Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2023 14:31 Sjálfboðaliði frá Kattholti við lokunarpóst við Grindavík. Vísir/Vilhelm Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. „Okkur finnst eiginlega bara illa vegið að þeim. Að fólk hafi ekki fengið tækifæri til þess að taka þau með sér þegar bærinn var rýmdur, því að það var ekki talað um neyðarrýmingu svo að fólk hélt að það gæti farið aftur að sækja þau,“ segir Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Sjálfboðaliðar tilbúnir við Grindavík Sex dýraverndarfélög hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Það er Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur. „Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Þá segja þau sjálfboðaliða tilbúna við Grindavík með mannskap, bíla og búr til þess að sækja dýrin sem séu í neyð. Þegar séu dýr orðin matar-og vatnslaus á svæðinu og strax þurfi að bregðast við. „Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.“ Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna eru mættir við lokunarpósta.Vísir/Vilhelm Almannavarnir ekki haft samband Eygló segir ljóst að um sé að ræða dýr sem hafi mikil tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Félögin voni að sem flestum dýrum verði bjargað en fá dýr séu í Þórkötlustaðahverfi, sem er eina hverfið þar sem hægt er að sækja nauðsynjar. „Það er enginn köttur sem vitað er um í þessu hverfi,“ segir Eygló sem bendir á að um tvö prósent Grindvíkinga búi í hverfinu. Hún segir hópinn hafa reynt að ná tali af viðbragðsaðilum í gegnum neyðarlínuna án árangurs. Væruð þið til í meira samráð? „Já. Við værum til í að vinna með þeim til að hugsa um velferð dýra. Við þurfum þess vegna ekkert endilega að fara inn á svæðið. Eins og staðan var í nótt voru þarna lögreglubílar að rúnta inn, við teljum að það hefði verið gáfulegt ef lögreglumennirnir hefðu verið með búr til þess að reyna að bjarga einhverjum af þessum dýrum.“ Eygló segir að tala þeirra dýra sem félögin hafi kortlagt að hafi orðið eftir sé nú komin upp í 300. Í gær var talan í 250 en Eygló segir að fjöldi fugla hafi bæst við þá tölu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Dýr Gæludýr Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Okkur finnst eiginlega bara illa vegið að þeim. Að fólk hafi ekki fengið tækifæri til þess að taka þau með sér þegar bærinn var rýmdur, því að það var ekki talað um neyðarrýmingu svo að fólk hélt að það gæti farið aftur að sækja þau,“ segir Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Sjálfboðaliðar tilbúnir við Grindavík Sex dýraverndarfélög hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Það er Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur. „Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Þá segja þau sjálfboðaliða tilbúna við Grindavík með mannskap, bíla og búr til þess að sækja dýrin sem séu í neyð. Þegar séu dýr orðin matar-og vatnslaus á svæðinu og strax þurfi að bregðast við. „Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.“ Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna eru mættir við lokunarpósta.Vísir/Vilhelm Almannavarnir ekki haft samband Eygló segir ljóst að um sé að ræða dýr sem hafi mikil tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Félögin voni að sem flestum dýrum verði bjargað en fá dýr séu í Þórkötlustaðahverfi, sem er eina hverfið þar sem hægt er að sækja nauðsynjar. „Það er enginn köttur sem vitað er um í þessu hverfi,“ segir Eygló sem bendir á að um tvö prósent Grindvíkinga búi í hverfinu. Hún segir hópinn hafa reynt að ná tali af viðbragðsaðilum í gegnum neyðarlínuna án árangurs. Væruð þið til í meira samráð? „Já. Við værum til í að vinna með þeim til að hugsa um velferð dýra. Við þurfum þess vegna ekkert endilega að fara inn á svæðið. Eins og staðan var í nótt voru þarna lögreglubílar að rúnta inn, við teljum að það hefði verið gáfulegt ef lögreglumennirnir hefðu verið með búr til þess að reyna að bjarga einhverjum af þessum dýrum.“ Eygló segir að tala þeirra dýra sem félögin hafi kortlagt að hafi orðið eftir sé nú komin upp í 300. Í gær var talan í 250 en Eygló segir að fjöldi fugla hafi bæst við þá tölu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Dýr Gæludýr Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira