Beta kvaddi: „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 09:01 Elísabet Gunnarsdóttir hefur átt magnaðan tíma sem þjálfari Kristianstad liðsins. @kristianstadsdff Elísabet Gunnarsdóttir hefur stýrt liði Kristianstad í síðasta sinn en það gerði hún í lokaumferð sænsku deildarinnar um síðustu helgi. Kristianstad gerði þá 3-3 jafntefli við Linköping á útivelli í lokaleiknum og endaði liðið þar með í sjötta sæti sænsku deildarinnar. Einum magnaðasta tíma hjá íslenskum þjálfara er þar með lokið en Beta, eins og flestir þekkja hana, hefur farið í gegn súrt og sætt með sænska félaginu undanfarin fimmtán tímabil. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Elisabet fór til Svíþjóðar í janúar 2008 eftir að hafa gert Valskonur að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Hún hefur síðan haldið félaginu á floti og oft í gegnum mjög erfiða tíma. Á sama tíma hefur Kristianstad náð sínum besta árangri í sögunni og komst meðal annars í Evrópukeppnina fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dramatísk stund þegar leiknum lauk og ljóst var að Elísabet myndi ekki stýra Kristianstad aftur. Kristianstad setti inn myndband af nokkrum mómentum úr leiknum og þar má meðal annars sjá Elísabetu tárvota þakka sínum stelpum fyrir tímabilið og frábæran tíma. Elísabet má vissulega vera stolt að tíma sinum með sænska liðið. Hún hélt stutta ræðu í myndbandinu þar sem hún tjáir ást sína á stelpunum sínum og hvers mikil forréttindi það hefur verið að fá að starfa með þeim. Hún fær þær síðan allar til að kalla fjölskylda saman en Kristianstad fjölskyldan er samheldin og sterk ekki síst þökk sé leiðtoga sínum Elísabetu Gunnarsdóttur. Textinn með er líklegast tekinn frá Elísabetu sjálfri en hún hefur í ófá skiptin talað trú í sínar stelpur. „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist,“ er textinn undir myndbandinu sem má finna hér fyrir neðan. Það vissu síðan líka flestir að Beta er tveggja manna maki og það þarf því tvo þjálfara til að taka við af henni. Nýir þjálfarar Kristianstad liðsins eru Daniel Angergård og Johanna Almgren. Ef Instagram færslan hér fyrir neðan birtist ekki er um að gera að endurhlaða fréttina og þá ætti það að lagast. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Sænski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Kristianstad gerði þá 3-3 jafntefli við Linköping á útivelli í lokaleiknum og endaði liðið þar með í sjötta sæti sænsku deildarinnar. Einum magnaðasta tíma hjá íslenskum þjálfara er þar með lokið en Beta, eins og flestir þekkja hana, hefur farið í gegn súrt og sætt með sænska félaginu undanfarin fimmtán tímabil. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Elisabet fór til Svíþjóðar í janúar 2008 eftir að hafa gert Valskonur að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Hún hefur síðan haldið félaginu á floti og oft í gegnum mjög erfiða tíma. Á sama tíma hefur Kristianstad náð sínum besta árangri í sögunni og komst meðal annars í Evrópukeppnina fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dramatísk stund þegar leiknum lauk og ljóst var að Elísabet myndi ekki stýra Kristianstad aftur. Kristianstad setti inn myndband af nokkrum mómentum úr leiknum og þar má meðal annars sjá Elísabetu tárvota þakka sínum stelpum fyrir tímabilið og frábæran tíma. Elísabet má vissulega vera stolt að tíma sinum með sænska liðið. Hún hélt stutta ræðu í myndbandinu þar sem hún tjáir ást sína á stelpunum sínum og hvers mikil forréttindi það hefur verið að fá að starfa með þeim. Hún fær þær síðan allar til að kalla fjölskylda saman en Kristianstad fjölskyldan er samheldin og sterk ekki síst þökk sé leiðtoga sínum Elísabetu Gunnarsdóttur. Textinn með er líklegast tekinn frá Elísabetu sjálfri en hún hefur í ófá skiptin talað trú í sínar stelpur. „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist,“ er textinn undir myndbandinu sem má finna hér fyrir neðan. Það vissu síðan líka flestir að Beta er tveggja manna maki og það þarf því tvo þjálfara til að taka við af henni. Nýir þjálfarar Kristianstad liðsins eru Daniel Angergård og Johanna Almgren. Ef Instagram færslan hér fyrir neðan birtist ekki er um að gera að endurhlaða fréttina og þá ætti það að lagast. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Sænski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira