Beta kvaddi: „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 09:01 Elísabet Gunnarsdóttir hefur átt magnaðan tíma sem þjálfari Kristianstad liðsins. @kristianstadsdff Elísabet Gunnarsdóttir hefur stýrt liði Kristianstad í síðasta sinn en það gerði hún í lokaumferð sænsku deildarinnar um síðustu helgi. Kristianstad gerði þá 3-3 jafntefli við Linköping á útivelli í lokaleiknum og endaði liðið þar með í sjötta sæti sænsku deildarinnar. Einum magnaðasta tíma hjá íslenskum þjálfara er þar með lokið en Beta, eins og flestir þekkja hana, hefur farið í gegn súrt og sætt með sænska félaginu undanfarin fimmtán tímabil. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Elisabet fór til Svíþjóðar í janúar 2008 eftir að hafa gert Valskonur að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Hún hefur síðan haldið félaginu á floti og oft í gegnum mjög erfiða tíma. Á sama tíma hefur Kristianstad náð sínum besta árangri í sögunni og komst meðal annars í Evrópukeppnina fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dramatísk stund þegar leiknum lauk og ljóst var að Elísabet myndi ekki stýra Kristianstad aftur. Kristianstad setti inn myndband af nokkrum mómentum úr leiknum og þar má meðal annars sjá Elísabetu tárvota þakka sínum stelpum fyrir tímabilið og frábæran tíma. Elísabet má vissulega vera stolt að tíma sinum með sænska liðið. Hún hélt stutta ræðu í myndbandinu þar sem hún tjáir ást sína á stelpunum sínum og hvers mikil forréttindi það hefur verið að fá að starfa með þeim. Hún fær þær síðan allar til að kalla fjölskylda saman en Kristianstad fjölskyldan er samheldin og sterk ekki síst þökk sé leiðtoga sínum Elísabetu Gunnarsdóttur. Textinn með er líklegast tekinn frá Elísabetu sjálfri en hún hefur í ófá skiptin talað trú í sínar stelpur. „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist,“ er textinn undir myndbandinu sem má finna hér fyrir neðan. Það vissu síðan líka flestir að Beta er tveggja manna maki og það þarf því tvo þjálfara til að taka við af henni. Nýir þjálfarar Kristianstad liðsins eru Daniel Angergård og Johanna Almgren. Ef Instagram færslan hér fyrir neðan birtist ekki er um að gera að endurhlaða fréttina og þá ætti það að lagast. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Sænski boltinn Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Sjá meira
Kristianstad gerði þá 3-3 jafntefli við Linköping á útivelli í lokaleiknum og endaði liðið þar með í sjötta sæti sænsku deildarinnar. Einum magnaðasta tíma hjá íslenskum þjálfara er þar með lokið en Beta, eins og flestir þekkja hana, hefur farið í gegn súrt og sætt með sænska félaginu undanfarin fimmtán tímabil. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Elisabet fór til Svíþjóðar í janúar 2008 eftir að hafa gert Valskonur að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Hún hefur síðan haldið félaginu á floti og oft í gegnum mjög erfiða tíma. Á sama tíma hefur Kristianstad náð sínum besta árangri í sögunni og komst meðal annars í Evrópukeppnina fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dramatísk stund þegar leiknum lauk og ljóst var að Elísabet myndi ekki stýra Kristianstad aftur. Kristianstad setti inn myndband af nokkrum mómentum úr leiknum og þar má meðal annars sjá Elísabetu tárvota þakka sínum stelpum fyrir tímabilið og frábæran tíma. Elísabet má vissulega vera stolt að tíma sinum með sænska liðið. Hún hélt stutta ræðu í myndbandinu þar sem hún tjáir ást sína á stelpunum sínum og hvers mikil forréttindi það hefur verið að fá að starfa með þeim. Hún fær þær síðan allar til að kalla fjölskylda saman en Kristianstad fjölskyldan er samheldin og sterk ekki síst þökk sé leiðtoga sínum Elísabetu Gunnarsdóttur. Textinn með er líklegast tekinn frá Elísabetu sjálfri en hún hefur í ófá skiptin talað trú í sínar stelpur. „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist,“ er textinn undir myndbandinu sem má finna hér fyrir neðan. Það vissu síðan líka flestir að Beta er tveggja manna maki og það þarf því tvo þjálfara til að taka við af henni. Nýir þjálfarar Kristianstad liðsins eru Daniel Angergård og Johanna Almgren. Ef Instagram færslan hér fyrir neðan birtist ekki er um að gera að endurhlaða fréttina og þá ætti það að lagast. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Sænski boltinn Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“