Þakklátur og stoltur af samfélaginu Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2023 22:43 Í ávarpi sínu sagðist Guðni vita að hann talaði fyrir alla þjóðina þegar hann sagðist hugsa hlýtt til allra þeirra sem hefðu þurft að flýja heimili sín og vinnustaði í Grindavík. Viktor Freyr Arnarson Haldin var svokölluð samverustund fyrir Grindvíkinga og þau sem vildu sýna þeim samhug og styrk í Hallgrímskirkju í dag. Þar sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, að hann væri þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi Íslendinga. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði óvissuna erfiða Sr. Elínborg Gísladóttir leiddi stundina, Kristján Hrannar organisti sá tónlistina og meðlimir úr Kór Grindavíkurkirkju leiða almennan söng. Biskup Íslands, Agnes M Sigurðardóttir, forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson og. Fannar Jónasson flytja ávörp. Viktor Freyr Arnarson Þakklátur og stoltur af samfélaginu Í ávarpi sínu sagðist Guðni vita að hann talaði fyrir alla þjóðina þegar hann sagðist hugsa hlýtt til allra þeirra sem hefðu þurft að flýja heimili sín og vinnustaði í Grindavík. Þá sagðist hann þakklátur þeim sem hefðu boðið Grindvíkingum húsaskjól og annars konar aðstoð. „Ég leyfi mér að segja að ég er þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi sem bregst svo vel við óvæntri ógn,“ sagði Guðni. Hann þakkaði einnig þeim sem væru að starfa á vettvangi og aðstoða fólk „Svo búum við að því að eiga einvala lið vísindamanna, rýnandi í öll þau teikn sem birtast hverju sinni.“ Guðni sagði að ekki væri enn vitað hvort gjósa myndi við eða í Grindavík en ef svo færi myndu Íslendingar takast á við þann vanda með einingarmátt að vopni, þekkingu og reynslu. „Í Grindavík munu börn áfram ganga í leikskóla og í skóla og við munum sinna þeim eldri og sjúku. Á vettvangi íþróttanna munu heimamenn áfram skora og skora,“ sagði Guðni. Hann sagði að lífið héldi áfram í Grindavík og bærinn yrði áfram sælureitur íbúa. Viktor Freyr Arnarson Óvissan verst Fannar Jónsson, bæjarstjóri, sagði það ekki hafa farið framhjá nokkrum manni hvað Grindvíkingar hefðu gengið í gegnum að undanförnu. Mikið væri lagt á fólk að búa við þessar aðstæður. „Við höfum í nokkur ár verið með nágranna í bakgarðinum, sem að jafnaði eru ekki auðfúsir gestir. Eldgos og jarðskjálftar sem þeim fylgja,“ sagði Fannar. Hann sagði Grindvíkinga hafa þó blessunarlega verið laus við að standa frammi fyrir því sem þeir gera nú. „Það eru ekki nema um það bil tveir dagar síðan við voru síðan við vorum aðallega að fást við það vandamál að það færi heitt vatn af öllu Reykjanesinu. Þrjátíu þúsund manna byggð og þar með talinn flugvöllurinn, sem er auðvitað lífæð okkar við önnur lönd,“ sagði Fannar. Hann sagði allt svæðið vel vaktað og sagðist bera mikið traust til íslenskra vísindamanna. „Þegar í ljós kemur á föstudaginn að málið sé alvarlegra en svo að við þurfum að hafa mestar áhyggjur af Svartsengi, það sé sprunga undir fótunum á okkur og nái allt til sjávar, eins og myndir sem fjölmiðlar hafa birt bera með sér. Þá tók við miklu meiri alvara í þessum málum öllum. Alvara lífsins.“ Fannar sagði óvissuna fara verst með fólk. „Við vitum ekki hvert framhaldið verður. Við vonumst til þess að það muni ekki gjósa. Við höfum verið lánsöm með þessi gos og staðsetningu þeirra hingað til, sem ekki hafa truflað okkar en nú er allt önnur staða uppi.“ Athöfnina í dag má sjá í spilaranum hér að neðan. Ljósmyndarinn Viktor Freyr Arnarson tók meðfylgjandi myndir í Hallgrímskirkju í dag. Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hallgrímskirkja Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Reykjavík Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Björguðu 66 dýrum úr Grindavík Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði. 12. nóvember 2023 21:21 „Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“ Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga. 12. nóvember 2023 19:24 „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. 12. nóvember 2023 19:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Sr. Elínborg Gísladóttir leiddi stundina, Kristján Hrannar organisti sá tónlistina og meðlimir úr Kór Grindavíkurkirkju leiða almennan söng. Biskup Íslands, Agnes M Sigurðardóttir, forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson og. Fannar Jónasson flytja ávörp. Viktor Freyr Arnarson Þakklátur og stoltur af samfélaginu Í ávarpi sínu sagðist Guðni vita að hann talaði fyrir alla þjóðina þegar hann sagðist hugsa hlýtt til allra þeirra sem hefðu þurft að flýja heimili sín og vinnustaði í Grindavík. Þá sagðist hann þakklátur þeim sem hefðu boðið Grindvíkingum húsaskjól og annars konar aðstoð. „Ég leyfi mér að segja að ég er þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi sem bregst svo vel við óvæntri ógn,“ sagði Guðni. Hann þakkaði einnig þeim sem væru að starfa á vettvangi og aðstoða fólk „Svo búum við að því að eiga einvala lið vísindamanna, rýnandi í öll þau teikn sem birtast hverju sinni.“ Guðni sagði að ekki væri enn vitað hvort gjósa myndi við eða í Grindavík en ef svo færi myndu Íslendingar takast á við þann vanda með einingarmátt að vopni, þekkingu og reynslu. „Í Grindavík munu börn áfram ganga í leikskóla og í skóla og við munum sinna þeim eldri og sjúku. Á vettvangi íþróttanna munu heimamenn áfram skora og skora,“ sagði Guðni. Hann sagði að lífið héldi áfram í Grindavík og bærinn yrði áfram sælureitur íbúa. Viktor Freyr Arnarson Óvissan verst Fannar Jónsson, bæjarstjóri, sagði það ekki hafa farið framhjá nokkrum manni hvað Grindvíkingar hefðu gengið í gegnum að undanförnu. Mikið væri lagt á fólk að búa við þessar aðstæður. „Við höfum í nokkur ár verið með nágranna í bakgarðinum, sem að jafnaði eru ekki auðfúsir gestir. Eldgos og jarðskjálftar sem þeim fylgja,“ sagði Fannar. Hann sagði Grindvíkinga hafa þó blessunarlega verið laus við að standa frammi fyrir því sem þeir gera nú. „Það eru ekki nema um það bil tveir dagar síðan við voru síðan við vorum aðallega að fást við það vandamál að það færi heitt vatn af öllu Reykjanesinu. Þrjátíu þúsund manna byggð og þar með talinn flugvöllurinn, sem er auðvitað lífæð okkar við önnur lönd,“ sagði Fannar. Hann sagði allt svæðið vel vaktað og sagðist bera mikið traust til íslenskra vísindamanna. „Þegar í ljós kemur á föstudaginn að málið sé alvarlegra en svo að við þurfum að hafa mestar áhyggjur af Svartsengi, það sé sprunga undir fótunum á okkur og nái allt til sjávar, eins og myndir sem fjölmiðlar hafa birt bera með sér. Þá tók við miklu meiri alvara í þessum málum öllum. Alvara lífsins.“ Fannar sagði óvissuna fara verst með fólk. „Við vitum ekki hvert framhaldið verður. Við vonumst til þess að það muni ekki gjósa. Við höfum verið lánsöm með þessi gos og staðsetningu þeirra hingað til, sem ekki hafa truflað okkar en nú er allt önnur staða uppi.“ Athöfnina í dag má sjá í spilaranum hér að neðan. Ljósmyndarinn Viktor Freyr Arnarson tók meðfylgjandi myndir í Hallgrímskirkju í dag. Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hallgrímskirkja Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Reykjavík Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Björguðu 66 dýrum úr Grindavík Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði. 12. nóvember 2023 21:21 „Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“ Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga. 12. nóvember 2023 19:24 „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. 12. nóvember 2023 19:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02
Björguðu 66 dýrum úr Grindavík Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði. 12. nóvember 2023 21:21
„Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“ Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga. 12. nóvember 2023 19:24
„Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. 12. nóvember 2023 19:11