Landhelgisgæslunnar, örnefnagögn frá Landmælingum Íslands og staðsetningu gjáa og misgengis frá ÍSOR. Þetta eru allt landupplýsingar. Eitt af helstu baráttumálum LÍSU hefur verið að aðgangur að gögnum sem hið opinbera safnar sé opinn öllum, aðgengilegur og gjaldfrjáls. Aðgengi að opnum landupplýsingagögnum ýtir undir nýsköpun bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum, bætir þjónustu og gagnsæi. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um endurnot á opinberum upplýsingum sem við innan samtakanna bindum miklar vonir við. Annað baráttumál LÍSU er að auka framboð á menntun og færni í faginu. Mikil vöntun er á menntuðu landupplýsingafólki á landinu og fylgir það sömu þróun og í Evrópu og víðast hvar annars staðar. Landupplýsingar eru hryggjarstykkið í öllum aðal- og deiliskipulögum, náttúruauðlindarannsóknum, almannavörnum, samgöngum og svo mætti lengi telja. Án faglega menntaðs landupplýsingafólks væri erfitt að starfrækja nútímaþjóðfélög. Höfundur er framkvæmastjóri LÍSU, samtaka um landupplýsingar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun